Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2021 23:30 Xi Jinping, forseti Kína. AP/Ju Peng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. Ályktunin fjallar um það sem leiðtogar flokksins telja hann hafa áorkað á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því flokkurinn var stofnaður. Reuters fréttaveitan vitnar í ríkismiðla Kína og segir ályktunina hafa verið samþykkta á fjögurra daga fundi um 370 leiðtoga Kommúnistaflokksins. Þetta er í þriðja sinn sem flokkurinn festir eigin sögu í sessi með samþykkt sem þessari. Sú fyrsta var gerð á tíma Mao Zedong árið 1945 og síðari samþykktin var gerð árið 1981, þegar Deng Xiaoping fór með völd í Kína. BBC hefur eftir sérfræðingum að ályktunin gæti verið til marks um vilja Xi til að draga úr þeirri valddreifingu sem fyrri leiðtogar Kína, þar á meðal Deng, hafa komið á. Að Kína gæti verið að færast aftur til tíma þar sem sterkir leiðtogar stjórni svo gott sem öllu. Xi er talinn vera valdamesti leiðtogi Kína frá tímum Mao. Um 370 leiðtogar Kommúnistaflokks Kína samþykktu ályktunina um sögu flokksins.AP/Yan Yan Gæti verið forseti ævilangt Xi, sem er 68 ára gamall, tók við embætti forseta Kína árið 2013. Samkvæmt stjórnarskrá Kína hefði hann átt að láta af embætti árið 2023. Árið 2018 samþykkti þing Kína að afnema ákvæðið um hve lengi forseti mætti vera við völd úr stjórnarskránni. Við það var opnað á það að Xi sæti í embætti forseta ævilangt en ákvæðið hafði verði í gildi í áratugi. Meðal þess sem sérfræðingar um málefni Kína sögðu við BBC var að með ályktuninni hefði Xi fest stöðu sína í sessi og að hann vilji sjálfur vera álitinn ein af helstu hetjunum í sögu Kína. „Með því að koma í gegn sögulegri ályktun þar sem hann er í hringamiðju sögu Kommúnistaflokksins og Kína nútímans, hefur Xi sýnt fram á vald sitt. En skjalið er einnig tól sem hjálpar honum að halda völdum,“ sagði Adam Ni við BBC. Kína Tengdar fréttir Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. 4. nóvember 2021 13:16 Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu. 3. nóvember 2021 11:33 Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. 1. nóvember 2021 11:04 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Ályktunin fjallar um það sem leiðtogar flokksins telja hann hafa áorkað á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því flokkurinn var stofnaður. Reuters fréttaveitan vitnar í ríkismiðla Kína og segir ályktunina hafa verið samþykkta á fjögurra daga fundi um 370 leiðtoga Kommúnistaflokksins. Þetta er í þriðja sinn sem flokkurinn festir eigin sögu í sessi með samþykkt sem þessari. Sú fyrsta var gerð á tíma Mao Zedong árið 1945 og síðari samþykktin var gerð árið 1981, þegar Deng Xiaoping fór með völd í Kína. BBC hefur eftir sérfræðingum að ályktunin gæti verið til marks um vilja Xi til að draga úr þeirri valddreifingu sem fyrri leiðtogar Kína, þar á meðal Deng, hafa komið á. Að Kína gæti verið að færast aftur til tíma þar sem sterkir leiðtogar stjórni svo gott sem öllu. Xi er talinn vera valdamesti leiðtogi Kína frá tímum Mao. Um 370 leiðtogar Kommúnistaflokks Kína samþykktu ályktunina um sögu flokksins.AP/Yan Yan Gæti verið forseti ævilangt Xi, sem er 68 ára gamall, tók við embætti forseta Kína árið 2013. Samkvæmt stjórnarskrá Kína hefði hann átt að láta af embætti árið 2023. Árið 2018 samþykkti þing Kína að afnema ákvæðið um hve lengi forseti mætti vera við völd úr stjórnarskránni. Við það var opnað á það að Xi sæti í embætti forseta ævilangt en ákvæðið hafði verði í gildi í áratugi. Meðal þess sem sérfræðingar um málefni Kína sögðu við BBC var að með ályktuninni hefði Xi fest stöðu sína í sessi og að hann vilji sjálfur vera álitinn ein af helstu hetjunum í sögu Kína. „Með því að koma í gegn sögulegri ályktun þar sem hann er í hringamiðju sögu Kommúnistaflokksins og Kína nútímans, hefur Xi sýnt fram á vald sitt. En skjalið er einnig tól sem hjálpar honum að halda völdum,“ sagði Adam Ni við BBC.
Kína Tengdar fréttir Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. 4. nóvember 2021 13:16 Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu. 3. nóvember 2021 11:33 Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. 1. nóvember 2021 11:04 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05
Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01
ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. 4. nóvember 2021 13:16
Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu. 3. nóvember 2021 11:33
Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. 1. nóvember 2021 11:04