Ráðherra beðinn um að rökstyðja fullyrðingar sínar um flóttamenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2021 09:20 Ráðherrann hefur verið krafður um að rökstyðja fullyrðingar sínar. epa/Vickie Flores Skorað hefur verið á Priti Patel, innanríkisráðherra Breta, að draga til baka eða rökstyðja fullyrðingar sem hún setti fram fyrir þingnefnd um að flestir þeir hælisleitendur sem kæmu til landsins á bátum væru ekki raunverulegir flóttamenn. Patel mætti fyrir innanríkis- og dómsmálanefnd lávarðadeildarinnar í síðustu viku þar sem hún var meðal annars yfirheyrð um nýja stefnu stjórnvalda sem felur í sér að öllum sem hafa komið til Bretlands með viðkomu í „öruggu“ ríki verði sjálfkrafa neitað um málsmeðferð. Þegar hún var beðin um að útskýra hverjir tilheyrðu þessum hóp sagði hún meðal annars að 70 prósent þeirra sem hefðu komið til landsins sjóleiðina væru einhleypir karlmenn sem væru að flýja efnahagsástandið í heimalandinu. „Þeir eru ekki raunverulegir hælisleitendur,“ sagði hún. Innanríkisráðuneytið vildi ekki veita Guardian formlegt svar við fyrirspurn um tölfræðina á bakvið fullyrðingar ráðherrans. Miðillinn fékk þær upplýsingar að af þeim 8.500 hælisleitendur sem hefðu komið á bát árið 2020 hefðu 87 prósent verið karlar og 74 prósent á aldrinum 18 til 39 ára. Engar upplýsingar fengust hins vegar um flokkun hælisumsókna eftir aðstæðum. Þeir sem starfa að málefnum flóttafólks í Bretlandi hafa áhyggjur af því að orðræða stjórnvalda sé að kynda undir hugmyndir um að hælisleitendur séu óverðugir þess að mál þeirra séu tekin til umfjöllunar hjá yfirvöldum. Gögn sýna að margir þeirra sem hefur verið neitað um málsmeðferð koma frá átakasvæðum á borð við Afganistan, Íran, Írak og Súdan. Þá segir Dr. Peter Walsh, sérfræðingur við Oxford-háskóla, að af þeim umsóknum sem voru teknar til umfjöllunar á árunum 2017 til 2019 hafi 59 prósent verið samþykktar. Því sé tæpast hægt að halda því fram að aðeins 30 prósent þeirra umsókna sem berast séu réttmætar. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Patel mætti fyrir innanríkis- og dómsmálanefnd lávarðadeildarinnar í síðustu viku þar sem hún var meðal annars yfirheyrð um nýja stefnu stjórnvalda sem felur í sér að öllum sem hafa komið til Bretlands með viðkomu í „öruggu“ ríki verði sjálfkrafa neitað um málsmeðferð. Þegar hún var beðin um að útskýra hverjir tilheyrðu þessum hóp sagði hún meðal annars að 70 prósent þeirra sem hefðu komið til landsins sjóleiðina væru einhleypir karlmenn sem væru að flýja efnahagsástandið í heimalandinu. „Þeir eru ekki raunverulegir hælisleitendur,“ sagði hún. Innanríkisráðuneytið vildi ekki veita Guardian formlegt svar við fyrirspurn um tölfræðina á bakvið fullyrðingar ráðherrans. Miðillinn fékk þær upplýsingar að af þeim 8.500 hælisleitendur sem hefðu komið á bát árið 2020 hefðu 87 prósent verið karlar og 74 prósent á aldrinum 18 til 39 ára. Engar upplýsingar fengust hins vegar um flokkun hælisumsókna eftir aðstæðum. Þeir sem starfa að málefnum flóttafólks í Bretlandi hafa áhyggjur af því að orðræða stjórnvalda sé að kynda undir hugmyndir um að hælisleitendur séu óverðugir þess að mál þeirra séu tekin til umfjöllunar hjá yfirvöldum. Gögn sýna að margir þeirra sem hefur verið neitað um málsmeðferð koma frá átakasvæðum á borð við Afganistan, Íran, Írak og Súdan. Þá segir Dr. Peter Walsh, sérfræðingur við Oxford-háskóla, að af þeim umsóknum sem voru teknar til umfjöllunar á árunum 2017 til 2019 hafi 59 prósent verið samþykktar. Því sé tæpast hægt að halda því fram að aðeins 30 prósent þeirra umsókna sem berast séu réttmætar.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira