Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 23:48 Bóluefni Pfizer er mest notaða bóluefnið hér á landi. Getty/Artur Widak Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur þó ekki enn ákveðið hvaða börn megi fá bóluefni en ákvörðunar er að vænta á þriðjudaginn. Frá upphafi heimsfaraldurs Covid-19 hafa ríflega 8.300 börn á aldrinum fimm til ellefu ára þurft að leggjast inn á spítala vegna sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Þar af hefur þriðjungur þurft á bráðalækningum að halda og 146 látist. Í frétt AP um málið segir að sjötíu prósent barna sem þurft hafa á læknisaðstoð að halda glími við undirliggjandi heilsufarsvanda á borð við asthma og offitu. „Hugsunarhátturinn hér er að vernda börnin svo þau geti lifað eðlilegu lífi á ný. Gríðarleg áhrif faraldursins hafa ekki bara verið líkamleg veikindi heldur líka andleg og á félagslegan þroska barna,“ segir Peter Marks, yfirmaður bóluefnamála hjá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Börn fái vægari aukaverkanir og minni skammt Vísindamenn eftirlitsins telja að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en hugsanlegar aukaverkanir hjá börnum. Þá segir að nýjar eða óvæntar aukaverkanir hafi ekki komið upp, sem gæfu tilefni til að hafa áhyggjur af bólusetningunni. Algengustu aukaverkanirnar hafi verið eymsli í handleggjum, hiti eða beinverkir. Í rannsóknum Pfizer var börnum veittur minni skammtur bóluefnis en þeim sem eldri eru. Börn munu einungis fá þriðjung þess skammts sem aðrir fá. Pfizer mun afhenda barnaskammtinn í öðruvísi umbúðum en þann venjulega til þess að koma í veg fyrir ruglning. Ákvörðunin verði fordæmisgefandi Flest ríki heims hafa hingað til ekki hafið bólusetningar barna undir tólf ára aldri, þar á meðal Ísland. Hins vegar hafa heilbrigðisyfirvöld á Kúbu byrjað að bólusetja börn allt niður í tveggja ára gömul með bóluefni sem þróað var í landinu. Þá hafa kínversk yfirvöld veitt tveimur þarlendum bóluefnaframleiðendum leyfi til bólusetningar þriggja ára barna og eldri. Talið er að ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á önnur lönd sem einnig notu bóluefni Pfizer. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur þó ekki enn ákveðið hvaða börn megi fá bóluefni en ákvörðunar er að vænta á þriðjudaginn. Frá upphafi heimsfaraldurs Covid-19 hafa ríflega 8.300 börn á aldrinum fimm til ellefu ára þurft að leggjast inn á spítala vegna sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Þar af hefur þriðjungur þurft á bráðalækningum að halda og 146 látist. Í frétt AP um málið segir að sjötíu prósent barna sem þurft hafa á læknisaðstoð að halda glími við undirliggjandi heilsufarsvanda á borð við asthma og offitu. „Hugsunarhátturinn hér er að vernda börnin svo þau geti lifað eðlilegu lífi á ný. Gríðarleg áhrif faraldursins hafa ekki bara verið líkamleg veikindi heldur líka andleg og á félagslegan þroska barna,“ segir Peter Marks, yfirmaður bóluefnamála hjá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Börn fái vægari aukaverkanir og minni skammt Vísindamenn eftirlitsins telja að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en hugsanlegar aukaverkanir hjá börnum. Þá segir að nýjar eða óvæntar aukaverkanir hafi ekki komið upp, sem gæfu tilefni til að hafa áhyggjur af bólusetningunni. Algengustu aukaverkanirnar hafi verið eymsli í handleggjum, hiti eða beinverkir. Í rannsóknum Pfizer var börnum veittur minni skammtur bóluefnis en þeim sem eldri eru. Börn munu einungis fá þriðjung þess skammts sem aðrir fá. Pfizer mun afhenda barnaskammtinn í öðruvísi umbúðum en þann venjulega til þess að koma í veg fyrir ruglning. Ákvörðunin verði fordæmisgefandi Flest ríki heims hafa hingað til ekki hafið bólusetningar barna undir tólf ára aldri, þar á meðal Ísland. Hins vegar hafa heilbrigðisyfirvöld á Kúbu byrjað að bólusetja börn allt niður í tveggja ára gömul með bóluefni sem þróað var í landinu. Þá hafa kínversk yfirvöld veitt tveimur þarlendum bóluefnaframleiðendum leyfi til bólusetningar þriggja ára barna og eldri. Talið er að ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á önnur lönd sem einnig notu bóluefni Pfizer.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira