Selur hlutabréf til að borga tvö þúsund milljarða í skatta Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2021 14:59 Elon Musk, stofnandi Tesla og auðugasti maður heims. AP/Jae C. Hong Elon Musk, auðugasti maður heims, spurði nýverið tugi milljóna fylgjendur sína á Twitter að því hvort hann ætti að selja tíu prósent hlutabréfa sinna í Tesla, bílafyrirtækinu sem hann stofnaði. Musk sagðist ætla að una ákvörðun Twitter, en 58 prósent þeirra sem tóku þátt sögðu honum að selja. Nú er þó komið í ljós að Musk stendur frammi fyrir gífurlega háum skattareikningi og hefði líklegast þurft að selja hlutabréf sín hvort sem er. Reikningurinn er upp á fimmtán milljarða dala, sem samsvarar tæpum tveimur billjónum króna, eða tvö þúsund milljörðum króna (2.000.000.000.000). Hann er, samkvæmt frétt CNBC, til kominn vegna hlutabréfakaupréttar Musks frá árinu 2012. Sjá einnig: Selur tíu prósent af hlut sínum í Tesla... ef hann er maður orða sinna Musk fær hvorki laun né bónusa frá Tesla og er auður hans tilkominn vegna hlutabréfaeigna hans í fyrirtækinu, sem hefur aukist gífurlega í virði á undanförnum árum. Árið 2012 fékk hann kauprétt á 22,8 milljónum hluta á 6,24 dali stykkið. Hluturinn var metinn á 1.222,09 dali við lokun markaða vestanhafs á föstudaginn. Það felur í sér hagnað upp á 28 milljarða dala fyrir Musk (3,7 billjónir króna). Musk sagði sjálfur um helgina að þar sem hann fengi ekki laun frá Tesla væri eina leið hans til að greiða skatta að selja hlutabréf. Hann hefur þó ekki staðfest upphæð greiðslunnar sem hann þarf að greiða. CNBC segir einnig frá því að á ráðstefnu í september hafi Musk sagt að vegna þess að kaupréttur hans á hlutabréfum væri að renna út snemma á næsta ári myndi hann líklega selja mikið magn hlutabfréfa á síðasta fjórðungi þessa árs. Tesla Bandaríkin Tengdar fréttir Musk hefur skoðanakönnun á því hvort hann eigi að selja 10 prósent í Tesla Frumkvöðullinn og viðskiptajöfurinn Elon Musk hefur efnt til skoðanakannanar á Twitter þar sem hann spyr 62 milljón fylgjendur sínar hvort hann eigi að selja 10 prósent af hlutabréfum sínum í Tesla. 6. nóvember 2021 20:48 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Sjá meira
Nú er þó komið í ljós að Musk stendur frammi fyrir gífurlega háum skattareikningi og hefði líklegast þurft að selja hlutabréf sín hvort sem er. Reikningurinn er upp á fimmtán milljarða dala, sem samsvarar tæpum tveimur billjónum króna, eða tvö þúsund milljörðum króna (2.000.000.000.000). Hann er, samkvæmt frétt CNBC, til kominn vegna hlutabréfakaupréttar Musks frá árinu 2012. Sjá einnig: Selur tíu prósent af hlut sínum í Tesla... ef hann er maður orða sinna Musk fær hvorki laun né bónusa frá Tesla og er auður hans tilkominn vegna hlutabréfaeigna hans í fyrirtækinu, sem hefur aukist gífurlega í virði á undanförnum árum. Árið 2012 fékk hann kauprétt á 22,8 milljónum hluta á 6,24 dali stykkið. Hluturinn var metinn á 1.222,09 dali við lokun markaða vestanhafs á föstudaginn. Það felur í sér hagnað upp á 28 milljarða dala fyrir Musk (3,7 billjónir króna). Musk sagði sjálfur um helgina að þar sem hann fengi ekki laun frá Tesla væri eina leið hans til að greiða skatta að selja hlutabréf. Hann hefur þó ekki staðfest upphæð greiðslunnar sem hann þarf að greiða. CNBC segir einnig frá því að á ráðstefnu í september hafi Musk sagt að vegna þess að kaupréttur hans á hlutabréfum væri að renna út snemma á næsta ári myndi hann líklega selja mikið magn hlutabfréfa á síðasta fjórðungi þessa árs.
Tesla Bandaríkin Tengdar fréttir Musk hefur skoðanakönnun á því hvort hann eigi að selja 10 prósent í Tesla Frumkvöðullinn og viðskiptajöfurinn Elon Musk hefur efnt til skoðanakannanar á Twitter þar sem hann spyr 62 milljón fylgjendur sínar hvort hann eigi að selja 10 prósent af hlutabréfum sínum í Tesla. 6. nóvember 2021 20:48 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Sjá meira
Musk hefur skoðanakönnun á því hvort hann eigi að selja 10 prósent í Tesla Frumkvöðullinn og viðskiptajöfurinn Elon Musk hefur efnt til skoðanakannanar á Twitter þar sem hann spyr 62 milljón fylgjendur sínar hvort hann eigi að selja 10 prósent af hlutabréfum sínum í Tesla. 6. nóvember 2021 20:48
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53