Bíða með myndun ríkisstjórnar á meðan möguleiki á uppkosningu sé fyrir hendi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 19:00 Vel gengur í viðræðum stjórnarflokkanna þriggja, að sögn forsætisráðherra. Verkaskipting hefur ekki verið rædd. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að fræðilegur möguleiki sé á að grípa þurfi til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi og því sé rétt að bíða með að kynna nýja ríkisstjórn þar til undirbúningskjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Hins vegar sé vinna hafin við að skrifa nýjan stjórnarsáttmála. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag, en viðræður þeirra hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt. Fjórar vikur eru í að Alþingi eigi, lögum samkvæmt, að koma saman - óháð því hvort búið verði að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki. „Ég myndi segja að við séum búin að fara yfir alla helstu málaflokka. Við erum búin að kafa á dýptina í ýmsum málum þar sem við höfum þurft að greiða úr einhverjum flækjum,” segir Katrín Jakobsdóttir. „Við erum komin á þann stað að við erum byrjuð að setja niður texta þannig að þessu hefur miðað ágætlega og ég myndi segja að við sjáum fram á það að geta lokið ritun stjórnarsáttmála, án þess að fara út í tímasetningar, en það hyllir undir það í lok þessarar viku.” Hins vegar þurfi það að taka mið af störfum undirbúningskjörbréfanefndar, sem hefur upplýst um að hún mun starfa út næstu viku, þar sem reynt verður að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. „Ég veit auðvitað ekki hvaða niðurstöðu þeir munu komast að en það er að minnsta kosti teorískur möguleiki á að það veðri boðað til uppkosningar. Og síðan eru aðrir möguleikar en á meðan það liggur ekki fyrir þá er auðvitað eðlilegt að myndun ríkisstjórnar taki mið af niðurstöðum hennar.” Engu að síður sé stjórnarsáttmálinn nú í vinnslu en verkaskipting hefur ekki verið rædd. „Við munum ekki ræða verkaskiptingu fyrr en við erum komin með þennan málefnalega grunn.” Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag, en viðræður þeirra hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt. Fjórar vikur eru í að Alþingi eigi, lögum samkvæmt, að koma saman - óháð því hvort búið verði að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki. „Ég myndi segja að við séum búin að fara yfir alla helstu málaflokka. Við erum búin að kafa á dýptina í ýmsum málum þar sem við höfum þurft að greiða úr einhverjum flækjum,” segir Katrín Jakobsdóttir. „Við erum komin á þann stað að við erum byrjuð að setja niður texta þannig að þessu hefur miðað ágætlega og ég myndi segja að við sjáum fram á það að geta lokið ritun stjórnarsáttmála, án þess að fara út í tímasetningar, en það hyllir undir það í lok þessarar viku.” Hins vegar þurfi það að taka mið af störfum undirbúningskjörbréfanefndar, sem hefur upplýst um að hún mun starfa út næstu viku, þar sem reynt verður að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. „Ég veit auðvitað ekki hvaða niðurstöðu þeir munu komast að en það er að minnsta kosti teorískur möguleiki á að það veðri boðað til uppkosningar. Og síðan eru aðrir möguleikar en á meðan það liggur ekki fyrir þá er auðvitað eðlilegt að myndun ríkisstjórnar taki mið af niðurstöðum hennar.” Engu að síður sé stjórnarsáttmálinn nú í vinnslu en verkaskipting hefur ekki verið rædd. „Við munum ekki ræða verkaskiptingu fyrr en við erum komin með þennan málefnalega grunn.”
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira