Efnilegasta skautakona Íslands þurfti að láta færa nýra til í sex tíma aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 08:01 Það mun taka Ísold Fönn Vilhjálmsdóttur marga mánuði að koma sér aftur í keppnisform. Hér sést hún eftir aðgerðina. Instagram/@isold_fonn Skautakonan Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir verður að taka sér frí frá íþrótt sinni á næstunni eftir að hafa greinst með slagæðaþrengsli eða Artery Compression Syndrome. Ísold Fönn sem er fimmtán ára gömul síðan í júlí sagði frá aðgerðinni sinni á samfélagsmiðlum og þar kom einnig fram að hún verður frá keppni í langan tíma vegna veikinda sinna. Ísold Fönn er efnilegasta skautakona Íslands og var meðal annars fyrst Íslendinga til að ná þreföldu flippstökki í móti í listhlaupi á skautum og fá það dæmt gilt. Hún hefur undanfarið búið og skautað erlendis þar á meðal í Champéry undir stjórn Stéphane Lambiel, sem er tvöfaldur heimsmeistari á listskautum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Hæ öll. Ég þarf að segja ykkur fréttir af heilsu minni,“ byrjaði Ísold Fönn pistil sinn á Instagram en hann má sjá allan hér fyrir ofan. Hún skrifaði hann á ensku. View this post on Instagram A post shared by Ísold Fönn (@isold_fonn) „Nýlega greindist ég með artery compression syndrome á þremur stöðum. Þetta hefur haft mikil áhrif á æfingar mínar í langan tíma og ég er svo fegin að það hafi komið í ljós hvað var að angra mig,“ skrifaði Ísold. „Í síðustu viku þá fór ég í stóra aðgerð á kviðnum til að laga allar slagæðaþrengingarnar en í aðgerðinni kom í ljós að nýrað mitt var ekki á réttum stað og var fyrir vikið að fá mjög lítið blóð. Þetta var allt lagað í sex og hálfs klukkutíma aðgerð sem gekk mjög vel,“ skrifaði Ísold. „Endurhæfingin verður langhlaup. Þetta tekur fjóra til sex mánuði að gróa innan í mér en ef allt gengur vel þá ætti ég að geta byrjað aftur í íþróttum eftir eitt ár,“ skrifaði Ísold. Ísold hefur eins og áður sagði lengi verið ein efnilegasta skautakona landsins en hún hefur unnið fjölmarga titla bæði hér heima og erlendis. Hún byrjaði að skauta á tjörnunum heima þegar hún bjó á hæsta byggða bóli landsins, Möðrudal á Fjöllum. Þegar hún fór í grunnskóla á Akureyri fór hún að æfa með Skautafélagi Akureyrar en hefur síðustu ár verið mikið erlendis hjá færum þjálfurum eftir að hæfileikar hennar komu betur í ljós. Skautaíþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Sjá meira
Ísold Fönn sem er fimmtán ára gömul síðan í júlí sagði frá aðgerðinni sinni á samfélagsmiðlum og þar kom einnig fram að hún verður frá keppni í langan tíma vegna veikinda sinna. Ísold Fönn er efnilegasta skautakona Íslands og var meðal annars fyrst Íslendinga til að ná þreföldu flippstökki í móti í listhlaupi á skautum og fá það dæmt gilt. Hún hefur undanfarið búið og skautað erlendis þar á meðal í Champéry undir stjórn Stéphane Lambiel, sem er tvöfaldur heimsmeistari á listskautum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Hæ öll. Ég þarf að segja ykkur fréttir af heilsu minni,“ byrjaði Ísold Fönn pistil sinn á Instagram en hann má sjá allan hér fyrir ofan. Hún skrifaði hann á ensku. View this post on Instagram A post shared by Ísold Fönn (@isold_fonn) „Nýlega greindist ég með artery compression syndrome á þremur stöðum. Þetta hefur haft mikil áhrif á æfingar mínar í langan tíma og ég er svo fegin að það hafi komið í ljós hvað var að angra mig,“ skrifaði Ísold. „Í síðustu viku þá fór ég í stóra aðgerð á kviðnum til að laga allar slagæðaþrengingarnar en í aðgerðinni kom í ljós að nýrað mitt var ekki á réttum stað og var fyrir vikið að fá mjög lítið blóð. Þetta var allt lagað í sex og hálfs klukkutíma aðgerð sem gekk mjög vel,“ skrifaði Ísold. „Endurhæfingin verður langhlaup. Þetta tekur fjóra til sex mánuði að gróa innan í mér en ef allt gengur vel þá ætti ég að geta byrjað aftur í íþróttum eftir eitt ár,“ skrifaði Ísold. Ísold hefur eins og áður sagði lengi verið ein efnilegasta skautakona landsins en hún hefur unnið fjölmarga titla bæði hér heima og erlendis. Hún byrjaði að skauta á tjörnunum heima þegar hún bjó á hæsta byggða bóli landsins, Möðrudal á Fjöllum. Þegar hún fór í grunnskóla á Akureyri fór hún að æfa með Skautafélagi Akureyrar en hefur síðustu ár verið mikið erlendis hjá færum þjálfurum eftir að hæfileikar hennar komu betur í ljós.
Skautaíþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Sjá meira