Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2021 11:55 Samkvæmt heimildum fréttastofu er vinna við nýjan stjórnarsáttmála langt komin og gæti klárast um næstu helgi. Enn hafa formenn flokkanna þó ekki rætt skiptingu ráðherraembætta eða mögulega fjölgun ráðherra. vísir/vilhelm Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tiu í morgun og er reiknað með að fundurinn standi til klukkan þrjú í dag. Hvað sem öllu líður verður Alþingi samkvæmt stjórnarskrá að koma saman eigi síðar en 3. desember (4. desember er laugardagur) þegar tíu vikur verða liðnar frá alþingiskosningunum hinn 25. september. Staðan er hins vegar mjög flókin hvað boðun þings og kynningu á nýrri ríkisstjórn varðar. Í megindráttum getur undirbúningskjörbréfanefndin komist að þrenns konar niðurstöðu. Í fyrsta lagi að gefa skuli út kjörbréf í Norðvesturkjördæmi á grundvelli fyrstu talningar, annarar talningar eða í þriðja lagi að boðað skuli til uppkosningar í kjördæminu. Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun. Á fundinum verður ákveðið hvort nefndin fari í aðra vettvangsrannsókn á talningarstað í Norðvesturkjördæmi á hótel Borgarfirði.vísir/egill Um leið og undirbúningsnefndin hefur skilað af sér verður Alþingi kallað saman til að kjósa fulltrúa í hina raunverulegu kjörbréfanefnd sem reiknað er með að verði skipuð sömu fulltrúum og undirbúningsnefndin. Hún mun þurfa nokkra daga til að fara yfir málin og er gengið út frá að gert hlé á þingfundi á meðan. Það hefur einnig með fjárlagafrumvarp að gera sem leggja þarf fram á fyrsta þingfundi samkvæmt lögum. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun það taka tíu daga til hálfan mánuð að ganga frá fjárlagafrumvarpi til birtingar. En þegar hér er komið við sögu skiptir máli hvaða niðurstöðu undirbúningskjörbréfanefndin og í framhaldinu kjörbréfanefndin kemst að. Verði það niðurstaða nefndarinnar að boða til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi munu þingmenn úr öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi greiða atkvæði um þá tillögu, eða 47 þingmenn af sextíu og þremur. Samþykki þingið uppkosninguna er talið að hún geti farið fram um tíu dögum frá því ákvörðun liggur fyrir. Þá yrðu sömu listar og frambjóðendur í boði og stuðst yrði viðsömu kjörskrá og í kosningunum 25. september. Eftir það yrði sennilega lagt fram fjárlagafrumvarp af þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Ef Alþingi fengi málið í sínar hendur næst komandi mánudag og tæki sér þrjá daga til að yfirfara málið og niðurstaðan yrði sú sem nefnd er hér að framan gæti uppkosningin farið fram laugardaginn 27. nóvember. Hún gæti breytt eitthvað fyrri kosningaúrslitum en varla nóg til þess að hafa meirihlutann á þingi af ríkisstjórninni. Þegar úrslit lægju fyrir myndu stjórnarflokkarnir væntanlega fljótlega kynna nýja ríkisstjórn. Ef annað hvort upprunalega talningin eða endurtalningin yrði aftur á móti látin standa gæti sú niðurstaða legið fyrir áður en næsta vika er liðin. Þá yrði ný ríkisstjórn og stjórnarsáttmáli væntanlega kynnt í lok næstu viku. Hver sem niðurstaðan verður má síðan fastlega reikna meðað málið verði sent til Mannréttindadómstóls Evrópu. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58 Sex vikur frá kosningum og til umræðu að fara í aðra vettvangsferð í Borgarnes Möguleikinn á annarri vettvangsferð til Borgarness til að rannsaka flokkun kjörseðlanna enn betur er nú til umræðu á fundi undirbúningskjörbréfanefndar. Ákvörðunar um hana má vænta þegar fundinum lýkur seinni partinn í dag. 9. nóvember 2021 12:06 Bíða með myndun ríkisstjórnar á meðan möguleiki á uppkosningu sé fyrir hendi Forsætisráðherra segir að fræðilegur möguleiki sé á að grípa þurfi til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi og því sé rétt að bíða með að kynna nýja ríkisstjórn þar til undirbúningskjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Hins vegar sé vinna hafin við að skrifa nýjan stjórnarsáttmála. 7. nóvember 2021 19:00 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tiu í morgun og er reiknað með að fundurinn standi til klukkan þrjú í dag. Hvað sem öllu líður verður Alþingi samkvæmt stjórnarskrá að koma saman eigi síðar en 3. desember (4. desember er laugardagur) þegar tíu vikur verða liðnar frá alþingiskosningunum hinn 25. september. Staðan er hins vegar mjög flókin hvað boðun þings og kynningu á nýrri ríkisstjórn varðar. Í megindráttum getur undirbúningskjörbréfanefndin komist að þrenns konar niðurstöðu. Í fyrsta lagi að gefa skuli út kjörbréf í Norðvesturkjördæmi á grundvelli fyrstu talningar, annarar talningar eða í þriðja lagi að boðað skuli til uppkosningar í kjördæminu. Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun. Á fundinum verður ákveðið hvort nefndin fari í aðra vettvangsrannsókn á talningarstað í Norðvesturkjördæmi á hótel Borgarfirði.vísir/egill Um leið og undirbúningsnefndin hefur skilað af sér verður Alþingi kallað saman til að kjósa fulltrúa í hina raunverulegu kjörbréfanefnd sem reiknað er með að verði skipuð sömu fulltrúum og undirbúningsnefndin. Hún mun þurfa nokkra daga til að fara yfir málin og er gengið út frá að gert hlé á þingfundi á meðan. Það hefur einnig með fjárlagafrumvarp að gera sem leggja þarf fram á fyrsta þingfundi samkvæmt lögum. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun það taka tíu daga til hálfan mánuð að ganga frá fjárlagafrumvarpi til birtingar. En þegar hér er komið við sögu skiptir máli hvaða niðurstöðu undirbúningskjörbréfanefndin og í framhaldinu kjörbréfanefndin kemst að. Verði það niðurstaða nefndarinnar að boða til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi munu þingmenn úr öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi greiða atkvæði um þá tillögu, eða 47 þingmenn af sextíu og þremur. Samþykki þingið uppkosninguna er talið að hún geti farið fram um tíu dögum frá því ákvörðun liggur fyrir. Þá yrðu sömu listar og frambjóðendur í boði og stuðst yrði viðsömu kjörskrá og í kosningunum 25. september. Eftir það yrði sennilega lagt fram fjárlagafrumvarp af þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Ef Alþingi fengi málið í sínar hendur næst komandi mánudag og tæki sér þrjá daga til að yfirfara málið og niðurstaðan yrði sú sem nefnd er hér að framan gæti uppkosningin farið fram laugardaginn 27. nóvember. Hún gæti breytt eitthvað fyrri kosningaúrslitum en varla nóg til þess að hafa meirihlutann á þingi af ríkisstjórninni. Þegar úrslit lægju fyrir myndu stjórnarflokkarnir væntanlega fljótlega kynna nýja ríkisstjórn. Ef annað hvort upprunalega talningin eða endurtalningin yrði aftur á móti látin standa gæti sú niðurstaða legið fyrir áður en næsta vika er liðin. Þá yrði ný ríkisstjórn og stjórnarsáttmáli væntanlega kynnt í lok næstu viku. Hver sem niðurstaðan verður má síðan fastlega reikna meðað málið verði sent til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58 Sex vikur frá kosningum og til umræðu að fara í aðra vettvangsferð í Borgarnes Möguleikinn á annarri vettvangsferð til Borgarness til að rannsaka flokkun kjörseðlanna enn betur er nú til umræðu á fundi undirbúningskjörbréfanefndar. Ákvörðunar um hana má vænta þegar fundinum lýkur seinni partinn í dag. 9. nóvember 2021 12:06 Bíða með myndun ríkisstjórnar á meðan möguleiki á uppkosningu sé fyrir hendi Forsætisráðherra segir að fræðilegur möguleiki sé á að grípa þurfi til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi og því sé rétt að bíða með að kynna nýja ríkisstjórn þar til undirbúningskjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Hins vegar sé vinna hafin við að skrifa nýjan stjórnarsáttmála. 7. nóvember 2021 19:00 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58
Sex vikur frá kosningum og til umræðu að fara í aðra vettvangsferð í Borgarnes Möguleikinn á annarri vettvangsferð til Borgarness til að rannsaka flokkun kjörseðlanna enn betur er nú til umræðu á fundi undirbúningskjörbréfanefndar. Ákvörðunar um hana má vænta þegar fundinum lýkur seinni partinn í dag. 9. nóvember 2021 12:06
Bíða með myndun ríkisstjórnar á meðan möguleiki á uppkosningu sé fyrir hendi Forsætisráðherra segir að fræðilegur möguleiki sé á að grípa þurfi til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi og því sé rétt að bíða með að kynna nýja ríkisstjórn þar til undirbúningskjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Hins vegar sé vinna hafin við að skrifa nýjan stjórnarsáttmála. 7. nóvember 2021 19:00