Aldrei fundið fyrir pressu þrátt fyrir íþróttasögu fjölskyldunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2021 11:00 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hefur leikið sérlega vel með HK að undanförnu. vísir/vilhelm Óhætt er að fullyrða að Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, handboltakona í HK, sé af miklum íþróttaættum. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa fundið fyrir pressu að ná frama á íþróttasviðinu, miklu frekar stuðning. Valgerður er dóttir Þorsteins Halldórssonar og Hafdísar Guðjónsdóttur. Þorsteinn er fyrrverandi fótboltamaður og núverandi þjálfari kvennalandsliðsins. Hafdís spilaði handbolta og hefur starfað við þjálfun líkt og systur hennar, Guðríður og Díana. Guðríður, eða Gurrý eins og hún er jafnan kölluð, er ein sigursælasta íþróttakona Íslandssögunnar og spilaði A-landsleiki bæði í handbolta og fótbolta. Hún er þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í handbolta frá upphafi. Hafdís, Guðríður og Díana eru dætur Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar. Sigríður spilaði handbolta og var fyrsta konan sem var valin íþróttamaður ársins 1964. Guðjón spilaði bæði með A-landsliðinu í fótbolta og handbolta og þjálfaði lengi. Frænkurnar Valgerður og Sigríður Hauksdóttir leika saman hjá HK.vísir/hulda margrét Bróðir Valgerðar er Jón Dagur, leikmaður AGF í Danmörku og fótboltalandsliðsins. Kærasti Valgerðar er Leó Snær Pétursson, leikmaður Stjörnunnar í handbolta, og þá er frænka hennar, Sigríður Hauksdóttir, samherji hennar hjá HK. Ólumst bara upp við þetta „Við ólumst upp í kringum þetta. Ég var með mömmu á æfingum og pabbi var alltaf að þjálfa. En það var alls engin pressa eða skilyrði að æfa handbolta eða fótbolta. Við ólumst bara upp við þetta og höfum alltaf haft gaman að þessu,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi. Eins og sést á upptalningunni hér að ofan er Valgerður af sannkallaðri handboltaaðalsætt. Hún segir að það hafi ekki sett auka pressu á sig. „Nei, það er bara þess þá heldur meiri stuðningur,“ sagði Valgerður sem er kominn aftur á ferðina og hefur sjaldan spilað betur en um þessar mundir þótt aðeins fimm mánuðir séu síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég hefði aldrei getað verið komin svona á fullt ef ekki væri fyrir fjölskylduna á kantinum. Það er engin pressa, bara meiri stuðningur,“ sagði Valgerður. Komin með miða á EM Pabbi hennar var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir ári síðan eftir að hafa náð frábærum árangri með kvennalið Breiðabliks. Næsta sumar stýrir Þorsteinn stelpunum okkar á EM á Englandi. Þorsteinn Halldórsson hefur farið vel af stað sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta.vísir/hulda margrét „Þetta er geggjað og mjög gaman að fylgjast með honum takast á við þetta verkefni. Hann tók við frábæru liði og það er pressa á árangur. Fjölskyldan er búin að bóka miða til Manchester næsta sumar þar sem við munum elta liðið,“ sagði Valgerður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna HK Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Valgerður er dóttir Þorsteins Halldórssonar og Hafdísar Guðjónsdóttur. Þorsteinn er fyrrverandi fótboltamaður og núverandi þjálfari kvennalandsliðsins. Hafdís spilaði handbolta og hefur starfað við þjálfun líkt og systur hennar, Guðríður og Díana. Guðríður, eða Gurrý eins og hún er jafnan kölluð, er ein sigursælasta íþróttakona Íslandssögunnar og spilaði A-landsleiki bæði í handbolta og fótbolta. Hún er þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í handbolta frá upphafi. Hafdís, Guðríður og Díana eru dætur Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar. Sigríður spilaði handbolta og var fyrsta konan sem var valin íþróttamaður ársins 1964. Guðjón spilaði bæði með A-landsliðinu í fótbolta og handbolta og þjálfaði lengi. Frænkurnar Valgerður og Sigríður Hauksdóttir leika saman hjá HK.vísir/hulda margrét Bróðir Valgerðar er Jón Dagur, leikmaður AGF í Danmörku og fótboltalandsliðsins. Kærasti Valgerðar er Leó Snær Pétursson, leikmaður Stjörnunnar í handbolta, og þá er frænka hennar, Sigríður Hauksdóttir, samherji hennar hjá HK. Ólumst bara upp við þetta „Við ólumst upp í kringum þetta. Ég var með mömmu á æfingum og pabbi var alltaf að þjálfa. En það var alls engin pressa eða skilyrði að æfa handbolta eða fótbolta. Við ólumst bara upp við þetta og höfum alltaf haft gaman að þessu,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi. Eins og sést á upptalningunni hér að ofan er Valgerður af sannkallaðri handboltaaðalsætt. Hún segir að það hafi ekki sett auka pressu á sig. „Nei, það er bara þess þá heldur meiri stuðningur,“ sagði Valgerður sem er kominn aftur á ferðina og hefur sjaldan spilað betur en um þessar mundir þótt aðeins fimm mánuðir séu síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég hefði aldrei getað verið komin svona á fullt ef ekki væri fyrir fjölskylduna á kantinum. Það er engin pressa, bara meiri stuðningur,“ sagði Valgerður. Komin með miða á EM Pabbi hennar var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir ári síðan eftir að hafa náð frábærum árangri með kvennalið Breiðabliks. Næsta sumar stýrir Þorsteinn stelpunum okkar á EM á Englandi. Þorsteinn Halldórsson hefur farið vel af stað sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta.vísir/hulda margrét „Þetta er geggjað og mjög gaman að fylgjast með honum takast á við þetta verkefni. Hann tók við frábæru liði og það er pressa á árangur. Fjölskyldan er búin að bóka miða til Manchester næsta sumar þar sem við munum elta liðið,“ sagði Valgerður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna HK Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða