„Þetta er hárrétt niðurstaða“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. nóvember 2021 12:30 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir dóminn í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar hafa verið vel rökstuddann. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Jón Baldvin var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en Carmen sakaði Jón um að hafa strokið rass hennar á heimili hans á Spáni í júní 2018. Var hún þá stödd ásamt móður sinni í matarboði á vegum Jóns Baldvins. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er vísað til þess að vitnisburður Laufeyjar, móður Carmenar, hafi verið óstöðugur og lýsing hennar af atvikum málsins ekki í samræmi við vitnisburð Carmenar. Neitun Jóns Baldvins fengi aftur á móti stoð í vitnisburði Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, og nágrannakonu þeirra. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara, segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með. „Héraðssaksóknari taldi málið sterkt, þegar að ákvörðun var tekin um að gefa út ákæru í málinu og það var ekkert sérstakt sem breyttist við meðferð málsins fyrir dómi að því leiti,“ segir Dröfn en hún getur ekki sagt til um hvort málinu verði áfrýjað. „Þetta er alla vega ekki í samræmi við það eins og ákæruvaldið lagði upp með málið en við eigum eftir að fara bara betur yfir niðurstöðu dómsins og á endanum er það ríkissaksóknari sem tekur ákvörðun um áfrýjun,“ segir Dröfn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins, segir að það hafi verið rétt niðurstaða að sýkna. „Þetta er hárrétt niðurstaða, dómurinn er vel rökstuddur og lögfræðilega réttur,“ segir Vilhjálmur. Ákæruvaldið hefur nú fjórar vikur til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar en Vilhjálmur telur ólíklegt að svo verði. „Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það en miðað við það hvernig dómurinn er úr garði gerður, réttur dómur og vel rökstuddur, að þá tel ég það ólíklegt,“ segir Vilhjálmur. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Jón Baldvin var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en Carmen sakaði Jón um að hafa strokið rass hennar á heimili hans á Spáni í júní 2018. Var hún þá stödd ásamt móður sinni í matarboði á vegum Jóns Baldvins. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er vísað til þess að vitnisburður Laufeyjar, móður Carmenar, hafi verið óstöðugur og lýsing hennar af atvikum málsins ekki í samræmi við vitnisburð Carmenar. Neitun Jóns Baldvins fengi aftur á móti stoð í vitnisburði Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, og nágrannakonu þeirra. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara, segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með. „Héraðssaksóknari taldi málið sterkt, þegar að ákvörðun var tekin um að gefa út ákæru í málinu og það var ekkert sérstakt sem breyttist við meðferð málsins fyrir dómi að því leiti,“ segir Dröfn en hún getur ekki sagt til um hvort málinu verði áfrýjað. „Þetta er alla vega ekki í samræmi við það eins og ákæruvaldið lagði upp með málið en við eigum eftir að fara bara betur yfir niðurstöðu dómsins og á endanum er það ríkissaksóknari sem tekur ákvörðun um áfrýjun,“ segir Dröfn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins, segir að það hafi verið rétt niðurstaða að sýkna. „Þetta er hárrétt niðurstaða, dómurinn er vel rökstuddur og lögfræðilega réttur,“ segir Vilhjálmur. Ákæruvaldið hefur nú fjórar vikur til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar en Vilhjálmur telur ólíklegt að svo verði. „Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það en miðað við það hvernig dómurinn er úr garði gerður, réttur dómur og vel rökstuddur, að þá tel ég það ólíklegt,“ segir Vilhjálmur.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37
Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00
Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10