Til að gæta fyllsta öryggis biðlar Fjarðabyggð því til íbúa að sjóða allt vatn sem ætlað er til neyslu, þar til að endanleg niðurstaða úr mælingum liggur fyrir.
Fjarðabyggð greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrr í dag.
Íbúar á Stöðvarfirði voru síðast beðnir um að sjóða neysluvatn í september síðastliðnum vegna mengunar, en tilmælin stóðu yfir í tæpa viku.