Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt sig úr öllum embættisstörfum sem tengjast verkalýðshreyfingunni. Í kvöldfréttum verður rætt við verkalýðsforingja um stöðuna en ólga ríkir innan Eflingar eftir að Sólveig sagði af sér formennsku á sunnudag og enn hefur ný stjórn ekki verið mynduð.
Við fylgjumst áfram með loftslagsráðstefnunni í Glasgow og ræðum við forsætisráðherra sem kynnti áherslur og skuldbindingar Íslands í dag.
Þá verður fjallað um aukna tíðni netglæpa og við kynnum okkur umhverfisvæna förgun á graskerjum sem voru flutt hingað til lands í tonnatali fyrir hrekkjavökuna.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.