Opin spurning til ríkisstjórnarinnar: „Hafið þið hugleitt það að byggja barnafangelsi?“ Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 07:31 Hvað þarf til þess að þið vaknið kæra fólk? Þarf barn að láta lífið í skólakerfinu til þess að þið skiljið alvarleikann? Ykkur finnst kannski fjarstæða að slíkt gæti gerst á litla Íslandi, en hér fjallar ABC fréttastofan um nokkur tilfelli þar sem börn létu lífið eftir að vera þvinguð í gólfið af starfsmönnum skóla. Í gærkveldi kom íslensk móðir fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og greindi frá því að barnið hennar hefði lent í nákvæmlega svona taki hjá starfsmanni í Gerðaskóla. Þessi móðir kærði viðkomandi starfsmann til lögreglu, en nú tæpu ári síðar er málið enn í rannsókn og starfsmaðurinn enn við vinnu! Frá því í vor hefur verið vakin talsverð athygli á vanrækslu barna með sérþarfir í íslensku skólakerfi. Í ágúst hélt ÖBÍ blaðamannafund þar sem tilkynnt var um yfirvofandi málsókn vegna slíkrar vanrækslu. Í október bárust fréttir af því að Umboðsmaður Alþingis hefði óskað eftir upplýsingum um vistun nemenda í sérstökum rýmum. Hann bendir á að það þurfi lagaheimild til að svipta barn frelsi, að málið sé tekið alvarlega og að hann telji þörf á að bregðast við. Í byrjun mánaðarins bárust fréttir af því að starfsmenn skóla á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið kærðir til lögreglu í kjölfar þess að hafa læst 8 ára gamalt barn eitt inni í herbergi í 25 mínútur. Á sama tíma sitjið þið, æðsta framkvæmdarvald landsins og horfið þögul á. Eins og málið sé ykkur algjörlega óviðkomandi. Má skilja það sem svo að þið séuð hlynnt því að börn séu tekin fangataki og læst ein inni í herbergjum? Hvað á að gera gætu einhverjir sagt? Því mörg málanna eru sannarlega alvarleg eins og við sáum í fréttum í gær þegar nemandi í Valhúsaskóla otaði hníf úr matsal skólans að öðrum nemanda. Hefði ekki verið best að loka þennan nemenda inni? NEI, því þá gerum við hann enn reiðari, aukum enn frekar vantraust á starfsfólki, samfélaginu, lífinu…það væri þjarmað að honum þannig að hann tæki mjög líklega enn beittari hníf næst þegar hann lætur til skarar skríða, og það er nú ekki það sem samfélagið vill. Hvað þá? Væri kannski ráð að byggja barnafangelsi þannig að svona nemendur geti ekki náð í beittasta hnífinn næst? Þannig að það verði ekkert „næst“? Sameina alla þessa fangaklefa sem virðast vera að spretta upp í mörgum skólum undir eitt og sama þakið? Loka bara litlu skæruliðana inni þar til þeir fullorðnast og komast inn á Hraunið? „School to prison pipeline“ eins og vinir okkar vestan hafs orða það? Eða væri kannski leið að grípa inn í áður en hlutirnir þróast á þennan veg? Barn mætir nefnilega ekki í fyrsta bekk og byrjar að ógna samnemendum eða ráðast á kennara. Eitthvað mikið hefur gengið á áður en það gerist. Hvernig væri að bregðast við um leið og við verðum þess vör í stað þess að foreldrar þurfi að berjast við kerfið og úrelt viðhorf og fá svo skömm fyrir lélegt uppeldi þegar ofbeldi meðal ungmenna eykst? Hvernig væri að hafa fagaðila í skólum til þess að takast á við svona uppákomur? Þið og forverar ykkar hafið unnið í því síðustu ár að láta rannsaka aðbúnað barna og fatlaðra einstaklinga á vistheimilum síðustu aldar. Þið settuð á lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn. En á sama tíma hafið þið umbylt menntakerfinu með skóla án aðgreiningar og þar með skellt fötluðum börnum og öðrum börnum með sérþarfir í hendurnar á starfsfólki sem hvorki hefur reynslu né þekkingu til þess að takast á við vanda þessara barna! Svo heyrið þið ekki ákallið þegar sýður upp úr! Þið hreinsið upp „skítinn“ á einum stað en á sama tíma leyfið þið honum að safnast upp á öðrum stað! Er það kannski einhver sér íslensk leið? Brjóta á fólki og setja svo rannsóknarnefnd af stað og greiða sanngirnisbætur? Munum við í framtíðinni fá að sjá nefnd til þess að rannsaka aðstæður og aðbúnað barna með sérþarfir í íslensku skólakerfi? Ég óska hér opinberlega eftir því að þið, ráðherrarnir okkar, æðsta framkvæmdarvaldið okkar, tjáið ykkur um þessi mál og beitið ykkur fyrir því að ástandið lagist. Þetta er óboðlegt fyrir alla! Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Réttindi barna Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Sjá meira
