Atlantsolíu bannað að fullyrða um „cheapest gas stop“ Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2021 14:25 Heildarniðurstaða Neytendastofu var að fullyrðingar Atlantsolíu væru villandi. Getty/Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur bannað tvær fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Atlantsolíu þar sem þær eru taldar vera villandi. Fullyrðingarnar sem um ræðir eru annars vegar „cheapest gas stop“ og hins vegar „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“. Í ákvörðun Neytendastofu segir að ábending um fullyrðingarnar hafi borist frá neytendum. Í bréfi stofnunarinnar til Atlantsolíu í ágúst síðastliðinn hafi komið fram að félagið hafi auglýst á flettiskilti við Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík þar sem fram kæmi textinn „cheapest gas stop.“ Hin fullyrðingin hafi birst á heimasíðu. Auglýsing Atlantsolíu fór framhjá Atlantsolíu Í svörum Atlantsolíu um „cheapest gas stop“ kom fram að félaginu hafi verið ókunnugt um birtingartíma fullyrðingarinnar og því mögulega með lægsta verðið á þeim tíma. „Í öðru lagi hafi auglýsingin, sem hafði verið unnin af auglýsingastofu, farið framhjá félaginu. Þá geti verið, að í vinnu auglýsingastofunnar, hafi þýðing skolast til og gleymst að vísa til lággjaldastöðva félagsins. Í þriðja lagi hafi félagið ekki haft ásetning til að vera með rangar staðhæfingar og tekið auglýsinguna niður þegar erindi Neytendastofu barst. Varðandi fullyrðingu um „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ tiltók félagið þrjú atriði. Í fyrsta lagi að fullyrðingin hafi aðeins birst á heimasíðu félagsins. Í öðru lagi að félagið hafi talið það augljóst af auglýsingunni að Atlantsolía byði sitt eigið lægsta verð á þessum tilteknu staðsetningum. Í þriðja og seinasta lagi hafi textinn verið fjarlægður og enginn ásetningur hafi verið til staðar um að vera með rangar eða villandi fullyrðingar,“ segir í ákvörðuninni. Villandi fullyrðingar Neytendastofa taldi fullyrðingarnar villandi og grundvallaðist sú niðurstaða á tveimur sjónarmiðum. „Í fyrsta lagi að ekki voru lögð fram gögn sem sönnuðu fullyrðinguna „cheapest gas stop.“ Í öðru lagi að ekki var fallist á að augljóst væri að með fullyrðingunni „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ væri einungis átt við eigin verð Atlantsolíu.“ Heildarniðurstaða Neytendastofu var því að fullyrðingarnar væru villandi, en félagið brást strax við bréfum Neytendastofu og tók fullyrðingarnar úr birtingu áður en ákvörðun var tekin í málinu. Því taldi Neytendastofa ekki tilefni til frekari aðgerða. Bensín og olía Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira
Í ákvörðun Neytendastofu segir að ábending um fullyrðingarnar hafi borist frá neytendum. Í bréfi stofnunarinnar til Atlantsolíu í ágúst síðastliðinn hafi komið fram að félagið hafi auglýst á flettiskilti við Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík þar sem fram kæmi textinn „cheapest gas stop.“ Hin fullyrðingin hafi birst á heimasíðu. Auglýsing Atlantsolíu fór framhjá Atlantsolíu Í svörum Atlantsolíu um „cheapest gas stop“ kom fram að félaginu hafi verið ókunnugt um birtingartíma fullyrðingarinnar og því mögulega með lægsta verðið á þeim tíma. „Í öðru lagi hafi auglýsingin, sem hafði verið unnin af auglýsingastofu, farið framhjá félaginu. Þá geti verið, að í vinnu auglýsingastofunnar, hafi þýðing skolast til og gleymst að vísa til lággjaldastöðva félagsins. Í þriðja lagi hafi félagið ekki haft ásetning til að vera með rangar staðhæfingar og tekið auglýsinguna niður þegar erindi Neytendastofu barst. Varðandi fullyrðingu um „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ tiltók félagið þrjú atriði. Í fyrsta lagi að fullyrðingin hafi aðeins birst á heimasíðu félagsins. Í öðru lagi að félagið hafi talið það augljóst af auglýsingunni að Atlantsolía byði sitt eigið lægsta verð á þessum tilteknu staðsetningum. Í þriðja og seinasta lagi hafi textinn verið fjarlægður og enginn ásetningur hafi verið til staðar um að vera með rangar eða villandi fullyrðingar,“ segir í ákvörðuninni. Villandi fullyrðingar Neytendastofa taldi fullyrðingarnar villandi og grundvallaðist sú niðurstaða á tveimur sjónarmiðum. „Í fyrsta lagi að ekki voru lögð fram gögn sem sönnuðu fullyrðinguna „cheapest gas stop.“ Í öðru lagi að ekki var fallist á að augljóst væri að með fullyrðingunni „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ væri einungis átt við eigin verð Atlantsolíu.“ Heildarniðurstaða Neytendastofu var því að fullyrðingarnar væru villandi, en félagið brást strax við bréfum Neytendastofu og tók fullyrðingarnar úr birtingu áður en ákvörðun var tekin í málinu. Því taldi Neytendastofa ekki tilefni til frekari aðgerða.
Bensín og olía Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira