Lýsa upp Skagafjörðinn til minningar um Erlu Björk Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. nóvember 2021 13:00 Nemendafélag Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra: Helena Erla Árnadóttir, Krista Sól Nielsen, Dagný Erla Gunnarsdóttir, Herdís Eir Sveinsdóttir, Berglind Gísladóttir, Óskar Aron Stefánsson og Jón Daníel Jóhannsson Mynd/Aðsend Íbúar í Skagafirði munu í kvöld tendra ljós til minningar um Erlu Björk Helgadóttur, íbúa á Sauðárkróki, sem var bráðkvödd fyrr í mánuðinum. Nemendafélag Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra stendur fyrir viðburðinum. Formaður nemendafélagsins segir að þau vilji votta Erlu og fjölskyldu hennar virðingu sína með því að lýsa upp fjörðinn. Erla Björk var bráðkvödd á heimili sínu þann 2. nóvember síðastliðinn en hún hefði orðið fertug í dag. Hún lét eftir sig eiginmann og fjögur börn. Helena Erla Árnadóttir, formaður nemendafélagsins í Fjölbrautarskólanum á Norðurlandi vestra, segir fréttirnar af andláti Erlu hafa verið áfall fyrir samfélagið en nemendafélagið fór strax að huga að leiðum til að minnast Erlu. „Við fengum þessa hugmynd því það er sem sagt árlegur ljósadagur þar sem við tendrum kerti fyrir hin látnu í Skagafirði,“ segir Helena. Erla starfaði í Varmahlíðarskóla en átti son í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og var þar í foreldrafélaginu. Þannig átti hún í miklum samskiptum við Helenu og aðra í nemendafélaginu. „Þegar við fengum þessar fréttir þá ákváðum við að halda aðeins fund og finna leið til að geta gert eitthvað fyrir fjölskylduna og okkur datt þetta í hug, því hún átti að eiga afmæli í dag,“ segir Helena. „Okkur datt í hug að hafa eitthvað sem við gætum fengið sem flesta í til að votta virðingu okkar til Erlu og sýna stuðning við fjölskylduna,“ segir hún enn fremur. Helena segir alla sem vilja geta tekið þátt í viðburðinum, hvort sem það er á Skagafirði eða annars staðar. „Þetta er sem sagt bara að kaupa útikerti og setja það fyrir framan húsið hjá sér þannig að allt lýsi upp, allur bærinn og helst allur fjörðurinn. En við hvetjum bara alla til að taka þátt, þótt það sé ekki í Skagafirði,“ segir Helena en viðburðurinn hefst klukkan átta í kvöld. Andlát Skagafjörður Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Erla Björk var bráðkvödd á heimili sínu þann 2. nóvember síðastliðinn en hún hefði orðið fertug í dag. Hún lét eftir sig eiginmann og fjögur börn. Helena Erla Árnadóttir, formaður nemendafélagsins í Fjölbrautarskólanum á Norðurlandi vestra, segir fréttirnar af andláti Erlu hafa verið áfall fyrir samfélagið en nemendafélagið fór strax að huga að leiðum til að minnast Erlu. „Við fengum þessa hugmynd því það er sem sagt árlegur ljósadagur þar sem við tendrum kerti fyrir hin látnu í Skagafirði,“ segir Helena. Erla starfaði í Varmahlíðarskóla en átti son í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og var þar í foreldrafélaginu. Þannig átti hún í miklum samskiptum við Helenu og aðra í nemendafélaginu. „Þegar við fengum þessar fréttir þá ákváðum við að halda aðeins fund og finna leið til að geta gert eitthvað fyrir fjölskylduna og okkur datt þetta í hug, því hún átti að eiga afmæli í dag,“ segir Helena. „Okkur datt í hug að hafa eitthvað sem við gætum fengið sem flesta í til að votta virðingu okkar til Erlu og sýna stuðning við fjölskylduna,“ segir hún enn fremur. Helena segir alla sem vilja geta tekið þátt í viðburðinum, hvort sem það er á Skagafirði eða annars staðar. „Þetta er sem sagt bara að kaupa útikerti og setja það fyrir framan húsið hjá sér þannig að allt lýsi upp, allur bærinn og helst allur fjörðurinn. En við hvetjum bara alla til að taka þátt, þótt það sé ekki í Skagafirði,“ segir Helena en viðburðurinn hefst klukkan átta í kvöld.
Andlát Skagafjörður Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent