Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:49 Sólveig Anna vandar starfsfólki Eflingar ekki kveðjurnar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. Þetta segir Sólveig í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu, þar sem hún segir einnig að þar sem það hefði ekki verið viðurkennt að staða verka- og láglaunafólks væri mjög slæm og ólíðandi, hefði ekki verið til staðar skilningur á því að hún þyrfti vinnufrið. Sólveig Anna hefur ekki viljað veita viðtöl vegna ólgunnar innan Eflingar og hefur látið nægja að tjá sig um málið á Facebook. „Það var aldrei viðurkennt að ég hefði umboð frá félagsfólki eftir kosningar sem ég og félagar mínir unnum með algjörum yfirburðum (þrátt fyrir að skrifstofa félagsins gerði allt til að koma í veg fyrir það , m.a. með því að starfsfólk skrifstofunnar sagði við þau sem komin voru til að kjósa að ég væri „klikkuð kerling“ og „snarbiluð“) til að umbreyta þeirri hörmulegu þjónustu sem félagsfólki var boðið uppá (t.d. aldrei nokkur tilraun gerð til að koma til móts við allt aðflutta verkafólkið, sem þó eru helmingur félagsfólks) og koma henni í mannsæmandi horf,“ segir Sólveig meðal annars. Hún nefnir dæmi og segist meðal annars hafa verið gagnrýnd fyrir að borða ein inni á skrifstofu sinni. „Þegar ég ávarpaði starfsfólk skrifstofu Eflingar síðasta föstudagsmorgun og bað þau um að liðsinna mér var ég í raun að biðja um einhverskonar vinnufrið. Vinnufriðinn sem aldrei hefur fengist viðurkennt að ég þyrfti og ætti rétt á,“ segir Sólveig. Frið til að halda baráttunni áfram, segir hún. „Ég bað starfsfólk í fullri einlægni um að veita mér hann. Þeirri beiðni var afdráttarlaust hafnað; herferðin inná vinnustaðnum, byggð á ofstæki og andúð í minn garð, skyldi halda áfram, með engan endi í sjónmáli. Því fór sem fór.“ Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu. 2. nóvember 2021 16:09 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Þetta segir Sólveig í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu, þar sem hún segir einnig að þar sem það hefði ekki verið viðurkennt að staða verka- og láglaunafólks væri mjög slæm og ólíðandi, hefði ekki verið til staðar skilningur á því að hún þyrfti vinnufrið. Sólveig Anna hefur ekki viljað veita viðtöl vegna ólgunnar innan Eflingar og hefur látið nægja að tjá sig um málið á Facebook. „Það var aldrei viðurkennt að ég hefði umboð frá félagsfólki eftir kosningar sem ég og félagar mínir unnum með algjörum yfirburðum (þrátt fyrir að skrifstofa félagsins gerði allt til að koma í veg fyrir það , m.a. með því að starfsfólk skrifstofunnar sagði við þau sem komin voru til að kjósa að ég væri „klikkuð kerling“ og „snarbiluð“) til að umbreyta þeirri hörmulegu þjónustu sem félagsfólki var boðið uppá (t.d. aldrei nokkur tilraun gerð til að koma til móts við allt aðflutta verkafólkið, sem þó eru helmingur félagsfólks) og koma henni í mannsæmandi horf,“ segir Sólveig meðal annars. Hún nefnir dæmi og segist meðal annars hafa verið gagnrýnd fyrir að borða ein inni á skrifstofu sinni. „Þegar ég ávarpaði starfsfólk skrifstofu Eflingar síðasta föstudagsmorgun og bað þau um að liðsinna mér var ég í raun að biðja um einhverskonar vinnufrið. Vinnufriðinn sem aldrei hefur fengist viðurkennt að ég þyrfti og ætti rétt á,“ segir Sólveig. Frið til að halda baráttunni áfram, segir hún. „Ég bað starfsfólk í fullri einlægni um að veita mér hann. Þeirri beiðni var afdráttarlaust hafnað; herferðin inná vinnustaðnum, byggð á ofstæki og andúð í minn garð, skyldi halda áfram, með engan endi í sjónmáli. Því fór sem fór.“
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu. 2. nóvember 2021 16:09 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03
Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22
Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu. 2. nóvember 2021 16:09