Allt bendi til þess að þriðji skammturinn stuðli að hjarðónæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2021 21:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bindur vonir við þriðja skammt bóluefnis. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segist vonast til þess að örvunarbólusetning verði til þess að hjarðónæmi gegn kórónuveirunni náist hér á landi. Þetta kom fram í máli hans í Kastljósi í kvöld. Þar benti hann á að af þeim 30 þúsund sem fengið hafa örvunarbólusetningu hafi aðeins tíu greinst með Covid. Hann benti á til samanburðar að um 4.500 manns hefðu smitast af þeim 270 til 280 þúsundum sem hafa fengið tvo bóluefnaskammta. „Við þurfum að ná hjarðónæmi, það er bara ósköp einfalt. Við þurfum að ná því fyrir alla smitsjúkdóma, ef við ætlum ekki að láta smitsjúkdóma ganga í samfélaginu í einhverjum mæli. Það er bara grunnprinsipp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að í upphafi sumars hefði verið talið að tvær sprautur dygðu til þess að byggja upp hjarðónæmi í samfélaginu. Rannsóknir þar að lútandi hafi hins vegar byggt á fyrri afbrigðum en því sem nú hefur breiðst um heiminn. Það hafi verið afbrigði sem bólusetningar dygðu betur gegn en nú er raunin. „Núna hefur það komið í ljós að tvær sprautur eru ekki alveg nógu góðar. Þær koma í veg fyrir smit hjá 50 prósent fólks en kannski 90 prósent í veg fyrir alvarleg veikindi. Þannig að, þetta er ekki nóg til að mynda hér einhvers konar hjarðónæmi,“ sagði Þórólfur. Hann segir þriðja skammt bóluefnis hafa gefið góða raun í Ísrael og komi í mun meira mæli í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Mér finnst svona allt benda til þess að við getum bundið vonir við það að skammtur númer þrjú muni búa til hjarðónæmi hérna og stoppa þetta allavega verulega af,“ sagði Þórólfur. Vinna eins hratt og unnt er Þórólfur segir að verið sé að ráðast í þriðju bólusetningu eins hratt og hægt er, en ekki er hægt að frá þriðja skammt bóluefnis fyrr en fimm mánuðum eftir að annar skammtur hefur verið gefinn. „Við erum að gera þetta eins hratt og við getum. Við erum búin að raða fólki upp í hópa eftir því hvenær það getur fengið örvunarskammtinn, eftir fimm mánuði. Það er í lok þessa árs og í byrjun þess næsta sem það ætti að takast.“ Hann segist binda vonir við að sem flestir mæti og þiggi örvunarbólusetningu, þar sem hún verndi ekki eingöngu einstaklinginn sjálfan fyrir smiti og veikindum, heldur samfélagið allt. „Þannig ættum við að geta komist út úr Covid, ef allt virkar eins og það virðist núna. En auðvitað á ýmislegt eftir að koma í ljós. Reynslan á eftir að sýna okkur hvort þetta virkar svona eða ekki. En þetta er vonin okkar núna, finnst mér,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Þar benti hann á að af þeim 30 þúsund sem fengið hafa örvunarbólusetningu hafi aðeins tíu greinst með Covid. Hann benti á til samanburðar að um 4.500 manns hefðu smitast af þeim 270 til 280 þúsundum sem hafa fengið tvo bóluefnaskammta. „Við þurfum að ná hjarðónæmi, það er bara ósköp einfalt. Við þurfum að ná því fyrir alla smitsjúkdóma, ef við ætlum ekki að láta smitsjúkdóma ganga í samfélaginu í einhverjum mæli. Það er bara grunnprinsipp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að í upphafi sumars hefði verið talið að tvær sprautur dygðu til þess að byggja upp hjarðónæmi í samfélaginu. Rannsóknir þar að lútandi hafi hins vegar byggt á fyrri afbrigðum en því sem nú hefur breiðst um heiminn. Það hafi verið afbrigði sem bólusetningar dygðu betur gegn en nú er raunin. „Núna hefur það komið í ljós að tvær sprautur eru ekki alveg nógu góðar. Þær koma í veg fyrir smit hjá 50 prósent fólks en kannski 90 prósent í veg fyrir alvarleg veikindi. Þannig að, þetta er ekki nóg til að mynda hér einhvers konar hjarðónæmi,“ sagði Þórólfur. Hann segir þriðja skammt bóluefnis hafa gefið góða raun í Ísrael og komi í mun meira mæli í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Mér finnst svona allt benda til þess að við getum bundið vonir við það að skammtur númer þrjú muni búa til hjarðónæmi hérna og stoppa þetta allavega verulega af,“ sagði Þórólfur. Vinna eins hratt og unnt er Þórólfur segir að verið sé að ráðast í þriðju bólusetningu eins hratt og hægt er, en ekki er hægt að frá þriðja skammt bóluefnis fyrr en fimm mánuðum eftir að annar skammtur hefur verið gefinn. „Við erum að gera þetta eins hratt og við getum. Við erum búin að raða fólki upp í hópa eftir því hvenær það getur fengið örvunarskammtinn, eftir fimm mánuði. Það er í lok þessa árs og í byrjun þess næsta sem það ætti að takast.“ Hann segist binda vonir við að sem flestir mæti og þiggi örvunarbólusetningu, þar sem hún verndi ekki eingöngu einstaklinginn sjálfan fyrir smiti og veikindum, heldur samfélagið allt. „Þannig ættum við að geta komist út úr Covid, ef allt virkar eins og það virðist núna. En auðvitað á ýmislegt eftir að koma í ljós. Reynslan á eftir að sýna okkur hvort þetta virkar svona eða ekki. En þetta er vonin okkar núna, finnst mér,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08