Hvað þarf til þess að þið vaknið kæra fólk? Þarf barn að láta lífið í skólakerfinu til þess að þið skiljið alvarleikann? Ykkur finnst kannski fjarstæða að slíkt gæti gerst á litla Íslandi, en hér fjallar ABC fréttastofan um nokkur tilfelli þar sem börn létu lífið eftir að vera þvinguð í gólfið af starfsmönnum skóla. Í gærkveldi kom íslensk móðir fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og greindi frá því að barnið hennar hefði lent í nákvæmlega svona taki hjá starfsmanni í Gerðaskóla. Þessi móðir kærði viðkomandi starfsmann til lögreglu, en nú tæpu ári síðar er málið enn í rannsókn og starfsmaðurinn enn við vinnu! Frá því í vor hefur verið vakin talsverð athygli á vanrækslu barna með sérþarfir í íslensku skólakerfi. Í ágúst hélt ÖBÍ blaðamannafund þar sem tilkynnt var um yfirvofandi málsókn vegna slíkrar vanrækslu. Í október bárust fréttir af því að Umboðsmaður Alþingis hefði óskað eftir upplýsingum um vistun nemenda í sérstökum rýmum. Hann bendir á að það þurfi lagaheimild til að svipta barn frelsi, að málið sé tekið alvarlega og að hann telji þörf á að bregðast við. Í byrjun mánaðarins bárust fréttir af því að starfsmenn skóla á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið kærðir til lögreglu í kjölfar þess að hafa læst 8 ára gamalt barn eitt inni í herbergi í 25 mínútur. Á sama tíma sitjið þið, æðsta framkvæmdarvald landsins og horfið þögul á. Eins og málið sé ykkur algjörlega óviðkomandi. Má skilja það sem svo að þið séuð hlynnt því að börn séu tekin fangataki og læst ein inni í herbergjum? Hvað á að gera gætu einhverjir sagt? Því mörg málanna eru sannarlega alvarleg eins og við sáum í fréttum í gær þegar nemandi í Valhúsaskóla otaði hníf úr matsal skólans að öðrum nemanda. Hefði ekki verið best að loka þennan nemenda inni? NEI, því þá gerum við hann enn reiðari, aukum enn frekar vantraust á starfsfólki, samfélaginu, lífinu…það væri þjarmað að honum þannig að hann tæki mjög líklega enn beittari hníf næst þegar hann lætur til skarar skríða, og það er nú ekki það sem samfélagið vill. Hvað þá? Væri kannski ráð að byggja barnafangelsi þannig að svona nemendur geti ekki náð í beittasta hnífinn næst? Þannig að það verði ekkert „næst“? Sameina alla þessa fangaklefa sem virðast vera að spretta upp í mörgum skólum undir eitt og sama þakið? Loka bara litlu skæruliðana inni þar til þeir fullorðnast og komast inn á Hraunið? „School to prison pipeline“ eins og vinir okkar vestan hafs orða það? Eða væri kannski leið að grípa inn í áður en hlutirnir þróast á þennan veg? Barn mætir nefnilega ekki í fyrsta bekk og byrjar að ógna samnemendum eða ráðast á kennara. Eitthvað mikið hefur gengið á áður en það gerist. Hvernig væri að bregðast við um leið og við verðum þess vör í stað þess að foreldrar þurfi að berjast við kerfið og úrelt viðhorf og fá svo skömm fyrir lélegt uppeldi þegar ofbeldi meðal ungmenna eykst? Hvernig væri að hafa fagaðila í skólum til þess að takast á við svona uppákomur? Þið og forverar ykkar hafið unnið í því síðustu ár að láta rannsaka aðbúnað barna og fatlaðra einstaklinga á vistheimilum síðustu aldar. Þið settuð á lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn. En á sama tíma hafið þið umbylt menntakerfinu með skóla án aðgreiningar og þar með skellt fötluðum börnum og öðrum börnum með sérþarfir í hendurnar á starfsfólki sem hvorki hefur reynslu né þekkingu til þess að takast á við vanda þessara barna! Svo heyrið þið ekki ákallið þegar sýður upp úr! Þið hreinsið upp „skítinn“ á einum stað en á sama tíma leyfið þið honum að safnast upp á öðrum stað! Er það kannski einhver sér íslensk leið? Brjóta á fólki og setja svo rannsóknarnefnd af stað og greiða sanngirnisbætur? Munum við í framtíðinni fá að sjá nefnd til þess að rannsaka aðstæður og aðbúnað barna með sérþarfir í íslensku skólakerfi? Ég óska hér opinberlega eftir því að þið, ráðherrarnir okkar, æðsta framkvæmdarvaldið okkar, tjáið ykkur um þessi mál og beitið ykkur fyrir því að ástandið lagist. Þetta er óboðlegt fyrir alla! Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun