„Ömurlegar fréttir kæri félagi“ Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 15:57 Sólveig Anna telur einsýnt að með athæfi sínu hafi Magnúsi tekist að gera ASÍ óhæft til að fjalla um mál sem snerta alvarlegt áreiti á vinnustað. Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hefur ritað Magnúsi M. Norðdahl, lögfræðingi ASÍ harðort bréf þar sem hún sakar hann um að standa með ofbeldismanni. Hún telur að með framgöngu sinni hafi Magnús gert Alþýðusambandið vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. Sólveig birtir bréf sitt í heild á Facebook-síðu sinni. Í bréfinu kemur fram að maðurinn sem hún hefur sakað um ofbeldisfullar hótanir í sinn garð, maður sem hún hefur kært sem slíkan til lögreglu er Tryggvi Marteinsson. En í fréttum í morgun var greint frá því að hann hafi verið rekinn sem starfsmaður á skrifstofum Eflingar. Í bréfi Sólveigar Önnu segir: „Umræddur starfsmaður er sá sem hótaði mér ofbeldisverkum á heimili mínu. Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“ Fyrirliggjandi ofbeldishótanir Tryggva Sólveig Anna segir jafnframt að eins og hún hafi áður greint frá opinberlega þá liggi fyrir skriflegur vitnisburður frá starfsmanninum sem hann orðaði hótanir sínar við. Sá vitnisburður kom fram bæði í samtölum við aðra starfsmenn, meðal annarra trúnaðarmann vinnustaðarins, og í skriflegum samskiptum sem liggja hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar. Sólveig vísar þá í bréfi sínu til kveðju sem Magnús sendir til Tryggva á Facebook-vegg hins síðarnefnda þar sem hann kvartar sáran undan brottrekstrinum. Sólveig Anna, sem tekur fram að hún hafi ekki komið að brottrekstri mannsins, segir að Tryggvi noti tækifærið og uppnefni stjórnendur Eflingar „kommúnista“ og segist hafa “goldið þess” að vera “karlmaður og Íslendingur” – en þau ummæli hefur Tryggvi reyndar fellt út úr upprunalegri færslu. „Þú sást þig knúinn til þess að bæta ummælum við færsluna og eru þau svohljóðandi: “Ömurlegar fréttir kæri félagi - á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað - þvert á móti.” Þú ert lögfræðingur Alþýðusambands Íslands og nýtur sem slíkur mikillar virðingarstöðu. Horft er til orða þinna ekki aðeins sem leiðsagnar eða álits, heldur jafnvel sem einhvers konar úrskurðar, enda er það svo að Alþýðusambandinu er treyst til að skera úr um ýmis mál sem varða aðildarfélögin og kemur þá iðulega til þinna kasta,“ segir meðal annars í harðorðu bréfi Sólveigar. ASÍ tapað trúverðugleika sínum Vísir hefur reynt að ná tali af Magnúsi, nú fjórum klukkustundum eftir að Sólveig Anna birti bréf sitt en án árangurs. Sjálf segist Sólveig Anna að enn hafi engin viðbrögð við erindi hennar komið frá ASÍ. Bréf Sólveigar til Magnúsar er ítarlegt en þar segir meðal annars að hún telji hann hafa gert ASÍ vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. „Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir,“ segir Sólveig. En sjá má bréf hennar í heild í innfelldri færslu hennar hér ofar. Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Sólveig birtir bréf sitt í heild á Facebook-síðu sinni. Í bréfinu kemur fram að maðurinn sem hún hefur sakað um ofbeldisfullar hótanir í sinn garð, maður sem hún hefur kært sem slíkan til lögreglu er Tryggvi Marteinsson. En í fréttum í morgun var greint frá því að hann hafi verið rekinn sem starfsmaður á skrifstofum Eflingar. Í bréfi Sólveigar Önnu segir: „Umræddur starfsmaður er sá sem hótaði mér ofbeldisverkum á heimili mínu. Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“ Fyrirliggjandi ofbeldishótanir Tryggva Sólveig Anna segir jafnframt að eins og hún hafi áður greint frá opinberlega þá liggi fyrir skriflegur vitnisburður frá starfsmanninum sem hann orðaði hótanir sínar við. Sá vitnisburður kom fram bæði í samtölum við aðra starfsmenn, meðal annarra trúnaðarmann vinnustaðarins, og í skriflegum samskiptum sem liggja hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar. Sólveig vísar þá í bréfi sínu til kveðju sem Magnús sendir til Tryggva á Facebook-vegg hins síðarnefnda þar sem hann kvartar sáran undan brottrekstrinum. Sólveig Anna, sem tekur fram að hún hafi ekki komið að brottrekstri mannsins, segir að Tryggvi noti tækifærið og uppnefni stjórnendur Eflingar „kommúnista“ og segist hafa “goldið þess” að vera “karlmaður og Íslendingur” – en þau ummæli hefur Tryggvi reyndar fellt út úr upprunalegri færslu. „Þú sást þig knúinn til þess að bæta ummælum við færsluna og eru þau svohljóðandi: “Ömurlegar fréttir kæri félagi - á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað - þvert á móti.” Þú ert lögfræðingur Alþýðusambands Íslands og nýtur sem slíkur mikillar virðingarstöðu. Horft er til orða þinna ekki aðeins sem leiðsagnar eða álits, heldur jafnvel sem einhvers konar úrskurðar, enda er það svo að Alþýðusambandinu er treyst til að skera úr um ýmis mál sem varða aðildarfélögin og kemur þá iðulega til þinna kasta,“ segir meðal annars í harðorðu bréfi Sólveigar. ASÍ tapað trúverðugleika sínum Vísir hefur reynt að ná tali af Magnúsi, nú fjórum klukkustundum eftir að Sólveig Anna birti bréf sitt en án árangurs. Sjálf segist Sólveig Anna að enn hafi engin viðbrögð við erindi hennar komið frá ASÍ. Bréf Sólveigar til Magnúsar er ítarlegt en þar segir meðal annars að hún telji hann hafa gert ASÍ vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. „Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir,“ segir Sólveig. En sjá má bréf hennar í heild í innfelldri færslu hennar hér ofar.
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira