Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 15:31 Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu er reglulega gestur á FM957. Aðsent „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. Því yngri sem börn eru, því meiri svefn þurfa þau. Að sögn Ásgerðar þurfa ungabörn á aldrinum 0-3 mánaða 14-17 tíma svefn. Börn á aldrinum 4-11 mánaða þurfa 12-15 tíma svefn og leikskólabörn á aldrinum 1-5 ára þurfa 11-13 tíma svefn. Þá ættu grunnskólabörn á aldrinum 6-13 ára að sofa í 9-11 tíma. „Rútínan skiptir alveg gríðarlega miklu máli og þarna er þetta líka bara svolítið undir okkur fullorðna fólkinu komið. Við þurfum að setja þeim tíma. Ef börnin fengju að ráða þá færu þau bara að sofa þegar þeim sýndist,“ segir Ásgerður. Hún segir ýmislegt geta haft áhrif á svefntíma barna en þar beri helst að nefna snjalltækin. „Það eru auðvitað bara snjallsímatækin sem eru að ræna börnin okkar svefninum.“ Hún nefnir þó einnig sjónvarpsáhorf og matarræði sem áhrifavalda. Það sé því hlutverk fullorðna fólksins að setja upp rútínu fyrir börnin sem stuðli að heilbrigðum svefntíma. „Við þurfum auðvitað bara að setja börnunum ramma. Það er bara farið upp í rúm klukkan níu, fjarlægja öll snjalltæki. Þau eru öll hlaðin bara frammi en eru ekki inni í herbergi hjá börnunum. Tölvunotkun þarf auðvitað bara að stilla í hóf og setja á einhvern lás eftir x langan tíma.“ Þá hefur hún sérstakar áhyggjur af ungmennum á aldrinum 14-17 ára sem ættu að vera að fá 8-10 tíma svefn. „Ég veit svo mýmörg dæmi þess að þessi aldurshópur er kannski að sofa 4-5 tíma. Uppsöfnuð svefnvöntun hjá þessum aldurshópi er gríðarleg og hefur svo skelfileg áhrif á líðan þessa barna,“ en svefnleysið getur einnig komið niður á frammistöðu þeirra. Áhugasamir geta lesið sig frekar til um æskilegan svefntíma barna hér. Hér að neðan má hlusta á Heilsumínútu með Ásgerði Guðmunds. Börn og uppeldi Svefn Tengdar fréttir Mælir með því að fólk leyfi öðrum að versla í matinn fyrir sig „Streita er viðbrögð fólks við áreiti og álagi. Það fyrsta sem við þurfum að hugsa um eru venjur, hvaða venjur eru í lífi okkar?“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Hún var í viðtali hjá Ósk Gunnars á FM957 og gaf þar nokkur góð ráð varðandi streitu. 19. október 2021 09:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Því yngri sem börn eru, því meiri svefn þurfa þau. Að sögn Ásgerðar þurfa ungabörn á aldrinum 0-3 mánaða 14-17 tíma svefn. Börn á aldrinum 4-11 mánaða þurfa 12-15 tíma svefn og leikskólabörn á aldrinum 1-5 ára þurfa 11-13 tíma svefn. Þá ættu grunnskólabörn á aldrinum 6-13 ára að sofa í 9-11 tíma. „Rútínan skiptir alveg gríðarlega miklu máli og þarna er þetta líka bara svolítið undir okkur fullorðna fólkinu komið. Við þurfum að setja þeim tíma. Ef börnin fengju að ráða þá færu þau bara að sofa þegar þeim sýndist,“ segir Ásgerður. Hún segir ýmislegt geta haft áhrif á svefntíma barna en þar beri helst að nefna snjalltækin. „Það eru auðvitað bara snjallsímatækin sem eru að ræna börnin okkar svefninum.“ Hún nefnir þó einnig sjónvarpsáhorf og matarræði sem áhrifavalda. Það sé því hlutverk fullorðna fólksins að setja upp rútínu fyrir börnin sem stuðli að heilbrigðum svefntíma. „Við þurfum auðvitað bara að setja börnunum ramma. Það er bara farið upp í rúm klukkan níu, fjarlægja öll snjalltæki. Þau eru öll hlaðin bara frammi en eru ekki inni í herbergi hjá börnunum. Tölvunotkun þarf auðvitað bara að stilla í hóf og setja á einhvern lás eftir x langan tíma.“ Þá hefur hún sérstakar áhyggjur af ungmennum á aldrinum 14-17 ára sem ættu að vera að fá 8-10 tíma svefn. „Ég veit svo mýmörg dæmi þess að þessi aldurshópur er kannski að sofa 4-5 tíma. Uppsöfnuð svefnvöntun hjá þessum aldurshópi er gríðarleg og hefur svo skelfileg áhrif á líðan þessa barna,“ en svefnleysið getur einnig komið niður á frammistöðu þeirra. Áhugasamir geta lesið sig frekar til um æskilegan svefntíma barna hér. Hér að neðan má hlusta á Heilsumínútu með Ásgerði Guðmunds.
Börn og uppeldi Svefn Tengdar fréttir Mælir með því að fólk leyfi öðrum að versla í matinn fyrir sig „Streita er viðbrögð fólks við áreiti og álagi. Það fyrsta sem við þurfum að hugsa um eru venjur, hvaða venjur eru í lífi okkar?“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Hún var í viðtali hjá Ósk Gunnars á FM957 og gaf þar nokkur góð ráð varðandi streitu. 19. október 2021 09:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Mælir með því að fólk leyfi öðrum að versla í matinn fyrir sig „Streita er viðbrögð fólks við áreiti og álagi. Það fyrsta sem við þurfum að hugsa um eru venjur, hvaða venjur eru í lífi okkar?“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Hún var í viðtali hjá Ósk Gunnars á FM957 og gaf þar nokkur góð ráð varðandi streitu. 19. október 2021 09:01