Nýtt app með tvö þúsund viðburðum framundan á Íslandi Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 15:43 Hjónin Þórarinn Stefánsson og Helga Waage bjuggu til nýtt íslenskt viðburðarapp sem nú veit um tæplega tvö þúsund viðburði sem eru framundan á Íslandi. Þórarinn og Helga eru stofnendur Mobilitus og búa í Bandaríkjunum. Þau bjuggu til appið þegar þau urðu innlyksa á Íslandi vegna Covid. Vísir/Vilhelm Nýtt íslenskt app, Gjugg appið, hefur nú náð því marki að vita um meira en tvö þúsund viðburði framundan á Íslandi. Þetta eru viðburðir eins og tónleikar, sýningar, bókaupplestur og alls kyns fundir og mannfagnaðir. Appið, sem er ókeypis, er smíðað til að hjálpa fólki að finna skemmtilega hluti að gera, skipuleggja helgina með krökkunum. Nú, eða vita hvenær þau koma að tæma grænu tunnuna. Skjáskot af gjugg-appinu. Appið má finna á gjugg.is en höfundar þess eru hjónin Þórarinn Stefánsson og Helga Waage, stofnendur Mobilitus. „Við fengum allt of oft að heyra „Æ, ég hefði viljað sjá þetta, ég vissi bara ekki af þessu" frá fólki eftir að við birtum myndir frá einhverjum tónleikum á Facebook,“ segir Þórarinn um appið og bætir við: „Það er alveg ljóst að fólk er alveg til í að fara og gera meira skemmtilegt, en veit bara ekki hvað er í gangi.“ Gjugg-appið er byggt á viðburðargrunni Mobilitus en allt í allt er þar að finna um tvöhundruð og sjötíu þúsund viðburði um allan heim. Þórarinn segir Gjugg eitt þeirra útspila sem Mobilitus er að vinna að og þar henti Ísland sérstaklega vel sem tilraunamarkaður. „Í grunninn fara sjálfkrafa viðburðaskráningar frá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Hafnarfirði og fleiri sveitarfélögum - ásamt miðasöluvefjum og öðrum vefjum með viðburðaskrár sem við finnum. Það er frábært að finna áhugann og stuðning í verki við yfirlýsta stefnu sveitarfélaganna um opin gögn,“ segir Þórarinn. Viðtal við hjónin verður birt í Atvinnulífinu á Vísi næstkomandi mánudag, en Þórarinn og Helga eru búsett í Bandaríkjunum. Þau bjuggu til gjugg-appið þegar þau urðu innlyksa á Íslandi vegna Covid. Tækni Nýsköpun Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Þetta eru viðburðir eins og tónleikar, sýningar, bókaupplestur og alls kyns fundir og mannfagnaðir. Appið, sem er ókeypis, er smíðað til að hjálpa fólki að finna skemmtilega hluti að gera, skipuleggja helgina með krökkunum. Nú, eða vita hvenær þau koma að tæma grænu tunnuna. Skjáskot af gjugg-appinu. Appið má finna á gjugg.is en höfundar þess eru hjónin Þórarinn Stefánsson og Helga Waage, stofnendur Mobilitus. „Við fengum allt of oft að heyra „Æ, ég hefði viljað sjá þetta, ég vissi bara ekki af þessu" frá fólki eftir að við birtum myndir frá einhverjum tónleikum á Facebook,“ segir Þórarinn um appið og bætir við: „Það er alveg ljóst að fólk er alveg til í að fara og gera meira skemmtilegt, en veit bara ekki hvað er í gangi.“ Gjugg-appið er byggt á viðburðargrunni Mobilitus en allt í allt er þar að finna um tvöhundruð og sjötíu þúsund viðburði um allan heim. Þórarinn segir Gjugg eitt þeirra útspila sem Mobilitus er að vinna að og þar henti Ísland sérstaklega vel sem tilraunamarkaður. „Í grunninn fara sjálfkrafa viðburðaskráningar frá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Hafnarfirði og fleiri sveitarfélögum - ásamt miðasöluvefjum og öðrum vefjum með viðburðaskrár sem við finnum. Það er frábært að finna áhugann og stuðning í verki við yfirlýsta stefnu sveitarfélaganna um opin gögn,“ segir Þórarinn. Viðtal við hjónin verður birt í Atvinnulífinu á Vísi næstkomandi mánudag, en Þórarinn og Helga eru búsett í Bandaríkjunum. Þau bjuggu til gjugg-appið þegar þau urðu innlyksa á Íslandi vegna Covid.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira