Starfsemi Myllubakkaskóla flutt á fjóra staði Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2021 18:20 Mylga fannst í Myllubakkaskóla í Keflavík í október. Hátt í fjögur hundruð nemendur og starfsmenn verða færðir í bráðabirgðahúsnæði á fjórum stöðum í bænum í næstu viku. Vísir/Þorgils Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í dag að leggja nítján milljónir króna í að flytja starfsemi Myllubakkaskóla á fjóra staði í bænum tímabundið á meðan unnið er á úttekt á húsnæði hans. Myglu varð fyrst vart í skólanum árið 2019 og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana síðan. Þær aðgerðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri, því enn greindist mygla í skólanum í síðasta mánuði. Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, segir við Vísi að áhersla hafi verið lögð á að bráðabirgðahúsnæðið væri nærri Myllubakkaskóla í miðbæ Keflavíkur. Þannig verða nemendur í 1. og 2. bekk hýstir í færanlegum kennslustofum sem eru þegar á lóð Myllubakkaskóla. Hægt verður að nýta lóða skólans um umhverfi sem þeir eru vanir áfram. Nemendur í 3. og 4. bekk fara í gamla barnaskólann við Skólaveg sem bærinn hefur nýtt undir fundahald og námskeið undanfarin ár. Helgi segir bygginguna elsta skóla bæjarins en að henni hafi verið haldið vel við. Fimmtu og sjöttu bekkingar verða á hæðinni fyrir ofan Bónus í gamla Félagsbíó nærri ráðhúsinu. Helgi segir það eina húsnæðið sem bærinn þarf að leigja vegna flutningsins. Unglingadeildinni verður komið tímabundið fyrir í Íþróttaakademíunni og Reykjaneshöll. Nemendur í 8.-10. bekk verða í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.Vísir/Þorgils Til stendur að flytja starfsemina dagana 12.-14. nóvember. Fræðsluráð samþykkti að bæta tveimur starfsdögum við skóladagatal Myllubakkaskóla dagana 15. og 16. nóvember vegna flutninganna. Um 340 nemendur og sjötíu starfsmenn eru við Myllubakkaskóla. Helgi segir að vonir standi til að úttekt Eflu á húsnæði Myllubakkaskóla ljúki fyrir lok nóvember og að þá verði mögulegt hægt að senda einhverja hópa nemenda til baka. Ekkert sé þó gefið í þeim efnum. Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Tengdar fréttir Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. 20. október 2021 13:47 Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. 19. október 2021 23:48 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, segir við Vísi að áhersla hafi verið lögð á að bráðabirgðahúsnæðið væri nærri Myllubakkaskóla í miðbæ Keflavíkur. Þannig verða nemendur í 1. og 2. bekk hýstir í færanlegum kennslustofum sem eru þegar á lóð Myllubakkaskóla. Hægt verður að nýta lóða skólans um umhverfi sem þeir eru vanir áfram. Nemendur í 3. og 4. bekk fara í gamla barnaskólann við Skólaveg sem bærinn hefur nýtt undir fundahald og námskeið undanfarin ár. Helgi segir bygginguna elsta skóla bæjarins en að henni hafi verið haldið vel við. Fimmtu og sjöttu bekkingar verða á hæðinni fyrir ofan Bónus í gamla Félagsbíó nærri ráðhúsinu. Helgi segir það eina húsnæðið sem bærinn þarf að leigja vegna flutningsins. Unglingadeildinni verður komið tímabundið fyrir í Íþróttaakademíunni og Reykjaneshöll. Nemendur í 8.-10. bekk verða í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ.Vísir/Þorgils Til stendur að flytja starfsemina dagana 12.-14. nóvember. Fræðsluráð samþykkti að bæta tveimur starfsdögum við skóladagatal Myllubakkaskóla dagana 15. og 16. nóvember vegna flutninganna. Um 340 nemendur og sjötíu starfsmenn eru við Myllubakkaskóla. Helgi segir að vonir standi til að úttekt Eflu á húsnæði Myllubakkaskóla ljúki fyrir lok nóvember og að þá verði mögulegt hægt að senda einhverja hópa nemenda til baka. Ekkert sé þó gefið í þeim efnum.
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Tengdar fréttir Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. 20. október 2021 13:47 Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. 19. október 2021 23:48 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. 20. október 2021 13:47
Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. 19. október 2021 23:48