Færeyingur sem er enn að halda upp á jólin í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2021 20:10 Matthilda Tórshamar textílkona í Vestmannaeyjum, sem er með fína aðstöðu í Hvíta húsinu á eyjunni þar sem hún vinnur fallegu verkin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekkert sem Matthilda Tórshamar í Vestmannaeyjum getur ekki gert þegar kemur að því að búa til textílverk og sauma myndir. Þá býr hún líka til mikið af fallegum hlutum úr endurunnuefni, auk þess að prjóna lopapeysur af mikilli snilld. Matthilda, sem er frá Færeyjum hefur búið til fjölda ára í Vestmannaeyjum. Hún er í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja og hefur fína aðstöðu hjá félaginu í Hvíta húsinu. Verkina hennar upp um alla veggi eru ótrúlega falleg en innblástur af myndunum sækir hún mikið til Vestmannaeyja og til annarra staða á landinu. „Ég er að endurvinna efni, ég sauma myndir og ég sauma lúffur úr gömlum lopaleysum og ég hef verið að sauma töskur úr útsaumsmyndum,“ segir Matthilda. Hún er líka mjög mikið fyrir endurnýtingu á allskonar efni. „Já, til hvers að vera að kaupa nýtt þegar maður er með fullt af efni sem er hægt að nota. Við eigum að endurnýta og endurnýta eins og við getum. Það eina, sem ég kaupi nýtt er límið, sem ég nota bak við, sem ég strauja efnið á og náttúrulega tvinninn,“ segir hún. Verk Matthildu vekja alltaf mikla athygli þeirra, sem skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matthilda hefur mjög gaman af því að gera myndir af Lundum og þá hefur hún gert nokkrar myndir frá Seyðisfirði og látið andvirði af sölu þeirra renna til björgunarsveitarinnar á staðnum. Myndir frá Færeyjum eru líka í uppáhaldi hjá henni. Töskurnar hennar úr endurunnuefni eru líka mjög fallegar, svo ekki sé minnst á lopapeysurnar, sem hún prjónar af miklum dugnaði. Matthilda er mjög ánægð að búa í Vestmannaeyjum en saga hennar af hverju hún flutti þangað er skemmtileg. „Já, ég kom hingað 1989 til að halda jól hjá bróður mínum. Ég fór á gamlársball, kynntist manninum mínum þar og fór ekkert aftur, ég er enn þá að halda jól segi ég stundum. Ég myndi hvergi annars staðar vilja eiga heima en í Vestmannaeyjum“, segir Matthilda. Matthilda er líka mjög flínk og snjöll að prjóna lopapeysur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Handverk Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Matthilda, sem er frá Færeyjum hefur búið til fjölda ára í Vestmannaeyjum. Hún er í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja og hefur fína aðstöðu hjá félaginu í Hvíta húsinu. Verkina hennar upp um alla veggi eru ótrúlega falleg en innblástur af myndunum sækir hún mikið til Vestmannaeyja og til annarra staða á landinu. „Ég er að endurvinna efni, ég sauma myndir og ég sauma lúffur úr gömlum lopaleysum og ég hef verið að sauma töskur úr útsaumsmyndum,“ segir Matthilda. Hún er líka mjög mikið fyrir endurnýtingu á allskonar efni. „Já, til hvers að vera að kaupa nýtt þegar maður er með fullt af efni sem er hægt að nota. Við eigum að endurnýta og endurnýta eins og við getum. Það eina, sem ég kaupi nýtt er límið, sem ég nota bak við, sem ég strauja efnið á og náttúrulega tvinninn,“ segir hún. Verk Matthildu vekja alltaf mikla athygli þeirra, sem skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matthilda hefur mjög gaman af því að gera myndir af Lundum og þá hefur hún gert nokkrar myndir frá Seyðisfirði og látið andvirði af sölu þeirra renna til björgunarsveitarinnar á staðnum. Myndir frá Færeyjum eru líka í uppáhaldi hjá henni. Töskurnar hennar úr endurunnuefni eru líka mjög fallegar, svo ekki sé minnst á lopapeysurnar, sem hún prjónar af miklum dugnaði. Matthilda er mjög ánægð að búa í Vestmannaeyjum en saga hennar af hverju hún flutti þangað er skemmtileg. „Já, ég kom hingað 1989 til að halda jól hjá bróður mínum. Ég fór á gamlársball, kynntist manninum mínum þar og fór ekkert aftur, ég er enn þá að halda jól segi ég stundum. Ég myndi hvergi annars staðar vilja eiga heima en í Vestmannaeyjum“, segir Matthilda. Matthilda er líka mjög flínk og snjöll að prjóna lopapeysur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Handverk Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira