Breiðablik vann einkar öruggan sigur á Tindastól í Smáranum en lokatölur voru 111-53 Blikum í vil. Anna Soffía Lárusdóttir var stigahæst í liði Breiðabliks með 26 stig. Telma Lind Ásgeirsdóttir kom þar á eftir með 21 stig.
ÍR vann níu stiga sigur á Aþenu-UMFK í Breiðholti, lokatölur 74-65. Danielle Marie Reinwald átti stórleik í liði ÍR en hún skoraði 24 stig og tók 21 frákast. Bergþóra Holton Tómasdóttir var stigahæst í liði Aþenu-UMFK með 25 stig.
Þá unnu Haukar öruggan sigur á Grindavík í Ólafssal, lokatölur í Hafnafirði 77-59. Bríet Sif Hinriksdóttir og Sólrún Inga Gísladóttir voru stigahæstar í liði Hauka með 17 stig á meðan Robbi Ryan skoraði 20 stig í liði Grindavíkur.