Matvælaverð ekki verið hærra í meira en áratug Eiður Þór Árnason skrifar 5. nóvember 2021 09:21 Hveiti hefur hækkað um nærri 40 prósent á tólf mánuðum. Getty/Erik Isakson Matvælaverð hefur ekki verið hærra á heimsvísu í meira en áratug, að sögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Verð á matvörum hefur hækkað um yfir 30 prósent á síðastliðnu ári. Verð á grænmetisolíum hefur náð methæðum eftir nærri tíu prósenta hækkun í október og kornmeti farið upp um meira en 22 prósent á einu ári. Þar spilar verð á hveiti stórt hlutverk sem hefur hækkað um nærri 40 prósent á síðustu tólf mánuðum eftir dræma uppskeru í stórum útflutningslöndum á borð við Kanada, Rússland og Bandaríkin. Þá hafa framleiðslu- og flutningstruflanir, hærra hrávöruverð, verksmiðjulokanir og stjórnmálaspenna átt þátt sinn í því að hækkun matarkörfunnar, að sögn FAO. „Hvað varðar kornvörurnar, þá er hægt að segja að það séu í raun loftslagsbreytingar sem eru að leiða til misheppnaðrar uppskeru,“ segir Peter Batt, sérfræðingur í landbúnaðarviðskiptum við Curtin-viðskiptaháskólann, í samtali við BBC. „Við höfum séð frekar slæma uppskeru síðustu ár á mörgum stöðum.“ Heimsfaraldurinn haft sitt að segja FAO segir að vísitala grænmetisolía hafi leitað upp á við þökk sé verðhækkunum á pálmakjarna-, soja- og sólblóma- og repjuolíum. Í tilfelli pálmakjarnaolíunnar hefur viðvarandi skortur á farandverkamönnum í Malasíu ýtt undir hækkanir. Sömuleiðis hefur starfsmannaskortur aukið framleiðslu- og flutningskostnað í öðrum heimshlutum. Að sögn FAO hefur heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á skipaflutninga og flutningsraskanir meðal annars ýtt upp verði á mjólkurvörum sem hefur hækkað um nærri 16 prósent á síðastliðnu ári. Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verð á grænmetisolíum hefur náð methæðum eftir nærri tíu prósenta hækkun í október og kornmeti farið upp um meira en 22 prósent á einu ári. Þar spilar verð á hveiti stórt hlutverk sem hefur hækkað um nærri 40 prósent á síðustu tólf mánuðum eftir dræma uppskeru í stórum útflutningslöndum á borð við Kanada, Rússland og Bandaríkin. Þá hafa framleiðslu- og flutningstruflanir, hærra hrávöruverð, verksmiðjulokanir og stjórnmálaspenna átt þátt sinn í því að hækkun matarkörfunnar, að sögn FAO. „Hvað varðar kornvörurnar, þá er hægt að segja að það séu í raun loftslagsbreytingar sem eru að leiða til misheppnaðrar uppskeru,“ segir Peter Batt, sérfræðingur í landbúnaðarviðskiptum við Curtin-viðskiptaháskólann, í samtali við BBC. „Við höfum séð frekar slæma uppskeru síðustu ár á mörgum stöðum.“ Heimsfaraldurinn haft sitt að segja FAO segir að vísitala grænmetisolía hafi leitað upp á við þökk sé verðhækkunum á pálmakjarna-, soja- og sólblóma- og repjuolíum. Í tilfelli pálmakjarnaolíunnar hefur viðvarandi skortur á farandverkamönnum í Malasíu ýtt undir hækkanir. Sömuleiðis hefur starfsmannaskortur aukið framleiðslu- og flutningskostnað í öðrum heimshlutum. Að sögn FAO hefur heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á skipaflutninga og flutningsraskanir meðal annars ýtt upp verði á mjólkurvörum sem hefur hækkað um nærri 16 prósent á síðastliðnu ári.
Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira