Félagsmiðstöðvar, perlur allra samfélaga Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 09:31 Haustið 1998 fékk ég starf í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirð og ég fann minn vettvang. Sem starfsmaður Vitans fékk ég pláss til að vera ég sjálf og mínir ókostir urðu að kostum. Allar mínar klikkuðu hugmyndir urðu góðar. Öll mín réttlætiskennd fékk útrás, ég fékk listrænt frelsi til að móta allskonar verkefni til að sparka í félagslegt taumhaldið og breyta umræðunni. Ég gat verið eins hávær og ég þurfti, svo hávær að ég endaði í pontu í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Alþingi Íslendinga. Í fyrsta sinn á ævi minni var ég ekki of mikið, ekki of hröð, með of sterkar skoðanir, ekki of mikill gaur, talaði ekki of mikið, tók ekki of mikið pláss, var of frek, of hitt og of þetta. Bara allt sem hægt var að vera ,,of“ sem unglingsstelpa á níunda áratugnum var ég - og er eflaust enn í augum margra - en þarna, var ég bara ég. Ég er með ADHD, en fékk ekki greiningu fyrr en sem fullorðin kona, en hún útskýrir margt. Ég virka ekki í boxum, og hið formlega skólakerfi er ein risastór kassalaga babúska. Fyrsta boxið er aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla, svo er smíðað risa box í formi skólabyggingar og inn í skólanum eru minni box sem eru kennslustofurnar og þar fá nemendur og starfsfólk útprentað A4 blað sem er ekkert nema box í formi stundartöflu. Box í boxi í boxi, í boxi. Mörgum líður vel í slíku umhverfi, mörgum ekki. Félagsmiðstöðvar eru litlir demantar í samfélagi okkar þar sem börn og unglingar koma á eigin forsendum með alla sína kosti, leggja þá á borðið og viðbrögðin sem þau fá frá öllu því fagfólki sem þar starfar eru: ,,Þú ert frábær! Hvað viltu gera við alla þessa hæfileika?“ Við manneskjur þráum nefnilega öll að tilheyra og börn og unglingar þurfa stöðugt að fá viðurkenningu og samþykki frá okkur sem eldri erum. Það er ekkert skrýtið eða krefjandi við það. Þannig erum við öll, mismikið, en þetta er grunnþörf hverrar einnar og einustu þeirra 8.000 milljón manneskja sem anda hér á plánetunni Jörð. Í félagsmiðstöð er pláss, í hjörtum starfsfólks og í húsnæðinu sem henni er úthlutað, fyrir alla og ef það kemur í ljós að það er ekki, er unnið að krafti í að búa það til, í samráði og samstarfi við börnin og unglingana sjálfa. Félagsmiðstöðin er þeirra ,,safe space“ þar sem það er alltaf einhver til staðar til að ræða málin, spegla skoðanir, spegla ákvarðanir, fá aðstoð við að keyra hugmyndir sínar í gegn, fá aðstoð við að fá útrás fyrir allri þeirri sköpunarþörf sem í okkur öllum býr. Í félagsmiðstöðinni eru engin box, nema kannski rýmið sem hún er skilgreind innan en hún er ekki með veggi og allur heimurinn er undir. Í félagsmiðstöðinni eru byltingar plottaðar, tillögur mótaðar, réttlætiskenndinni fullnægt með að vera hreyfiafl breytinga í samfélaginu. Í félagsmiðstöðinni eru engar aðrar reglur nema þær að vera almennileg manneskja og virða pláss annarra og bera virðingu fyrir umhverfinu og fólkinu í því. Vönduð félagsmiðstöð telur aldrei hausana sem í hana mæta, heldur horfir í, hverjir það eru sem eru að mæta. Góð félagsmiðstöð gerir góðan skóla enn betri og Ungmennahús sýna í verki að samfélag þess hefur óbilandi trú á ungu fólki og mikilvægi þeirra. Samfélög sem leggja metnað í félagsmiðstöðvarnar sínar, eru góð samfélög þar sem allir fá að blómstra á eigin forsendum. Í vor eru sveitarstjórnarkosningar, hvet alla til að kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í þeirra sveitarfélagi og einblína sérstaklega á börn og ungt fólk og þann sess sem félagsmiðstöðvar og ungmennahús fá í kosningarloforðum þeirra. Höfundur er deildarstjóri Ungmennahúsa í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 1998 fékk ég starf í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirð og ég fann minn vettvang. Sem starfsmaður Vitans fékk ég pláss til að vera ég sjálf og mínir ókostir urðu að kostum. Allar mínar klikkuðu hugmyndir urðu góðar. Öll mín réttlætiskennd fékk útrás, ég fékk listrænt frelsi til að móta allskonar verkefni til að sparka í félagslegt taumhaldið og breyta umræðunni. Ég gat verið eins hávær og ég þurfti, svo hávær að ég endaði í pontu í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Alþingi Íslendinga. Í fyrsta sinn á ævi minni var ég ekki of mikið, ekki of hröð, með of sterkar skoðanir, ekki of mikill gaur, talaði ekki of mikið, tók ekki of mikið pláss, var of frek, of hitt og of þetta. Bara allt sem hægt var að vera ,,of“ sem unglingsstelpa á níunda áratugnum var ég - og er eflaust enn í augum margra - en þarna, var ég bara ég. Ég er með ADHD, en fékk ekki greiningu fyrr en sem fullorðin kona, en hún útskýrir margt. Ég virka ekki í boxum, og hið formlega skólakerfi er ein risastór kassalaga babúska. Fyrsta boxið er aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla, svo er smíðað risa box í formi skólabyggingar og inn í skólanum eru minni box sem eru kennslustofurnar og þar fá nemendur og starfsfólk útprentað A4 blað sem er ekkert nema box í formi stundartöflu. Box í boxi í boxi, í boxi. Mörgum líður vel í slíku umhverfi, mörgum ekki. Félagsmiðstöðvar eru litlir demantar í samfélagi okkar þar sem börn og unglingar koma á eigin forsendum með alla sína kosti, leggja þá á borðið og viðbrögðin sem þau fá frá öllu því fagfólki sem þar starfar eru: ,,Þú ert frábær! Hvað viltu gera við alla þessa hæfileika?“ Við manneskjur þráum nefnilega öll að tilheyra og börn og unglingar þurfa stöðugt að fá viðurkenningu og samþykki frá okkur sem eldri erum. Það er ekkert skrýtið eða krefjandi við það. Þannig erum við öll, mismikið, en þetta er grunnþörf hverrar einnar og einustu þeirra 8.000 milljón manneskja sem anda hér á plánetunni Jörð. Í félagsmiðstöð er pláss, í hjörtum starfsfólks og í húsnæðinu sem henni er úthlutað, fyrir alla og ef það kemur í ljós að það er ekki, er unnið að krafti í að búa það til, í samráði og samstarfi við börnin og unglingana sjálfa. Félagsmiðstöðin er þeirra ,,safe space“ þar sem það er alltaf einhver til staðar til að ræða málin, spegla skoðanir, spegla ákvarðanir, fá aðstoð við að keyra hugmyndir sínar í gegn, fá aðstoð við að fá útrás fyrir allri þeirri sköpunarþörf sem í okkur öllum býr. Í félagsmiðstöðinni eru engin box, nema kannski rýmið sem hún er skilgreind innan en hún er ekki með veggi og allur heimurinn er undir. Í félagsmiðstöðinni eru byltingar plottaðar, tillögur mótaðar, réttlætiskenndinni fullnægt með að vera hreyfiafl breytinga í samfélaginu. Í félagsmiðstöðinni eru engar aðrar reglur nema þær að vera almennileg manneskja og virða pláss annarra og bera virðingu fyrir umhverfinu og fólkinu í því. Vönduð félagsmiðstöð telur aldrei hausana sem í hana mæta, heldur horfir í, hverjir það eru sem eru að mæta. Góð félagsmiðstöð gerir góðan skóla enn betri og Ungmennahús sýna í verki að samfélag þess hefur óbilandi trú á ungu fólki og mikilvægi þeirra. Samfélög sem leggja metnað í félagsmiðstöðvarnar sínar, eru góð samfélög þar sem allir fá að blómstra á eigin forsendum. Í vor eru sveitarstjórnarkosningar, hvet alla til að kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í þeirra sveitarfélagi og einblína sérstaklega á börn og ungt fólk og þann sess sem félagsmiðstöðvar og ungmennahús fá í kosningarloforðum þeirra. Höfundur er deildarstjóri Ungmennahúsa í Hafnarfirði.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun