Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2021 13:51 Davíð Helgason, einn stofnenda Unity Technology, og Peter Jackson, einn stofnenda Weta. Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. Unity Technologies var stofnað af Davíð Helgasyni, Joachim Ante og Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð situr nú í stjórn Unity. Sjá einnig: Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins 275 starfsmenn Weta munu færa sig yfir til Unity auk fjölmargra hugbúnaðartóla fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu frá Unity og Weta. Þeir starfsmenn Weta Digital sem vinna við gerð tæknibrellna fyrir kvikmyndir munu starfa hjá Weta VFX, nýju fyrirtæki sem Jakcson mun áfram eiga meirihluta í. Verðmiði kaupanna er 1,6 milljarðar dala sem samsvarar meira en tvö hundruð milljörðum króna, lauslega reiknað. Greitt verður fyrir kaupin með peningum og hlutafé. Búist er við því að samningar náist fyrir árslok. Haft er eftir Peter Jackson í tilkynningunni að forrit og tól Weta Digital hafi gefið fólki tækifæri á að gefa heimum og skepnum sem lifi í ímyndunarafli fólks líf. Saman muni Unity og Weta gera miklar og jákvæðar breytingar á starfsumhverfi listamanna í öllum geirum. Tæknimiðillinn The Verge segir kaupsamninginn til marks um vilja forsvarsmanna Unity til að keppa við Epic Games, sem framleiðir Unreal-grafíkvélina. Sú vél nýtur mikilla vinsælda og er notuð víða um heim. Meðal annars við tökur Mandalorian þáttanna. Tækni Bíó og sjónvarp Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Unity Technologies var stofnað af Davíð Helgasyni, Joachim Ante og Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð situr nú í stjórn Unity. Sjá einnig: Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins 275 starfsmenn Weta munu færa sig yfir til Unity auk fjölmargra hugbúnaðartóla fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu frá Unity og Weta. Þeir starfsmenn Weta Digital sem vinna við gerð tæknibrellna fyrir kvikmyndir munu starfa hjá Weta VFX, nýju fyrirtæki sem Jakcson mun áfram eiga meirihluta í. Verðmiði kaupanna er 1,6 milljarðar dala sem samsvarar meira en tvö hundruð milljörðum króna, lauslega reiknað. Greitt verður fyrir kaupin með peningum og hlutafé. Búist er við því að samningar náist fyrir árslok. Haft er eftir Peter Jackson í tilkynningunni að forrit og tól Weta Digital hafi gefið fólki tækifæri á að gefa heimum og skepnum sem lifi í ímyndunarafli fólks líf. Saman muni Unity og Weta gera miklar og jákvæðar breytingar á starfsumhverfi listamanna í öllum geirum. Tæknimiðillinn The Verge segir kaupsamninginn til marks um vilja forsvarsmanna Unity til að keppa við Epic Games, sem framleiðir Unreal-grafíkvélina. Sú vél nýtur mikilla vinsælda og er notuð víða um heim. Meðal annars við tökur Mandalorian þáttanna.
Tækni Bíó og sjónvarp Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira