Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 22:33 Það má spyrja sig að því hvernig atburðarásin hefði þróast ef stjórnendur Eflingar hefðu einfaldlega látið ályktun trúnaðarmannanna af hendi á sínum tíma. „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ Þannig hefst ályktun trúnaðarmanna Eflingar, sem send var stjórnendum félagsins 9. júní 2021. Þar segir meðal annars að starfsmenn þori ekki að tjá sig af ótta við að „lenda í óvinahópi eða á aftökulistanum“, þeim sé misboðið hvernig farið sé með aðra starfsmenn og þá valdi starfsmannafundir streitu vegna ótta við óvænta atburði. „Þetta eru ekki nýja áhyggjur heldur hafa þær verið að þróast og dýpka með árunum. Á síðustu þremur árum hafa 22 starfsmenn af liðlega 50 manna starfshópi hætt eða verið sagt upp. Það gerir rúmlega 40% starfsmanna. Það er ekki óeðlilegt að starfsfólk óttist hvað gerist næst. Svona mikil starfsmannavelta er auk þess heilmikið álag fyrir hin venjubundna starfsmann.“ Í ályktun trúnaðarmannanna segir að það sé eðlilegt að þeir boði til vinnustaðafundar. Starfsmenn hafi kallað eftir því að fá að ræða líðan sína og áhyggjur. Það sé skýrt samkvæmt kjarasamningi að starfsmenn eigi rétt á slíkum fundi. „Ef við værum að ráðleggja félagsmönnum okkar út í bæ, í sömu stöðu, myndum við skora á þau að halda slíkan vinnustaðarfund,“ segja trúnaðarmennirnir. „Það er von okkar að með þessari ályktun verði brugðist hratt og örugglega við þeirri vanlíðan og óöryggi sem starfsmenn upplifa í starfi. Það er ekki hægt að búa við þetta lengur og við megum alls ekki missa fleiri úr starfi. Við getum alveg gert þetta að góðum starfsstað.“ Óverjandi framferði eða eiginlegt hlutverk starfsins? Álytkunin var, sem fyrr segir, send stjórnendum Eflingar í júní síðastliðnum en varð á endanum til þess að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður félagsins, og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri létu af störfum um síðustu mánaðamót. Bæði hafa sagt gróflega að sér sótt og vænt trúnaðarmennina og starfsmenn Eflingar um að vera þátttakendur í ofsóknum andstæðinga sinna. Í hádegisfréttum Bylgjunnar 3. nóvember síðastliðinn sagði Viðar framferði trúnaðarmannanna „óverjandi“ og sagði óeðlilegt að þeir hefðu sett niður á blað „grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi“ ásakanir. „Mér finnst þetta ekki bara sorglegt heldur eru þetta ákveðin öfugmæli því það er hlutverk trúnaðarmanna að taka við kvörtunum starfsmanna, fara yfir kvartanir og reyna að leiða mál til lykta sjálfir og hafa samband við atvinnurekendur í því sambandi," sagði hins vegar Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. „Ég verð nú að segja það að mér finnst svona ummæli um trúnaðarmenn, mér finnst þau afar sorgleg, sérstaklega þegar þau koma úr munni þeirra sem hafa verið í forystu hreyfingarinnar," sagði Lára í samtali við fréttastofu. Langur tími leið frá því að ályktunin var send stjórnendum Eflingar og þar til allt sprakk í loft upp. Sú atburðarás hófst þegar starfsmaður RÚV hafði samband við Sólveigu fimmtudaginn 28. október síðastliðinn með spurningar um ályktunina. Í Facebook-færslu sagði Sólveig Anna að fyrirspurn fréttamannsins mætti rekja til Guðmundar Baldurssonar, stjórnarmanns í Eflingu, sem hefði „lengi verið uppsigað við félagið“. Hún hefði brugðist við með því að biðja starfsmenn Eflingar að bera til baka þær staðhæfingar sem hafðar voru frammi í ályktuninni og/eða lýsa yfir stuðningi við sig. Sagði hún umfjöllun um ályktunina myndu valda miklum skaða fyrir baráttu félagsins og hagsmuni félagsmanna en mikill tími og orka hefði þegar farið í að verjast ásökunum um „meinta glæpi og réttindabrot“ Sólveigar gegn fyrrverandi starfsmönnum Eflingar. Þegar starfsmenn höfðu rætt málið og komist að þeirri niðurstöðu að þeir myndu ekki draga það til baka sem stóð í ályktun trúnaðarmannanna ákvað formaðurinn að segja af sér. „Mér þykir það ótrúlegt að það sé starfsfólk Eflingar sem í reynd hrekur mig úr starfi, með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um mig og samverkafólk mitt. Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ sagði Sólveig Anna á Facebook í byrjun síðustu viku. Viðar tilkynnti skömmu síðar að hann myndi einnig segja upp störfum. „Búumst áfram við góðu samstarfi ef á þarf að halda“ En hvað gerðist í júní? Sama dag og trúnaðarmennirnir sendu ályktunina frá sér svaraði Viðar. Sagðist hann telja að það væri gott skref að hann og Elva Dögg Pálsdóttir, mannauðsstjóri Eflingar, hittu trúnaðarmennina á fundi og það varð úr að fundur var boðaður 11. júní. Þann fund sátu Viðar, Elva Dögg og annar trúnaðarmannanna, Ragnheiður Valgarðsdóttir, en hinn, Hjördís Ólafsdóttir, var í fríi. Í samantekt Viðars um fundinn, sem dagsett er 16. júní, kemur fram að þar hafi hann farið yfir þau vinnubrögð sem notast væri við til að taka á frammistöðutengdum vandamálum hjá starfsfólki. Þegar mönnum væri sagt upp vegna slíkra mála væri eðlilegt að það kæmi öðrum á óvart, því samtöl um slík vandamál færu ekki fram fyrir opnum tjöldum heldur í trúnaði við viðkomandi starfsmann. Þá væri ávallt reynt að fara „mildilegustu leiðina“ og byrja á því að leysa málin og vísa veginn til úrbóta. Á tölvupóstsamskiptum milli stjórnenda Eflingar og trúnaðarmanna er ekki að merkja það stríðsástand sem báðir aðilar hafa lýst á vinnustaðnum. Þar er ekki að sjá að efni ályktuninnar margumræddu hafi farið jafn mikið fyrir brjóstið á stjórnendum eins og þeir hafa síðar greint frá og þá virðast trúnaðarmenn sáttir við þær skýringar sem þeir fengu á fundinum með framkvæmdastjóranum og mannauðsstjóranum.Vísir/Vilhelm „Ég útskýrði að á mörgum vinnustöðum eru ekki gerðar kröfur til stjórnenda. Þar eru vandamál látin óáreitt og vanræksla látin viðgangast. Ein ástæða þess er ótti við fjaðrafok, sem stjórnendur upphefja oft ef þeir lenda í vandamálum í starfi,“ sagði Viðar í samantektinni. „Ég útskýrði að ég óttast ekki slíkt heldur er tilbúinn að axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka á málum. Ég vil hafa rétta manneskju á réttum stað í stjórnendastarfi, jafnvel þótt það gangi ekki í fyrstu tilraun að finna þá manneskju. Það geri ég með hag starfseminnar og starfsmanna að leiðarljósi.“ Þá sagðist hann skilja að starfsmannabreytingar gætu valdið óróa á vinnustaðnum og hvatti trúnaðarmennina til að koma þeim skilaboðum til starfsmanna að ef þeir upplifðu slíkt, ekki síst ef það tengdist eigin starfsöryggi, að þeir ræddu málið við næsta yfirmann. „Einnig benti ég á þá leið að ræða við mannauðsstjóra. Ég sagði að ég teldi að slík samtöl ættu mjög auðveldlega að geta róað áhyggjur af þessu tagi hjá flestu starfsfólki hér á okkar vinnustað,“ sagði Viðar. Sagðist hann hafa farið yfir starfsmannaveltu síðustu ára á fundinum og að framfarir hefðu orðið á starfsmannamálum. Spurði hann að lokum hvort Ragnheiði þætti eitthvað útaf standa eða verið óskýrt en hún hefði neitað því. „Við teljum okkur hafa náð að taka saman öll þau atriði sem við vildum segja í ályktuninni og trúum því og treystum að unnið verði með þau. Að okkar hálfu er ekki þörf á öðrum fundi eins og er. Búumst áfram við góðu samstarfi ef á þarf að halda,“ svaraði Ragnheiður samdægurs. Þegar Sólveig ákvað að segja af sér sem formaður Eflingar fylgdi Viðar út um dyrnar. Hann sagði framgöngu trúnaðarmannanna óverjandi en sérfræðingur í vinnurétti sagði þá aðeins hafa verið að sinna störfum sínum.Vísir/Vilhelm Neita að afhenda ályktunina Samskiptin milli Viðars og Ragnheiðar bera ekki með sér að óvild hafi kraumað undir af hálfu beggja eða annars aðila. Hins vegar virðast trúnaðarmennirnir hafa sent póst 16. júní þar sem fram kom að stjórnarmaður Eflingar hefði óskað eftir því að fá ályktunina afhenta. Trúnaðamennirnir segja eðlilegt að stjórnendur Eflingar afhendi ályktunina stjórn, „enda samræmist það lögum félagsins að upplýsa stjórn félagsins um vinnuskilyrði starfsmanna.“ Þessi beiðni er ítrekuð í tölvupósti trúnaðarmannanna 24. júní, þar sem þeir óska eftir staðfestingu á því að stjórn Eflingar hafi fengið ályktunina afhenta. Sama dag sendir Sólveig Anna þeim póst þar sem fram kemur að stjórnin hafi rætt ályktunina á fundi og það hefði verið niðurstaðan að stjórnin óskaði ekki eftir því að fá skjalið afhent. Á þessum tíma liggur þó fyrir að einn stjórnarmanna, áðurnefndur Guðmundur Baldursson, vildi fá afrit af ályktuninni. Fór þó svo að í lok ágúst hafði hann ekki enn haft erindi sem erfiði og leitaði þá til Alþýðusambands Íslands. Óskaði hann eftir því að miðstjórn ASÍ hlutaðist til um að formaður Eflingar sendi honum og öðrum stjórnarmönnum í Eflingu umrædda ályktun. Með erindinu til ASÍ fylgdi beiðni Guðmundar og svar Sólveigar Önnu þar sem henni var hafnað. Í minnisblaði sem lögfræðingur ASÍ tók saman komst hann að þeirri niðurstöðu að kæra Guðmundar væri ekki tæk til efnislegrar meðferðar hjá miðstjórn ASÍ, þar sem hún hefði ekki heimildir til afskipta af innri málefnum Eflingar. Hins vegar reifaði hann einnig niðurstöðu undirréttar og Hæstaréttar í máli Vilhjálms Birgissonar, þáverandi stjórnarmanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem stjórnarmenn voru sagðir eiga rétt að fá afhent þau gögn sem þeir þyrftu að fá til að geta sinnt eftirlitshlutverki sínu. Þannig yrði að telja „að formanni [Eflingar] kunni að vera óheimilt að neita [Guðmundi] og öðrum stjórnarmönnum Eflingar um aðgang að gögnum sem varða starfsemi félagsins, starfsmenn þess og vinnuskilyrð8i þeirra,“ sagði lögfræðingur ASÍ í minnisblaði sínu. Undir þetta tók Vilhjálmur Birgisson í samtali við Vísi. „Um [þetta] snérist mitt mál á sínum tíma. Ég var í minnihluta stjórnar VLFA og það var vísað í það að það hefði verið afgreitt á stjórnarfundi að ég ætti ekki að hafa aðgang að bókhaldsgögnunum. En þeir dómar sem síðar féllu voru alveg ótvíræðir um að til að stjórnarmenn gætu uppfyllt sína lagalegu skyldu þá yrðu þeir að hafa slíkt aðgengi.“ Sakar stjórnanda um fjárkúgun Í tölvupósti trúnaðarmannanna frá 24. júní óskuðu þeir eftir viðbrögðum við ályktuninni frá 9. júní. „Hvað hyggst yfirstjórn Eflingar gera til að bæta líðan starfsmanna og bregðast við þeim áhyggjum sem fram koma í ályktuninni?“ spyrja þeir. Það virðist því ljóst að þeir hafi ekki litið svo á fundinn með Viðari og Elvu Dögg sem lokasvar, jafnvel þótt stjórnendur Eflingar hafi metið það svo. Vísir hefur engar upplýsingar um það hvort frekari samskipti áttu sér stað milli trúnaðarmannanna og stjórnenda félagsins frá júní og þar til Sólveig Anna og Viðar ákváðu að segja skilið við félagið. Hvorki trúnaðarmennirnir né Sólveig Anna hafa viljað ræða við fjölmiðla, þar til síðarnefnda steig fram og ræddi við Kjarnann. Þar segir hún að hún hafi áttað sig á því þegar hún fékk símhringingu frá fréttamanni RÚV að sú atburðarás sem hún hefði verið að undirbúa sig undir væri að verða að veruleika. „Ég hugleiddi bara stöðu mína og þær aðstæður sem voru upp komnar og komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert annað að gera. Ég taldi mig vita með vissu að á þessum tíma væru mjög fáir úr starfsmannahópnum, alls fimm manns auk nokkurra stjórnenda, sem hefðu séð þessa ályktun. Ég taldi mig vita að það væru fáir sem hefðu komið að því að skrifa hana og að hún hefði ekki farið í neina dreifingu innan starfsmannahópsins. Af einhverjum ástæðum virðist Guðmundur Baldursson hafa fengið einhverskonar aðgang eða veður af þessu og sömuleiðis fyrrverandi stjórnandi sem reyndi að nota ályktunina til að fjárkúga mjög veglegan starfslokasamning út úr félaginu,“ sagði Sólveig Anna við Kjarnann. Hún hefði aðeins viljað eitt frá starfsmönnum Eflingar; að þeir segðu að á skrifstofu Eflingar ríkti ekki ógnarstjórn. Henni og samstarfsmönnum hennar hefði orðið ljóst að ef ályktunin yrði gerð opinber myndu þau ekki geta starfað lengur. „Starfsfólk Eflingar skildi ekki hvað ég var að segja við þau á þessum fundi á föstudaginn. Þau skildu aldrei þessa baráttu. Þau settu sig aldrei inn í hana af þeirri dýpt sem þarf til að skilja hana. Á endanum held ég að það sé vegna þess að þau viðurkenna ekki og skilja ekki þær aðstæður sem verka- og láglaunafólk innan Eflingar býr við. Og þau viðurkenna ekki og skilja þann samfélagslega raunveruleika sem við búum við. Þau viðurkenna ekki og skilja ekki það eignarhald sem auðstéttin hefur á þessu samfélagi og þar með viðurkenna þau og skilja ekki að til þess að ná árangri þá þarf að sýna þrek og þor og hugrekki og kappsemi.“ Hér má finna viðtal Kjarnans við Sólveigu Önnu. Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Þannig hefst ályktun trúnaðarmanna Eflingar, sem send var stjórnendum félagsins 9. júní 2021. Þar segir meðal annars að starfsmenn þori ekki að tjá sig af ótta við að „lenda í óvinahópi eða á aftökulistanum“, þeim sé misboðið hvernig farið sé með aðra starfsmenn og þá valdi starfsmannafundir streitu vegna ótta við óvænta atburði. „Þetta eru ekki nýja áhyggjur heldur hafa þær verið að þróast og dýpka með árunum. Á síðustu þremur árum hafa 22 starfsmenn af liðlega 50 manna starfshópi hætt eða verið sagt upp. Það gerir rúmlega 40% starfsmanna. Það er ekki óeðlilegt að starfsfólk óttist hvað gerist næst. Svona mikil starfsmannavelta er auk þess heilmikið álag fyrir hin venjubundna starfsmann.“ Í ályktun trúnaðarmannanna segir að það sé eðlilegt að þeir boði til vinnustaðafundar. Starfsmenn hafi kallað eftir því að fá að ræða líðan sína og áhyggjur. Það sé skýrt samkvæmt kjarasamningi að starfsmenn eigi rétt á slíkum fundi. „Ef við værum að ráðleggja félagsmönnum okkar út í bæ, í sömu stöðu, myndum við skora á þau að halda slíkan vinnustaðarfund,“ segja trúnaðarmennirnir. „Það er von okkar að með þessari ályktun verði brugðist hratt og örugglega við þeirri vanlíðan og óöryggi sem starfsmenn upplifa í starfi. Það er ekki hægt að búa við þetta lengur og við megum alls ekki missa fleiri úr starfi. Við getum alveg gert þetta að góðum starfsstað.“ Óverjandi framferði eða eiginlegt hlutverk starfsins? Álytkunin var, sem fyrr segir, send stjórnendum Eflingar í júní síðastliðnum en varð á endanum til þess að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður félagsins, og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri létu af störfum um síðustu mánaðamót. Bæði hafa sagt gróflega að sér sótt og vænt trúnaðarmennina og starfsmenn Eflingar um að vera þátttakendur í ofsóknum andstæðinga sinna. Í hádegisfréttum Bylgjunnar 3. nóvember síðastliðinn sagði Viðar framferði trúnaðarmannanna „óverjandi“ og sagði óeðlilegt að þeir hefðu sett niður á blað „grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi“ ásakanir. „Mér finnst þetta ekki bara sorglegt heldur eru þetta ákveðin öfugmæli því það er hlutverk trúnaðarmanna að taka við kvörtunum starfsmanna, fara yfir kvartanir og reyna að leiða mál til lykta sjálfir og hafa samband við atvinnurekendur í því sambandi," sagði hins vegar Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. „Ég verð nú að segja það að mér finnst svona ummæli um trúnaðarmenn, mér finnst þau afar sorgleg, sérstaklega þegar þau koma úr munni þeirra sem hafa verið í forystu hreyfingarinnar," sagði Lára í samtali við fréttastofu. Langur tími leið frá því að ályktunin var send stjórnendum Eflingar og þar til allt sprakk í loft upp. Sú atburðarás hófst þegar starfsmaður RÚV hafði samband við Sólveigu fimmtudaginn 28. október síðastliðinn með spurningar um ályktunina. Í Facebook-færslu sagði Sólveig Anna að fyrirspurn fréttamannsins mætti rekja til Guðmundar Baldurssonar, stjórnarmanns í Eflingu, sem hefði „lengi verið uppsigað við félagið“. Hún hefði brugðist við með því að biðja starfsmenn Eflingar að bera til baka þær staðhæfingar sem hafðar voru frammi í ályktuninni og/eða lýsa yfir stuðningi við sig. Sagði hún umfjöllun um ályktunina myndu valda miklum skaða fyrir baráttu félagsins og hagsmuni félagsmanna en mikill tími og orka hefði þegar farið í að verjast ásökunum um „meinta glæpi og réttindabrot“ Sólveigar gegn fyrrverandi starfsmönnum Eflingar. Þegar starfsmenn höfðu rætt málið og komist að þeirri niðurstöðu að þeir myndu ekki draga það til baka sem stóð í ályktun trúnaðarmannanna ákvað formaðurinn að segja af sér. „Mér þykir það ótrúlegt að það sé starfsfólk Eflingar sem í reynd hrekur mig úr starfi, með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um mig og samverkafólk mitt. Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ sagði Sólveig Anna á Facebook í byrjun síðustu viku. Viðar tilkynnti skömmu síðar að hann myndi einnig segja upp störfum. „Búumst áfram við góðu samstarfi ef á þarf að halda“ En hvað gerðist í júní? Sama dag og trúnaðarmennirnir sendu ályktunina frá sér svaraði Viðar. Sagðist hann telja að það væri gott skref að hann og Elva Dögg Pálsdóttir, mannauðsstjóri Eflingar, hittu trúnaðarmennina á fundi og það varð úr að fundur var boðaður 11. júní. Þann fund sátu Viðar, Elva Dögg og annar trúnaðarmannanna, Ragnheiður Valgarðsdóttir, en hinn, Hjördís Ólafsdóttir, var í fríi. Í samantekt Viðars um fundinn, sem dagsett er 16. júní, kemur fram að þar hafi hann farið yfir þau vinnubrögð sem notast væri við til að taka á frammistöðutengdum vandamálum hjá starfsfólki. Þegar mönnum væri sagt upp vegna slíkra mála væri eðlilegt að það kæmi öðrum á óvart, því samtöl um slík vandamál færu ekki fram fyrir opnum tjöldum heldur í trúnaði við viðkomandi starfsmann. Þá væri ávallt reynt að fara „mildilegustu leiðina“ og byrja á því að leysa málin og vísa veginn til úrbóta. Á tölvupóstsamskiptum milli stjórnenda Eflingar og trúnaðarmanna er ekki að merkja það stríðsástand sem báðir aðilar hafa lýst á vinnustaðnum. Þar er ekki að sjá að efni ályktuninnar margumræddu hafi farið jafn mikið fyrir brjóstið á stjórnendum eins og þeir hafa síðar greint frá og þá virðast trúnaðarmenn sáttir við þær skýringar sem þeir fengu á fundinum með framkvæmdastjóranum og mannauðsstjóranum.Vísir/Vilhelm „Ég útskýrði að á mörgum vinnustöðum eru ekki gerðar kröfur til stjórnenda. Þar eru vandamál látin óáreitt og vanræksla látin viðgangast. Ein ástæða þess er ótti við fjaðrafok, sem stjórnendur upphefja oft ef þeir lenda í vandamálum í starfi,“ sagði Viðar í samantektinni. „Ég útskýrði að ég óttast ekki slíkt heldur er tilbúinn að axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka á málum. Ég vil hafa rétta manneskju á réttum stað í stjórnendastarfi, jafnvel þótt það gangi ekki í fyrstu tilraun að finna þá manneskju. Það geri ég með hag starfseminnar og starfsmanna að leiðarljósi.“ Þá sagðist hann skilja að starfsmannabreytingar gætu valdið óróa á vinnustaðnum og hvatti trúnaðarmennina til að koma þeim skilaboðum til starfsmanna að ef þeir upplifðu slíkt, ekki síst ef það tengdist eigin starfsöryggi, að þeir ræddu málið við næsta yfirmann. „Einnig benti ég á þá leið að ræða við mannauðsstjóra. Ég sagði að ég teldi að slík samtöl ættu mjög auðveldlega að geta róað áhyggjur af þessu tagi hjá flestu starfsfólki hér á okkar vinnustað,“ sagði Viðar. Sagðist hann hafa farið yfir starfsmannaveltu síðustu ára á fundinum og að framfarir hefðu orðið á starfsmannamálum. Spurði hann að lokum hvort Ragnheiði þætti eitthvað útaf standa eða verið óskýrt en hún hefði neitað því. „Við teljum okkur hafa náð að taka saman öll þau atriði sem við vildum segja í ályktuninni og trúum því og treystum að unnið verði með þau. Að okkar hálfu er ekki þörf á öðrum fundi eins og er. Búumst áfram við góðu samstarfi ef á þarf að halda,“ svaraði Ragnheiður samdægurs. Þegar Sólveig ákvað að segja af sér sem formaður Eflingar fylgdi Viðar út um dyrnar. Hann sagði framgöngu trúnaðarmannanna óverjandi en sérfræðingur í vinnurétti sagði þá aðeins hafa verið að sinna störfum sínum.Vísir/Vilhelm Neita að afhenda ályktunina Samskiptin milli Viðars og Ragnheiðar bera ekki með sér að óvild hafi kraumað undir af hálfu beggja eða annars aðila. Hins vegar virðast trúnaðarmennirnir hafa sent póst 16. júní þar sem fram kom að stjórnarmaður Eflingar hefði óskað eftir því að fá ályktunina afhenta. Trúnaðamennirnir segja eðlilegt að stjórnendur Eflingar afhendi ályktunina stjórn, „enda samræmist það lögum félagsins að upplýsa stjórn félagsins um vinnuskilyrði starfsmanna.“ Þessi beiðni er ítrekuð í tölvupósti trúnaðarmannanna 24. júní, þar sem þeir óska eftir staðfestingu á því að stjórn Eflingar hafi fengið ályktunina afhenta. Sama dag sendir Sólveig Anna þeim póst þar sem fram kemur að stjórnin hafi rætt ályktunina á fundi og það hefði verið niðurstaðan að stjórnin óskaði ekki eftir því að fá skjalið afhent. Á þessum tíma liggur þó fyrir að einn stjórnarmanna, áðurnefndur Guðmundur Baldursson, vildi fá afrit af ályktuninni. Fór þó svo að í lok ágúst hafði hann ekki enn haft erindi sem erfiði og leitaði þá til Alþýðusambands Íslands. Óskaði hann eftir því að miðstjórn ASÍ hlutaðist til um að formaður Eflingar sendi honum og öðrum stjórnarmönnum í Eflingu umrædda ályktun. Með erindinu til ASÍ fylgdi beiðni Guðmundar og svar Sólveigar Önnu þar sem henni var hafnað. Í minnisblaði sem lögfræðingur ASÍ tók saman komst hann að þeirri niðurstöðu að kæra Guðmundar væri ekki tæk til efnislegrar meðferðar hjá miðstjórn ASÍ, þar sem hún hefði ekki heimildir til afskipta af innri málefnum Eflingar. Hins vegar reifaði hann einnig niðurstöðu undirréttar og Hæstaréttar í máli Vilhjálms Birgissonar, þáverandi stjórnarmanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem stjórnarmenn voru sagðir eiga rétt að fá afhent þau gögn sem þeir þyrftu að fá til að geta sinnt eftirlitshlutverki sínu. Þannig yrði að telja „að formanni [Eflingar] kunni að vera óheimilt að neita [Guðmundi] og öðrum stjórnarmönnum Eflingar um aðgang að gögnum sem varða starfsemi félagsins, starfsmenn þess og vinnuskilyrð8i þeirra,“ sagði lögfræðingur ASÍ í minnisblaði sínu. Undir þetta tók Vilhjálmur Birgisson í samtali við Vísi. „Um [þetta] snérist mitt mál á sínum tíma. Ég var í minnihluta stjórnar VLFA og það var vísað í það að það hefði verið afgreitt á stjórnarfundi að ég ætti ekki að hafa aðgang að bókhaldsgögnunum. En þeir dómar sem síðar féllu voru alveg ótvíræðir um að til að stjórnarmenn gætu uppfyllt sína lagalegu skyldu þá yrðu þeir að hafa slíkt aðgengi.“ Sakar stjórnanda um fjárkúgun Í tölvupósti trúnaðarmannanna frá 24. júní óskuðu þeir eftir viðbrögðum við ályktuninni frá 9. júní. „Hvað hyggst yfirstjórn Eflingar gera til að bæta líðan starfsmanna og bregðast við þeim áhyggjum sem fram koma í ályktuninni?“ spyrja þeir. Það virðist því ljóst að þeir hafi ekki litið svo á fundinn með Viðari og Elvu Dögg sem lokasvar, jafnvel þótt stjórnendur Eflingar hafi metið það svo. Vísir hefur engar upplýsingar um það hvort frekari samskipti áttu sér stað milli trúnaðarmannanna og stjórnenda félagsins frá júní og þar til Sólveig Anna og Viðar ákváðu að segja skilið við félagið. Hvorki trúnaðarmennirnir né Sólveig Anna hafa viljað ræða við fjölmiðla, þar til síðarnefnda steig fram og ræddi við Kjarnann. Þar segir hún að hún hafi áttað sig á því þegar hún fékk símhringingu frá fréttamanni RÚV að sú atburðarás sem hún hefði verið að undirbúa sig undir væri að verða að veruleika. „Ég hugleiddi bara stöðu mína og þær aðstæður sem voru upp komnar og komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert annað að gera. Ég taldi mig vita með vissu að á þessum tíma væru mjög fáir úr starfsmannahópnum, alls fimm manns auk nokkurra stjórnenda, sem hefðu séð þessa ályktun. Ég taldi mig vita að það væru fáir sem hefðu komið að því að skrifa hana og að hún hefði ekki farið í neina dreifingu innan starfsmannahópsins. Af einhverjum ástæðum virðist Guðmundur Baldursson hafa fengið einhverskonar aðgang eða veður af þessu og sömuleiðis fyrrverandi stjórnandi sem reyndi að nota ályktunina til að fjárkúga mjög veglegan starfslokasamning út úr félaginu,“ sagði Sólveig Anna við Kjarnann. Hún hefði aðeins viljað eitt frá starfsmönnum Eflingar; að þeir segðu að á skrifstofu Eflingar ríkti ekki ógnarstjórn. Henni og samstarfsmönnum hennar hefði orðið ljóst að ef ályktunin yrði gerð opinber myndu þau ekki geta starfað lengur. „Starfsfólk Eflingar skildi ekki hvað ég var að segja við þau á þessum fundi á föstudaginn. Þau skildu aldrei þessa baráttu. Þau settu sig aldrei inn í hana af þeirri dýpt sem þarf til að skilja hana. Á endanum held ég að það sé vegna þess að þau viðurkenna ekki og skilja ekki þær aðstæður sem verka- og láglaunafólk innan Eflingar býr við. Og þau viðurkenna ekki og skilja þann samfélagslega raunveruleika sem við búum við. Þau viðurkenna ekki og skilja ekki það eignarhald sem auðstéttin hefur á þessu samfélagi og þar með viðurkenna þau og skilja ekki að til þess að ná árangri þá þarf að sýna þrek og þor og hugrekki og kappsemi.“ Hér má finna viðtal Kjarnans við Sólveigu Önnu.
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira