Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2021 13:01 Lestarteinarnir sem sjá má á þessari mynd eru notaðir til að líkja eftir skipum á siglingu. AP/Maxar Technologies Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. Þetta sést á gervihnattamyndum sem birtar voru um helgina. Gervihnattarmyndirnar frá Taklamakan-eyðimörkinni sýna útlínur bandarísks flugmóðurskips og eftirlíkingar tveggja Arleigh Burke eldflauga-tundurspilla, samkvæmt greiningu U.S. Naval Institute. Myndirnar sýna einnig að minnst einu líkani hefur verið komið fyrir á stórum lestarteinum sem sérfræðingar segja notað til að æfa það að skjóta á skip á siglingu, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Eftirlíkingar af bandarískum tundurspillum eru sögð töluvert nákvæm en sjá má byggingar sem líkja eftir vopnum og brú skipanna.AP/Maxar Technologies Herafli Kína hefur á undanförnum árum gegnið í gegnum mikla nútímavæðingu og uppbyggingu. Mikið púður hefur verið lagt í þróun langdrægra eldflauga sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum og öðrum herskipum Bandaríkjanna. Eldflaugar þessar geta grandað skotmörkum í þúsunda kílómetra fjarlægð frá skotstað. Kínverjar gerðu fyrstu tilraunirnar með þessar eldflaugar árið 2019 þegar sex eldflaugum var skotið í sjóinn skammt frá Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Kort sem sýnir drægni eldflauga sem Kínverjar hafa þróað til að granda skipum.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í síðustu viku skýrslu um herafla Kína þar sem segir að geta þessara eldflauga hafi aukist til muna á undanförnu. Frá meginlandinu geti Kínverjar gert árásir víðsvegar um Asíu, á Indlandshafi og í Kyrrahafinu. Þá hafa fregnir borist af því að Kínverjar hafi þróað eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skipum og geta verið bornar af sprengjuflugvélum til að auka drægni þeirra. AP fréttaveitan segir starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af ætlunum Kínverja varðandi Taívan. Kína gerir tilkall til eyríkisins og forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa heitið því að Taívan verði sameinað meginlandinu og mögulega með valdi. Bandaríkin og önnur ríki hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar geri Kína árás á eyríkið. Þær eldflaugar sem Kínverjar eru að þróa og hafa þróað gætu verið notaðar til að granda flugmóðurskipum Bandaríkjanna í Kyrrahafinu eða koma í veg fyrir að hægt væri að nota þau til að aðstoða Taívan. Útlínur bandarísks flugmóðurskips í eyðimörkinni.AP/Maxar Technologies Kína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. 4. nóvember 2021 13:16 Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. 2. nóvember 2021 23:09 Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. 2. nóvember 2021 12:19 Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. 12. október 2021 15:06 Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. 9. október 2021 07:55 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Þetta sést á gervihnattamyndum sem birtar voru um helgina. Gervihnattarmyndirnar frá Taklamakan-eyðimörkinni sýna útlínur bandarísks flugmóðurskips og eftirlíkingar tveggja Arleigh Burke eldflauga-tundurspilla, samkvæmt greiningu U.S. Naval Institute. Myndirnar sýna einnig að minnst einu líkani hefur verið komið fyrir á stórum lestarteinum sem sérfræðingar segja notað til að æfa það að skjóta á skip á siglingu, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Eftirlíkingar af bandarískum tundurspillum eru sögð töluvert nákvæm en sjá má byggingar sem líkja eftir vopnum og brú skipanna.AP/Maxar Technologies Herafli Kína hefur á undanförnum árum gegnið í gegnum mikla nútímavæðingu og uppbyggingu. Mikið púður hefur verið lagt í þróun langdrægra eldflauga sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum og öðrum herskipum Bandaríkjanna. Eldflaugar þessar geta grandað skotmörkum í þúsunda kílómetra fjarlægð frá skotstað. Kínverjar gerðu fyrstu tilraunirnar með þessar eldflaugar árið 2019 þegar sex eldflaugum var skotið í sjóinn skammt frá Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Kort sem sýnir drægni eldflauga sem Kínverjar hafa þróað til að granda skipum.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í síðustu viku skýrslu um herafla Kína þar sem segir að geta þessara eldflauga hafi aukist til muna á undanförnu. Frá meginlandinu geti Kínverjar gert árásir víðsvegar um Asíu, á Indlandshafi og í Kyrrahafinu. Þá hafa fregnir borist af því að Kínverjar hafi þróað eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skipum og geta verið bornar af sprengjuflugvélum til að auka drægni þeirra. AP fréttaveitan segir starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af ætlunum Kínverja varðandi Taívan. Kína gerir tilkall til eyríkisins og forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa heitið því að Taívan verði sameinað meginlandinu og mögulega með valdi. Bandaríkin og önnur ríki hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar geri Kína árás á eyríkið. Þær eldflaugar sem Kínverjar eru að þróa og hafa þróað gætu verið notaðar til að granda flugmóðurskipum Bandaríkjanna í Kyrrahafinu eða koma í veg fyrir að hægt væri að nota þau til að aðstoða Taívan. Útlínur bandarísks flugmóðurskips í eyðimörkinni.AP/Maxar Technologies
Kína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. 4. nóvember 2021 13:16 Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. 2. nóvember 2021 23:09 Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. 2. nóvember 2021 12:19 Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. 12. október 2021 15:06 Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. 9. október 2021 07:55 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. 4. nóvember 2021 13:16
Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. 2. nóvember 2021 23:09
Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. 2. nóvember 2021 12:19
Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. 12. október 2021 15:06
Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. 9. október 2021 07:55