Matvælaverð ekki verið hærra í meira en áratug Eiður Þór Árnason skrifar 5. nóvember 2021 09:21 Hveiti hefur hækkað um nærri 40 prósent á tólf mánuðum. Getty/Erik Isakson Matvælaverð hefur ekki verið hærra á heimsvísu í meira en áratug, að sögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Verð á matvörum hefur hækkað um yfir 30 prósent á síðastliðnu ári. Verð á grænmetisolíum hefur náð methæðum eftir nærri tíu prósenta hækkun í október og kornmeti farið upp um meira en 22 prósent á einu ári. Þar spilar verð á hveiti stórt hlutverk sem hefur hækkað um nærri 40 prósent á síðustu tólf mánuðum eftir dræma uppskeru í stórum útflutningslöndum á borð við Kanada, Rússland og Bandaríkin. Þá hafa framleiðslu- og flutningstruflanir, hærra hrávöruverð, verksmiðjulokanir og stjórnmálaspenna átt þátt sinn í því að hækkun matarkörfunnar, að sögn FAO. „Hvað varðar kornvörurnar, þá er hægt að segja að það séu í raun loftslagsbreytingar sem eru að leiða til misheppnaðrar uppskeru,“ segir Peter Batt, sérfræðingur í landbúnaðarviðskiptum við Curtin-viðskiptaháskólann, í samtali við BBC. „Við höfum séð frekar slæma uppskeru síðustu ár á mörgum stöðum.“ Heimsfaraldurinn haft sitt að segja FAO segir að vísitala grænmetisolía hafi leitað upp á við þökk sé verðhækkunum á pálmakjarna-, soja- og sólblóma- og repjuolíum. Í tilfelli pálmakjarnaolíunnar hefur viðvarandi skortur á farandverkamönnum í Malasíu ýtt undir hækkanir. Sömuleiðis hefur starfsmannaskortur aukið framleiðslu- og flutningskostnað í öðrum heimshlutum. Að sögn FAO hefur heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á skipaflutninga og flutningsraskanir meðal annars ýtt upp verði á mjólkurvörum sem hefur hækkað um nærri 16 prósent á síðastliðnu ári. Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Verð á grænmetisolíum hefur náð methæðum eftir nærri tíu prósenta hækkun í október og kornmeti farið upp um meira en 22 prósent á einu ári. Þar spilar verð á hveiti stórt hlutverk sem hefur hækkað um nærri 40 prósent á síðustu tólf mánuðum eftir dræma uppskeru í stórum útflutningslöndum á borð við Kanada, Rússland og Bandaríkin. Þá hafa framleiðslu- og flutningstruflanir, hærra hrávöruverð, verksmiðjulokanir og stjórnmálaspenna átt þátt sinn í því að hækkun matarkörfunnar, að sögn FAO. „Hvað varðar kornvörurnar, þá er hægt að segja að það séu í raun loftslagsbreytingar sem eru að leiða til misheppnaðrar uppskeru,“ segir Peter Batt, sérfræðingur í landbúnaðarviðskiptum við Curtin-viðskiptaháskólann, í samtali við BBC. „Við höfum séð frekar slæma uppskeru síðustu ár á mörgum stöðum.“ Heimsfaraldurinn haft sitt að segja FAO segir að vísitala grænmetisolía hafi leitað upp á við þökk sé verðhækkunum á pálmakjarna-, soja- og sólblóma- og repjuolíum. Í tilfelli pálmakjarnaolíunnar hefur viðvarandi skortur á farandverkamönnum í Malasíu ýtt undir hækkanir. Sömuleiðis hefur starfsmannaskortur aukið framleiðslu- og flutningskostnað í öðrum heimshlutum. Að sögn FAO hefur heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á skipaflutninga og flutningsraskanir meðal annars ýtt upp verði á mjólkurvörum sem hefur hækkað um nærri 16 prósent á síðastliðnu ári.
Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent