Yfirlýsing frá Guðmundi: Sakar Sólveigu Önnu um leynimakk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2021 13:48 Guðmundur Baldursson, þriðji frá hægri, sakar Sólveigu Önnu formann um leynimakk. Hér er hópurinn sem bauð fram hjá Eflingu undir merkjum B-listans árið 2018. B-listinn Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur hafa haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Þetta kemur fram í skriflegri yfirlýsingu Guðmundar sem hann sendi til fjölmiðla. Sólveig Anna sagði sem kunnugt er af sér sem formaður Eflingar í gærkvöldi. Þá er Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri hættur störfum. Guðmundur segist í yfirlýsingunni vilja koma þessu á framfæri í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu og uppsagnar Viðars. Buðu fram saman árið 2018 „Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við,“ segir Guðmundur sem var hluti af B-listanum sem bauð fram krafta sína árið 2018 þegar Sólveig Anna var kjörinn formaður. „Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu.“ Guðmundur segist hafa lagt fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi væri fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna. Því hafi alfarið verið hafnað. Þess í stað hafi verið boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Botninum náð „Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar.“ Sólveig Anna hafi hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hafi hún skellt skuldinni á Guðmund og starfsmenn sína. „Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi.“ Fréttin er í vinnslu. Yfirlýsing Guðmundar Baldurssonar Lykilupplýsingum haldið frá stjórn Í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og uppsagnar Viðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, vil ég koma því á framfæri að Sólveig Anna hefur haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við. Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu. Ég lagði fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi færi fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna og var því alfarið hafnað. Þess í stað var boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólaveig Anna hefur hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi. Kv. Guðmundur Baldursson Ólga innan Eflingar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegri yfirlýsingu Guðmundar sem hann sendi til fjölmiðla. Sólveig Anna sagði sem kunnugt er af sér sem formaður Eflingar í gærkvöldi. Þá er Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri hættur störfum. Guðmundur segist í yfirlýsingunni vilja koma þessu á framfæri í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu og uppsagnar Viðars. Buðu fram saman árið 2018 „Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við,“ segir Guðmundur sem var hluti af B-listanum sem bauð fram krafta sína árið 2018 þegar Sólveig Anna var kjörinn formaður. „Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu.“ Guðmundur segist hafa lagt fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi væri fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna. Því hafi alfarið verið hafnað. Þess í stað hafi verið boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Botninum náð „Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar.“ Sólveig Anna hafi hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hafi hún skellt skuldinni á Guðmund og starfsmenn sína. „Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi.“ Fréttin er í vinnslu. Yfirlýsing Guðmundar Baldurssonar Lykilupplýsingum haldið frá stjórn Í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og uppsagnar Viðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, vil ég koma því á framfæri að Sólveig Anna hefur haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við. Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu. Ég lagði fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi færi fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna og var því alfarið hafnað. Þess í stað var boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólaveig Anna hefur hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi. Kv. Guðmundur Baldursson
Yfirlýsing Guðmundar Baldurssonar Lykilupplýsingum haldið frá stjórn Í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og uppsagnar Viðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, vil ég koma því á framfæri að Sólveig Anna hefur haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við. Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu. Ég lagði fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi færi fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna og var því alfarið hafnað. Þess í stað var boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólaveig Anna hefur hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi. Kv. Guðmundur Baldursson
Ólga innan Eflingar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira