Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2021 17:51 Brynja Dan segir greiðslukerfi Valitors og Rapyd hafa hrunið í gær. Vilhelm/Aðsend Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. Dagur einhleypra, eða Singles Day, er haldinn hátíðlegur ellefta nóvember ár hvert víða um heim. Fyrir nokkrum árum var hefðin tekin upp hér á landi og bjóða fjölmörg fyrirtæki vörur og þjónustu á afslætti í vefverslun. Brynja Dan Gunnarsdóttir heldur úti vefsíðunni 1111.is en þar eru tekin saman öll tilboð sem samstarfsaðilar vefsíðunnar bjóða. Hún segir í samtali við Vísi að hátt í fjögur hundruð fyrirtæki hafi skráð tilboð sín á síðunni í gær. Brynja segir daginn hafa gengið betur en nokkur hafði vonað og að sala hafi verið á pari við sölunna í fyrra. „Greinilega margir sem náðu að klára jólin á netinu,“ segir Brynja. Kerfið hrynji á hverju ári Brynja segir hins vegar að hrun greiðslukerfa Rapyd og Valitor hafa spillt gleðinni að nokkru leiti. Hún segir kerfin hafa hrunið undan álagi um klukkan tíu í gærkvöldi. Það sé einmitt sá tími sem fólk flykkist inn á netverslanir til að klára jólainnkaupin með ríflegum afslætti. Hún nefnir til dæmis að engar færslur hafi farið í geng í vefverslun Cintamani eftir klukkan tíu í gær. Hún segir það hafa verið viðbúið að vandamál yrðu í tenglsum við færsluhirðingu enda hafi það gerst á hverju ári síðan 1111.is fór í loftið. Brynjar furðar sig á því að ekki sé gert ráð fyrir því mikla álagi sem verður á kerfinu á degi einhleypra. Hún efast um að öll greiðslumiðlun fari á hliðina í Bandaríkjunum á „Black Friday“ á ári hverju. „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu,“ segir hún. Þá segir hún að henni þyki leiðinlegt að sökinni sé skellt á 1111.is eða þær verslanir sem fólk verslar við þegar greiðslur komast ekki í gegn. Hún hefur þó skilning á því þar sem erfitt sé að hafa samband við greiðslumiðlunarfyrirtæki. Greiðslumiðlun Verslun Neytendur Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Dagur einhleypra, eða Singles Day, er haldinn hátíðlegur ellefta nóvember ár hvert víða um heim. Fyrir nokkrum árum var hefðin tekin upp hér á landi og bjóða fjölmörg fyrirtæki vörur og þjónustu á afslætti í vefverslun. Brynja Dan Gunnarsdóttir heldur úti vefsíðunni 1111.is en þar eru tekin saman öll tilboð sem samstarfsaðilar vefsíðunnar bjóða. Hún segir í samtali við Vísi að hátt í fjögur hundruð fyrirtæki hafi skráð tilboð sín á síðunni í gær. Brynja segir daginn hafa gengið betur en nokkur hafði vonað og að sala hafi verið á pari við sölunna í fyrra. „Greinilega margir sem náðu að klára jólin á netinu,“ segir Brynja. Kerfið hrynji á hverju ári Brynja segir hins vegar að hrun greiðslukerfa Rapyd og Valitor hafa spillt gleðinni að nokkru leiti. Hún segir kerfin hafa hrunið undan álagi um klukkan tíu í gærkvöldi. Það sé einmitt sá tími sem fólk flykkist inn á netverslanir til að klára jólainnkaupin með ríflegum afslætti. Hún nefnir til dæmis að engar færslur hafi farið í geng í vefverslun Cintamani eftir klukkan tíu í gær. Hún segir það hafa verið viðbúið að vandamál yrðu í tenglsum við færsluhirðingu enda hafi það gerst á hverju ári síðan 1111.is fór í loftið. Brynjar furðar sig á því að ekki sé gert ráð fyrir því mikla álagi sem verður á kerfinu á degi einhleypra. Hún efast um að öll greiðslumiðlun fari á hliðina í Bandaríkjunum á „Black Friday“ á ári hverju. „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu,“ segir hún. Þá segir hún að henni þyki leiðinlegt að sökinni sé skellt á 1111.is eða þær verslanir sem fólk verslar við þegar greiðslur komast ekki í gegn. Hún hefur þó skilning á því þar sem erfitt sé að hafa samband við greiðslumiðlunarfyrirtæki.
Greiðslumiðlun Verslun Neytendur Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira