Ummæli Viðars sorgleg og skaðleg fyrir trúnaðarmenn vinnustaða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. nóvember 2021 18:31 Lára V. Júlíusdóttir hefur skrifað mikið um vinnurétt í gegn um feril sinn. Hún varði fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar, sem var látinn fara fyrir þremur árum. vísir/einar Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli Viðars Þorsteinssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg. Hún telur að þau geti gert starf trúnaðarmanna á ýmsum vinnustöðum erfiðari. Viðar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að framferði trúnaðarmanna Eflingar hefði verið „algjörlega óverjandi“ en þeir sendu stjórnendum Eflingar, honum sjálfum og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, ályktun í júní þar sem ýmsum kvörtunum starfsmanna var lýst. Sorglegt að svona komi frá verkalýðshreyfingunni Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður sem var meðal annars lögmaður fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar sem var látinn fara, telur ekkert óeðlilegt við að trúnaðarmenn láti yfirmenn á vinnustað sínum vita af áhyggjum eða ásökunum starfsmanna. Ummæli Viðars séu því sérkennileg. Lára hefur sérhæft sig í vinnurétti. „Ég verð nú að segja það að mér finnst svona ummæli um trúnaðarmenn, mér finnst þau afar sorgleg sérstaklega þegar þau koma úr munni þeirra sem hafa verið í forystu hreifingarinnar," segir Lára. Í umræddri ályktun var því lýst hvernig margir starfsmenn hefðu leitað til trúnaðarmanna því þeir upplifðu óöryggi á vinnustað og höfðu sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Einhverjir töluðu þar um ótta við að lenda í óvinahópi stjórnenda eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmennirnir hafi sinnt sínu hlutverki En að trúnaðarmennirnir skuli hafa komið þessu til skila gagnrýnir Viðar harðlega og segir það hreinlega hafa veriðóverjandi vinnubrögð hjá trúnaðarmönnunum að senda frá sér ályktunina. Í hádegisfréttum í dag sagði hann óeðlilegt að trúnaðarmenn settu niður á blað það sem hann kallaði grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur „vinnufélögum sínum". Þessar umkvartanir snerust þó auðvitað ekki um almenna vinnufélaga heldur um yfirmennina Viðar og Sólveigu. „Mér finnst þetta ekki bara sorglegt heldur eru þetta ákveðin öfugmæli því það er hlutverk trúnaðarmanna að taka við kvörtunum starfsmanna, fara yfir kvartanir og reyna að leiða mál til lykta sjálfir og hafa samband við atvinnurekendur í því sambandi," segir Lára „Og ég sé ekki að þessi trúnaðarmaður í sínum störfum hafi gert neitt annað en það sem honum bar." Ekkert heyrist frá verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á laugardagskvöld, hefur þá ekki viljað svara ítrekuðum símtölum eða skilaboðum fréttastofu. Í staðinn hefur hún kosið að tjá sig í gegn um fjölda statusa á Facebook og virðist þannig ekki vilja svara spurningum um allt málið í bili. Hvorki Drífa Snædal, forseti ASÍ, né Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, vildu þá veita fréttastofu viðtal í dag til að bregðast við ummælum Viðars um trúnaðarmenn Eflingar. Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Viðar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að framferði trúnaðarmanna Eflingar hefði verið „algjörlega óverjandi“ en þeir sendu stjórnendum Eflingar, honum sjálfum og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, ályktun í júní þar sem ýmsum kvörtunum starfsmanna var lýst. Sorglegt að svona komi frá verkalýðshreyfingunni Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður sem var meðal annars lögmaður fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar sem var látinn fara, telur ekkert óeðlilegt við að trúnaðarmenn láti yfirmenn á vinnustað sínum vita af áhyggjum eða ásökunum starfsmanna. Ummæli Viðars séu því sérkennileg. Lára hefur sérhæft sig í vinnurétti. „Ég verð nú að segja það að mér finnst svona ummæli um trúnaðarmenn, mér finnst þau afar sorgleg sérstaklega þegar þau koma úr munni þeirra sem hafa verið í forystu hreifingarinnar," segir Lára. Í umræddri ályktun var því lýst hvernig margir starfsmenn hefðu leitað til trúnaðarmanna því þeir upplifðu óöryggi á vinnustað og höfðu sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Einhverjir töluðu þar um ótta við að lenda í óvinahópi stjórnenda eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmennirnir hafi sinnt sínu hlutverki En að trúnaðarmennirnir skuli hafa komið þessu til skila gagnrýnir Viðar harðlega og segir það hreinlega hafa veriðóverjandi vinnubrögð hjá trúnaðarmönnunum að senda frá sér ályktunina. Í hádegisfréttum í dag sagði hann óeðlilegt að trúnaðarmenn settu niður á blað það sem hann kallaði grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur „vinnufélögum sínum". Þessar umkvartanir snerust þó auðvitað ekki um almenna vinnufélaga heldur um yfirmennina Viðar og Sólveigu. „Mér finnst þetta ekki bara sorglegt heldur eru þetta ákveðin öfugmæli því það er hlutverk trúnaðarmanna að taka við kvörtunum starfsmanna, fara yfir kvartanir og reyna að leiða mál til lykta sjálfir og hafa samband við atvinnurekendur í því sambandi," segir Lára „Og ég sé ekki að þessi trúnaðarmaður í sínum störfum hafi gert neitt annað en það sem honum bar." Ekkert heyrist frá verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á laugardagskvöld, hefur þá ekki viljað svara ítrekuðum símtölum eða skilaboðum fréttastofu. Í staðinn hefur hún kosið að tjá sig í gegn um fjölda statusa á Facebook og virðist þannig ekki vilja svara spurningum um allt málið í bili. Hvorki Drífa Snædal, forseti ASÍ, né Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, vildu þá veita fréttastofu viðtal í dag til að bregðast við ummælum Viðars um trúnaðarmenn Eflingar.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira