Hraðpróf óþörf um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2021 10:11 Leikhúsgestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af hraðprófi um helgina. Vísir/getty Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins staðfestir þetta og segir að undanþágan sé tímabundin. „Það er ljóst að fjölmargir gestir á viðburði í Þjóðleikhúsið, Hörpu, Borgarleikhúsið og önnur menningarhús hafa reynt að komast að í hraðprófum en ekki fengið tíma í tæka tíð og eru nú örvæntingarfullir um að komast ekki á sýningar helgarinnar. Um helgina eru uppseldar sýningar á Kardemommubæ, Vertu úlfur, Ástu og frumsýning á barnaleikritinu Lára og Ljónsi,“ segir Magnús Geir. Magnús Geir Þórðarson er Þjóðleikhússtjóri Vísir/Arnar Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti mega 500 koma saman á menningarviðburðum gegn því að sýna fram á neikvætt hraðpróf fyrir viðburðinn og viðhafa grímuskyldu. Magnús segir að uppbókað hafi verið í hraðpróf í dag og gær og tafir á niðurstöðum þannig að margir leikhúsgestir hafi haft áhyggjur af því að ná ekki að skila inn neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi í tæka tíð. Því hafi heilbrigðisráðherra tilkynnt um undanþáguna. „Eftir sem áður hvetjum við alla til þess að koma með hraðpróf ef þeir mögulega geta. Þeir sem komast ekki að þurfa þó ekki að hafa áhyggur af því að þeim verði vísað frá viðburði,“ sagði Magnús Geir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12. nóvember 2021 22:21 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins staðfestir þetta og segir að undanþágan sé tímabundin. „Það er ljóst að fjölmargir gestir á viðburði í Þjóðleikhúsið, Hörpu, Borgarleikhúsið og önnur menningarhús hafa reynt að komast að í hraðprófum en ekki fengið tíma í tæka tíð og eru nú örvæntingarfullir um að komast ekki á sýningar helgarinnar. Um helgina eru uppseldar sýningar á Kardemommubæ, Vertu úlfur, Ástu og frumsýning á barnaleikritinu Lára og Ljónsi,“ segir Magnús Geir. Magnús Geir Þórðarson er Þjóðleikhússtjóri Vísir/Arnar Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti mega 500 koma saman á menningarviðburðum gegn því að sýna fram á neikvætt hraðpróf fyrir viðburðinn og viðhafa grímuskyldu. Magnús segir að uppbókað hafi verið í hraðpróf í dag og gær og tafir á niðurstöðum þannig að margir leikhúsgestir hafi haft áhyggjur af því að ná ekki að skila inn neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi í tæka tíð. Því hafi heilbrigðisráðherra tilkynnt um undanþáguna. „Eftir sem áður hvetjum við alla til þess að koma með hraðpróf ef þeir mögulega geta. Þeir sem komast ekki að þurfa þó ekki að hafa áhyggur af því að þeim verði vísað frá viðburði,“ sagði Magnús Geir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12. nóvember 2021 22:21 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12. nóvember 2021 22:21