Palestínsk kona í farbanni vegna forræðislaga Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 8. nóvember 2021 07:31 Þessi grein er að mestu leyti útdráttur úr nýlegri frétt AP. Fyrir nokkrum vikum taldi Afar al-Najar sig hafa fundið flóttaleið frá Gazasvæðinu. Hún hafði fengið styrk til náms í samskiptatækni við tyrkneskan háskóla og orðið sér úti um öll nauðsynleg skilríki. Hún hafði auk þess greitt 500 dollara gjald til að sleppa við langa biðröðina við landamærin milli Egyptalands og Gaza. En þegar al-Najar kom að Rafah-landamærahliðinu var henni snúið við af landamæravörðunum. Hún hafði verið sett í farbann. Það voru hvorki ísraelsk né egypsk yfirvöld sem stóðu að baki farbanninu heldur voru það Hamassamtökin og nýtilkomin lagabreyting þeirra. Sjaríalög í sókn á Gazasvæðinu Ferðir til og frá Gazasvæðinu hafa verið háðar miklum takmörkunum undanfarin fjórtán ár. Til að byrja með þurfa íbúar svæðisins að sækja um fararleyfi frá Hamassamtökunum. Ísraelsk og egypsk yfirvöld þurfa síðan að ganga úr skugga um að ferðamaður frá Gazasvæðinu tengist ekki hryðjuverkasamtökum. Á Gaza hefur fjöldi slíkra samtaka hreiðrað um sig – meðal annars Hamassamtökin, Palestínskt heilagt stríð (e. Palestinian Islamic Jihad), Hersveit Omars Hadid fursta (e. Sheikh Omar Hadid Brigade) og Hersveitir Abu Ali Mustapha (e. Abu Ali Mustapha Brigades). Hamassamtökin eru stærst þessara samtaka og ráða þau lögum og lofum á Gazasvæðinu. Síðastliðinn febrúar ákvað lagadómstóll á vegum Hamassamtakanna að innleiða lög sem kváðu á um að fylgdarlausar konur þyrftu leyfi karlkyns „forræðisaðila“ – eiginmanns, sonar eða annars karlkyns ættingja – til að yfirgefa Gazasvæðið. Með þessu gerðu samtökin ákveðin lagaákvæði sjaríalaga að landslögum á yfirráðasvæði sínu. Farbanninu áfrýjað Þegar mannréttindasamtök gerðu athugasemdir við nýju forræðislögin voru þau örlítið milduð en ekki felld úr gildi. Samkvæmt nýju lögunum getur forræðisaðili beðið um að kona sé sett í farbann ef ferðalagið er talið geta valdið henni „algjörum skaða“ – hvað svo sem það þýðir. Faðir al-Najar lagði fram beiðnina um farbann og mun það vera í gildi þar til niðurstaða næst í málinu. Al-Najar áfrýjaði úrskurðinum til nokkurra mannréttindasamtaka á svæðinu en þau voru treg til að veita henni aðstoð af ótta við hefndaraðgerðir frá Hamassamtökunum. Að lokum áfrýjaði hún banninu til dómstóls á Gazasvæðinu. Faðir al-Najar mætti ekki í fyrstu réttarhöldin og var þeim því frestað. Áður en rétti var slitið spurði dómarinn hana hvers vegna hún hyggðist fara til útlanda og gaf síðan í skyn að hún gæti alveg eins stundað nám við einn af háskólum Gazasvæðisins. Al-Najar þráir að verða blaðakona og hún segir að fjölmenningarríki eins og Tyrkland bjóði upp á tækifæri sem eru ekki til staðar á Gazasvæðinu. Réttarhöldunum var frestað í annað sinn vegna þess að lögfræðingur föðurins var sagður veikur. Síðastliðinn miðvikudag var þeim frestað í þriðja sinn því nýr lögfræðingur föðurins sagðist þurfa lengri tíma til að kynna sér málið. Naumur tími til stefnu Vegna þessara tafa var frestur al-Najar til að hefja námið framlengdur til áramóta. Ef hún kemst ekki til Tyrklands fyrir áramót mun hún tapa námsstyrknum. En hún hefur ekki gefist upp: „Ég gerði mér grein fyrir því að enginn mun hjálpa mér nema ég sjálf og ég gerði mér grein fyrir því að nú yrði ég að vera sterk til að berjast fyrir réttindum mínum,“ sagði hún. „Í stað þessa að gráta í herberginu mínu og bregðast sjálfri mér ákvað ég að berjast. Ég ákvað að berjast í fyrsta sinn á ævi minni.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þessi grein er að mestu leyti útdráttur úr nýlegri frétt AP. Fyrir nokkrum vikum taldi Afar al-Najar sig hafa fundið flóttaleið frá Gazasvæðinu. Hún hafði fengið styrk til náms í samskiptatækni við tyrkneskan háskóla og orðið sér úti um öll nauðsynleg skilríki. Hún hafði auk þess greitt 500 dollara gjald til að sleppa við langa biðröðina við landamærin milli Egyptalands og Gaza. En þegar al-Najar kom að Rafah-landamærahliðinu var henni snúið við af landamæravörðunum. Hún hafði verið sett í farbann. Það voru hvorki ísraelsk né egypsk yfirvöld sem stóðu að baki farbanninu heldur voru það Hamassamtökin og nýtilkomin lagabreyting þeirra. Sjaríalög í sókn á Gazasvæðinu Ferðir til og frá Gazasvæðinu hafa verið háðar miklum takmörkunum undanfarin fjórtán ár. Til að byrja með þurfa íbúar svæðisins að sækja um fararleyfi frá Hamassamtökunum. Ísraelsk og egypsk yfirvöld þurfa síðan að ganga úr skugga um að ferðamaður frá Gazasvæðinu tengist ekki hryðjuverkasamtökum. Á Gaza hefur fjöldi slíkra samtaka hreiðrað um sig – meðal annars Hamassamtökin, Palestínskt heilagt stríð (e. Palestinian Islamic Jihad), Hersveit Omars Hadid fursta (e. Sheikh Omar Hadid Brigade) og Hersveitir Abu Ali Mustapha (e. Abu Ali Mustapha Brigades). Hamassamtökin eru stærst þessara samtaka og ráða þau lögum og lofum á Gazasvæðinu. Síðastliðinn febrúar ákvað lagadómstóll á vegum Hamassamtakanna að innleiða lög sem kváðu á um að fylgdarlausar konur þyrftu leyfi karlkyns „forræðisaðila“ – eiginmanns, sonar eða annars karlkyns ættingja – til að yfirgefa Gazasvæðið. Með þessu gerðu samtökin ákveðin lagaákvæði sjaríalaga að landslögum á yfirráðasvæði sínu. Farbanninu áfrýjað Þegar mannréttindasamtök gerðu athugasemdir við nýju forræðislögin voru þau örlítið milduð en ekki felld úr gildi. Samkvæmt nýju lögunum getur forræðisaðili beðið um að kona sé sett í farbann ef ferðalagið er talið geta valdið henni „algjörum skaða“ – hvað svo sem það þýðir. Faðir al-Najar lagði fram beiðnina um farbann og mun það vera í gildi þar til niðurstaða næst í málinu. Al-Najar áfrýjaði úrskurðinum til nokkurra mannréttindasamtaka á svæðinu en þau voru treg til að veita henni aðstoð af ótta við hefndaraðgerðir frá Hamassamtökunum. Að lokum áfrýjaði hún banninu til dómstóls á Gazasvæðinu. Faðir al-Najar mætti ekki í fyrstu réttarhöldin og var þeim því frestað. Áður en rétti var slitið spurði dómarinn hana hvers vegna hún hyggðist fara til útlanda og gaf síðan í skyn að hún gæti alveg eins stundað nám við einn af háskólum Gazasvæðisins. Al-Najar þráir að verða blaðakona og hún segir að fjölmenningarríki eins og Tyrkland bjóði upp á tækifæri sem eru ekki til staðar á Gazasvæðinu. Réttarhöldunum var frestað í annað sinn vegna þess að lögfræðingur föðurins var sagður veikur. Síðastliðinn miðvikudag var þeim frestað í þriðja sinn því nýr lögfræðingur föðurins sagðist þurfa lengri tíma til að kynna sér málið. Naumur tími til stefnu Vegna þessara tafa var frestur al-Najar til að hefja námið framlengdur til áramóta. Ef hún kemst ekki til Tyrklands fyrir áramót mun hún tapa námsstyrknum. En hún hefur ekki gefist upp: „Ég gerði mér grein fyrir því að enginn mun hjálpa mér nema ég sjálf og ég gerði mér grein fyrir því að nú yrði ég að vera sterk til að berjast fyrir réttindum mínum,“ sagði hún. „Í stað þessa að gráta í herberginu mínu og bregðast sjálfri mér ákvað ég að berjast. Ég ákvað að berjast í fyrsta sinn á ævi minni.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun