Sport

Dagskráin í dag: Tvíhöfði á Hlíðarenda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valsmenn taka á móti FH í Olís-deild karla í kvöld.
Valsmenn taka á móti FH í Olís-deild karla í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Sportið hefur heldur hægt um sig þessa dagana, en þó má finna fimm beinar útsendingar á Sportrásum Stöðvar 2 í dag. Þar á meðal eru þrír leikir í Olís-deildunum í handbolta og tveir þeirra fara fram á Hlíðarenda.

Morgunhanar fá eitthvaðð fyrir sinn snúð en nú klukkan 06:00 hófst útsending frá Women’s Amateur Asia-Pacific Championship á Stöð 2 Golf.

Golfið heldur svo áfram á sömu rás klukkan 10:55 þegar Aramco Team Series - Jeddah er á dagskrá, en það er hluti af LET-mótaröðinni.

Klukkan 17:50 hefst útsending frá Kópavogi þar sem að nýliðar HK taka á móti Selfyssingum í Olís-deild karla á Stöð 2 Sport 4.

Tíu mínútum síðar, eða klukkan 18:00, hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Valskonur taka á móti ÍBV í Olís-deild kvenna á Stöð 2 Sport. Það er svo algjör óþarfi að skipta um rás að þeim leik loknum því klukkan 20:15 hefst útsending frá leik Vals og FH í Olís-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×