Leikskólakennarar fjórðungur starfsmanna leikskóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2021 09:26 Vísir/Rakel Í desember 2020 voru 1.628 leikskólakennarar starfandi í leikskólum á Íslandi en það jafngildir 25,7 prósentum starfsfólks sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna. Um 1.227 starfsmenn sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna hafa lokið annarri uppeldismenntun, til dæmis grunnskólakennaranámi, þroskaþjálfun, diplómanámi í leikskólafræðum eða leikskólaliðanámi. Töluverð fjölgun hefur orðið í þessum hóp síðustu ár, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Um 55 prósent starfsmanna leikskóla var ófaglærður. Starfsmenn leikskóla í desember árið 2020 voru 6.777 talsins og hafði fjölgað um 5,7 prósent frá fyrr ári. Leikskólabörnum fjölgaði um 0,7 prósent. Stöðugildi voru 5.898 og hafði fjölgað um 5 prósent. Eftirfarandi kemur einnig fram á vef Hagstofunnar: Minni starfsmannavelta Starfsmannavelta í leikskólum á milli áranna 2019 og 2020 var 20% og hefur ekki verið minni frá því að Hagstofan hóf að birta gögn um starfsfólk í leikskólum árið 1999. Eru þá bornir saman þeir starfsmenn sem störfuðu í leikskólum þann 1. desember 2019 og voru enn við störf á sama tíma árið 2020. Undanfarin ár hefur starfsmannaveltan verið 23-27% á milli ára. Fleiri eldri leikskólakennarar Tæplega fimmtungur leikskólakennara (18,5%) var 60 ára og eldri og hafði leikskólakennurum á þessum aldri fjölgað meira en leikskólakennurum í yngri aldurshópunum. Tæpur fimmtungur leikskólakennara var undir fertugu (19,2%) en rúm 62% leikskólakennara voru á aldrinum 40-59 ára. Sé horft til allra starfsmanna leikskóla voru leikskólakennarar meira en helmingur allra starfsmanna leikskóla sem voru 60 ára og eldri en þeir voru innan við fimmtungur starfsfólks á aldrinum 30-39 ára og enn lægra hlutfall yngra starfsfólks. Aldrei hafa fleiri karlar starfað á leikskólum Karlkyns starfsmenn í leikskólum voru 546 í desember 2020, eða 8,1% starfsfólks, og hafa aldrei verið fleiri. Karlkyns starfsmönnum fjölgaði um 18,2% frá desember 2019. 261 leikskóli starfandi Í desember 2020 var 261 leikskóli starfandi sem er fjölgun um þrjá frá fyrra ári. Sveitarfélögin ráku 217 leikskóla en 44 leikskólar voru reknir af öðrum aðilum. Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira
Um 1.227 starfsmenn sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna hafa lokið annarri uppeldismenntun, til dæmis grunnskólakennaranámi, þroskaþjálfun, diplómanámi í leikskólafræðum eða leikskólaliðanámi. Töluverð fjölgun hefur orðið í þessum hóp síðustu ár, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Um 55 prósent starfsmanna leikskóla var ófaglærður. Starfsmenn leikskóla í desember árið 2020 voru 6.777 talsins og hafði fjölgað um 5,7 prósent frá fyrr ári. Leikskólabörnum fjölgaði um 0,7 prósent. Stöðugildi voru 5.898 og hafði fjölgað um 5 prósent. Eftirfarandi kemur einnig fram á vef Hagstofunnar: Minni starfsmannavelta Starfsmannavelta í leikskólum á milli áranna 2019 og 2020 var 20% og hefur ekki verið minni frá því að Hagstofan hóf að birta gögn um starfsfólk í leikskólum árið 1999. Eru þá bornir saman þeir starfsmenn sem störfuðu í leikskólum þann 1. desember 2019 og voru enn við störf á sama tíma árið 2020. Undanfarin ár hefur starfsmannaveltan verið 23-27% á milli ára. Fleiri eldri leikskólakennarar Tæplega fimmtungur leikskólakennara (18,5%) var 60 ára og eldri og hafði leikskólakennurum á þessum aldri fjölgað meira en leikskólakennurum í yngri aldurshópunum. Tæpur fimmtungur leikskólakennara var undir fertugu (19,2%) en rúm 62% leikskólakennara voru á aldrinum 40-59 ára. Sé horft til allra starfsmanna leikskóla voru leikskólakennarar meira en helmingur allra starfsmanna leikskóla sem voru 60 ára og eldri en þeir voru innan við fimmtungur starfsfólks á aldrinum 30-39 ára og enn lægra hlutfall yngra starfsfólks. Aldrei hafa fleiri karlar starfað á leikskólum Karlkyns starfsmenn í leikskólum voru 546 í desember 2020, eða 8,1% starfsfólks, og hafa aldrei verið fleiri. Karlkyns starfsmönnum fjölgaði um 18,2% frá desember 2019. 261 leikskóli starfandi Í desember 2020 var 261 leikskóli starfandi sem er fjölgun um þrjá frá fyrra ári. Sveitarfélögin ráku 217 leikskóla en 44 leikskólar voru reknir af öðrum aðilum.
Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira