Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 08:28 Fjölmargir norðlenskir kettir harma eflaust þessa niðurstöðu. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. Miðilinn Akureyri.net greinir frá því að Eva Hrund hafi í fyrstu lagt til að samþykktir um kattahald yrðu endurskoðaðar en í umræðum hafi komið í ljós að meirihluti bæjarstjórnar vildi ganga enn lengra. Í kjölfarið lagði Eva Hrund fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða samþykktir um kattahald í Akureyrarkaupstað. Verður þá með nýjum tillögum lausaganga katta ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verður þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025. Þá verði einnig settur umtalsverður meiri kraftur að í að framfylgja þeim samþykktum með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.“ Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson (L), Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (B), Gunnar Gíslason (D), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B), Hlynur Jóhannsson (M), Eva Hrund Einarsdóttir (D) og Lára Halldóra Eiríksdóttir (D) samþykktu tillöguna. Harma niðurstöðuna Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri-grænna, Heimir Haraldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, og Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar, lögðust gegn tillögunni. Í bókun sem Hilda Jana lagði fram fyrir hönd hópsins segir að þau harmi þá niðurstöðu bæjarstjórnar að banna alfarið frjálsa útivist hjá köttum. „Bæjarfélagið hefur lítið sem ekkert gert til að framfylgja þeim samþykktum sem nú þegar eru í gildi né látið á það reyna að breyta samþykktum í þá veru að sem flestir geti vel við unað. Hægt hefði verið að stíga það skref að heimila ekki útivistina að næturlagi og yfir varptíma fugla. Mikilvægara hefði verið að leita lausna en að grípa til banns. Fyrst grípa á hins vegar til banns hefði verið eðlilegra að setja sólarlagsákvæði, þannig að þær kisur sem nú þegar eru útikisur fái að vera það út sinn líftíma,“ segir í bókuninni. Ekki hefur verið formlegur minni- og meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar frá því í september í fyrra þegar fulltrúar flokkanna ákváðu að taka höndum saman. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35 Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Miðilinn Akureyri.net greinir frá því að Eva Hrund hafi í fyrstu lagt til að samþykktir um kattahald yrðu endurskoðaðar en í umræðum hafi komið í ljós að meirihluti bæjarstjórnar vildi ganga enn lengra. Í kjölfarið lagði Eva Hrund fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða samþykktir um kattahald í Akureyrarkaupstað. Verður þá með nýjum tillögum lausaganga katta ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verður þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025. Þá verði einnig settur umtalsverður meiri kraftur að í að framfylgja þeim samþykktum með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.“ Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson (L), Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (B), Gunnar Gíslason (D), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B), Hlynur Jóhannsson (M), Eva Hrund Einarsdóttir (D) og Lára Halldóra Eiríksdóttir (D) samþykktu tillöguna. Harma niðurstöðuna Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri-grænna, Heimir Haraldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, og Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar, lögðust gegn tillögunni. Í bókun sem Hilda Jana lagði fram fyrir hönd hópsins segir að þau harmi þá niðurstöðu bæjarstjórnar að banna alfarið frjálsa útivist hjá köttum. „Bæjarfélagið hefur lítið sem ekkert gert til að framfylgja þeim samþykktum sem nú þegar eru í gildi né látið á það reyna að breyta samþykktum í þá veru að sem flestir geti vel við unað. Hægt hefði verið að stíga það skref að heimila ekki útivistina að næturlagi og yfir varptíma fugla. Mikilvægara hefði verið að leita lausna en að grípa til banns. Fyrst grípa á hins vegar til banns hefði verið eðlilegra að setja sólarlagsákvæði, þannig að þær kisur sem nú þegar eru útikisur fái að vera það út sinn líftíma,“ segir í bókuninni. Ekki hefur verið formlegur minni- og meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar frá því í september í fyrra þegar fulltrúar flokkanna ákváðu að taka höndum saman. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35 Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35
Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14