Ummæli Viðars sorgleg og skaðleg fyrir trúnaðarmenn vinnustaða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. nóvember 2021 18:31 Lára V. Júlíusdóttir hefur skrifað mikið um vinnurétt í gegn um feril sinn. Hún varði fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar, sem var látinn fara fyrir þremur árum. vísir/einar Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli Viðars Þorsteinssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg. Hún telur að þau geti gert starf trúnaðarmanna á ýmsum vinnustöðum erfiðari. Viðar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að framferði trúnaðarmanna Eflingar hefði verið „algjörlega óverjandi“ en þeir sendu stjórnendum Eflingar, honum sjálfum og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, ályktun í júní þar sem ýmsum kvörtunum starfsmanna var lýst. Sorglegt að svona komi frá verkalýðshreyfingunni Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður sem var meðal annars lögmaður fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar sem var látinn fara, telur ekkert óeðlilegt við að trúnaðarmenn láti yfirmenn á vinnustað sínum vita af áhyggjum eða ásökunum starfsmanna. Ummæli Viðars séu því sérkennileg. Lára hefur sérhæft sig í vinnurétti. „Ég verð nú að segja það að mér finnst svona ummæli um trúnaðarmenn, mér finnst þau afar sorgleg sérstaklega þegar þau koma úr munni þeirra sem hafa verið í forystu hreifingarinnar," segir Lára. Í umræddri ályktun var því lýst hvernig margir starfsmenn hefðu leitað til trúnaðarmanna því þeir upplifðu óöryggi á vinnustað og höfðu sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Einhverjir töluðu þar um ótta við að lenda í óvinahópi stjórnenda eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmennirnir hafi sinnt sínu hlutverki En að trúnaðarmennirnir skuli hafa komið þessu til skila gagnrýnir Viðar harðlega og segir það hreinlega hafa veriðóverjandi vinnubrögð hjá trúnaðarmönnunum að senda frá sér ályktunina. Í hádegisfréttum í dag sagði hann óeðlilegt að trúnaðarmenn settu niður á blað það sem hann kallaði grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur „vinnufélögum sínum". Þessar umkvartanir snerust þó auðvitað ekki um almenna vinnufélaga heldur um yfirmennina Viðar og Sólveigu. „Mér finnst þetta ekki bara sorglegt heldur eru þetta ákveðin öfugmæli því það er hlutverk trúnaðarmanna að taka við kvörtunum starfsmanna, fara yfir kvartanir og reyna að leiða mál til lykta sjálfir og hafa samband við atvinnurekendur í því sambandi," segir Lára „Og ég sé ekki að þessi trúnaðarmaður í sínum störfum hafi gert neitt annað en það sem honum bar." Ekkert heyrist frá verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á laugardagskvöld, hefur þá ekki viljað svara ítrekuðum símtölum eða skilaboðum fréttastofu. Í staðinn hefur hún kosið að tjá sig í gegn um fjölda statusa á Facebook og virðist þannig ekki vilja svara spurningum um allt málið í bili. Hvorki Drífa Snædal, forseti ASÍ, né Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, vildu þá veita fréttastofu viðtal í dag til að bregðast við ummælum Viðars um trúnaðarmenn Eflingar. Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Sjá meira
Viðar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að framferði trúnaðarmanna Eflingar hefði verið „algjörlega óverjandi“ en þeir sendu stjórnendum Eflingar, honum sjálfum og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, ályktun í júní þar sem ýmsum kvörtunum starfsmanna var lýst. Sorglegt að svona komi frá verkalýðshreyfingunni Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður sem var meðal annars lögmaður fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar sem var látinn fara, telur ekkert óeðlilegt við að trúnaðarmenn láti yfirmenn á vinnustað sínum vita af áhyggjum eða ásökunum starfsmanna. Ummæli Viðars séu því sérkennileg. Lára hefur sérhæft sig í vinnurétti. „Ég verð nú að segja það að mér finnst svona ummæli um trúnaðarmenn, mér finnst þau afar sorgleg sérstaklega þegar þau koma úr munni þeirra sem hafa verið í forystu hreifingarinnar," segir Lára. Í umræddri ályktun var því lýst hvernig margir starfsmenn hefðu leitað til trúnaðarmanna því þeir upplifðu óöryggi á vinnustað og höfðu sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Einhverjir töluðu þar um ótta við að lenda í óvinahópi stjórnenda eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmennirnir hafi sinnt sínu hlutverki En að trúnaðarmennirnir skuli hafa komið þessu til skila gagnrýnir Viðar harðlega og segir það hreinlega hafa veriðóverjandi vinnubrögð hjá trúnaðarmönnunum að senda frá sér ályktunina. Í hádegisfréttum í dag sagði hann óeðlilegt að trúnaðarmenn settu niður á blað það sem hann kallaði grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur „vinnufélögum sínum". Þessar umkvartanir snerust þó auðvitað ekki um almenna vinnufélaga heldur um yfirmennina Viðar og Sólveigu. „Mér finnst þetta ekki bara sorglegt heldur eru þetta ákveðin öfugmæli því það er hlutverk trúnaðarmanna að taka við kvörtunum starfsmanna, fara yfir kvartanir og reyna að leiða mál til lykta sjálfir og hafa samband við atvinnurekendur í því sambandi," segir Lára „Og ég sé ekki að þessi trúnaðarmaður í sínum störfum hafi gert neitt annað en það sem honum bar." Ekkert heyrist frá verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á laugardagskvöld, hefur þá ekki viljað svara ítrekuðum símtölum eða skilaboðum fréttastofu. Í staðinn hefur hún kosið að tjá sig í gegn um fjölda statusa á Facebook og virðist þannig ekki vilja svara spurningum um allt málið í bili. Hvorki Drífa Snædal, forseti ASÍ, né Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, vildu þá veita fréttastofu viðtal í dag til að bregðast við ummælum Viðars um trúnaðarmenn Eflingar.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Sjá meira