Jóhann Berg lék allan leikinn í fyrsta sigri Burnley | Palace með óvæntan sigur í Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2021 16:21 Jóhann Berg vann loks leik. Nigel French/Getty Images Fjöldi leikja fór fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Burnley vann óvæntan 3-1 sigur á Brentford og Crystal Palace vann enn óvæntari sigur á Etihad-vellinum í Manchester. Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem tók á móti Brentford. Gestirnir hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru nýverið og það nýttu heimamenn sér svo sannarlega í dag. Chris Wood kom Burnley yfir í upphafi leiks og á 15. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir að Maxwel Cornet kom knettinum í netið. Markið hins vegar dæmt af og gestirnir gátu andað léttar. Stórsókn Burnley hélt hins vegar áfram og hægri bakvörðurinn Matthew Lowton kom liðinu í 2-0 á 32. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 3-0 er Cornet skoraði og markið stóð að þessu sinni. Leikmenn Brentford hafa eflaust verið fegnir er flautað var til hálfleiks þar sem staðan var 3-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Leikar róuðust í síðari hálfleik og minnkuðu gestirnir muninn í 3-1 þökk sé marki Saman Ghoddos undir lok leiks, reyndust það lokatölur leiksins. Fyrsti sigur Burnley í vetur og liðið loks komið upp úr fallsæti. Jóhann Berg og félagar eru með sjö stig að loknum 10 leikjum. Brentford er á sama tíma með 12 stig. FULL TIME | Burnley 3 - 1 BrentfordA fantastic 3 points for the Clarets, get in! #BURBRE | #UTC pic.twitter.com/ku5cP5FGa7— Burnley FC (@BurnleyOfficial) October 30, 2021 Á Etihad-vellinum í Manchester var Crystal Palace í heimsókn hjá Englandsmeisturum Manchester City. Wilf Zaha kom gestunum yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu Conor Gallagher. Staðan 1-0 í hálfleik en skömmu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks fékk Aymeric Laporte rautt spjald fyrir að rífa leikmann Palace niður. Laporte var álitinn aftasti maður og fékk því rautt spjald að launum. Lærisveinar Pep Guardiola því manni færri og marki undir í hálfleik. Heimamenn sóttu og sóttu í síðari hálfleik. Gabriel Jesus hélt hann hefði jafnað metin en Phil Foden var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Allt kom fyrir ekki og undir lok leiks gulltryggði Conor Gallagher sigur gestanna. This club. pic.twitter.com/sx0iWKzGBZ— Crystal Palace F.C. (@CPFC) October 30, 2021 Lokatölur 0-2 og Palace fagnaði óvæntum en í raun verðskulduðum sigri. Þá vann Southampton 1-0 útisigur á Watford þökk sé marki Che Adams eftir tuttugu mínútna leik. Man City er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Palace er í 13. sæti með 12 stig. Southampton er í 14. sæti með 11 stig og Watford í 16. sæti með 10 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00 Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13 Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26 Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem tók á móti Brentford. Gestirnir hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru nýverið og það nýttu heimamenn sér svo sannarlega í dag. Chris Wood kom Burnley yfir í upphafi leiks og á 15. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir að Maxwel Cornet kom knettinum í netið. Markið hins vegar dæmt af og gestirnir gátu andað léttar. Stórsókn Burnley hélt hins vegar áfram og hægri bakvörðurinn Matthew Lowton kom liðinu í 2-0 á 32. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 3-0 er Cornet skoraði og markið stóð að þessu sinni. Leikmenn Brentford hafa eflaust verið fegnir er flautað var til hálfleiks þar sem staðan var 3-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Leikar róuðust í síðari hálfleik og minnkuðu gestirnir muninn í 3-1 þökk sé marki Saman Ghoddos undir lok leiks, reyndust það lokatölur leiksins. Fyrsti sigur Burnley í vetur og liðið loks komið upp úr fallsæti. Jóhann Berg og félagar eru með sjö stig að loknum 10 leikjum. Brentford er á sama tíma með 12 stig. FULL TIME | Burnley 3 - 1 BrentfordA fantastic 3 points for the Clarets, get in! #BURBRE | #UTC pic.twitter.com/ku5cP5FGa7— Burnley FC (@BurnleyOfficial) October 30, 2021 Á Etihad-vellinum í Manchester var Crystal Palace í heimsókn hjá Englandsmeisturum Manchester City. Wilf Zaha kom gestunum yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu Conor Gallagher. Staðan 1-0 í hálfleik en skömmu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks fékk Aymeric Laporte rautt spjald fyrir að rífa leikmann Palace niður. Laporte var álitinn aftasti maður og fékk því rautt spjald að launum. Lærisveinar Pep Guardiola því manni færri og marki undir í hálfleik. Heimamenn sóttu og sóttu í síðari hálfleik. Gabriel Jesus hélt hann hefði jafnað metin en Phil Foden var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Allt kom fyrir ekki og undir lok leiks gulltryggði Conor Gallagher sigur gestanna. This club. pic.twitter.com/sx0iWKzGBZ— Crystal Palace F.C. (@CPFC) October 30, 2021 Lokatölur 0-2 og Palace fagnaði óvæntum en í raun verðskulduðum sigri. Þá vann Southampton 1-0 útisigur á Watford þökk sé marki Che Adams eftir tuttugu mínútna leik. Man City er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Palace er í 13. sæti með 12 stig. Southampton er í 14. sæti með 11 stig og Watford í 16. sæti með 10 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00 Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13 Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26 Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00
Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13
Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26