Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 23:48 Bóluefni Pfizer er mest notaða bóluefnið hér á landi. Getty/Artur Widak Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur þó ekki enn ákveðið hvaða börn megi fá bóluefni en ákvörðunar er að vænta á þriðjudaginn. Frá upphafi heimsfaraldurs Covid-19 hafa ríflega 8.300 börn á aldrinum fimm til ellefu ára þurft að leggjast inn á spítala vegna sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Þar af hefur þriðjungur þurft á bráðalækningum að halda og 146 látist. Í frétt AP um málið segir að sjötíu prósent barna sem þurft hafa á læknisaðstoð að halda glími við undirliggjandi heilsufarsvanda á borð við asthma og offitu. „Hugsunarhátturinn hér er að vernda börnin svo þau geti lifað eðlilegu lífi á ný. Gríðarleg áhrif faraldursins hafa ekki bara verið líkamleg veikindi heldur líka andleg og á félagslegan þroska barna,“ segir Peter Marks, yfirmaður bóluefnamála hjá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Börn fái vægari aukaverkanir og minni skammt Vísindamenn eftirlitsins telja að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en hugsanlegar aukaverkanir hjá börnum. Þá segir að nýjar eða óvæntar aukaverkanir hafi ekki komið upp, sem gæfu tilefni til að hafa áhyggjur af bólusetningunni. Algengustu aukaverkanirnar hafi verið eymsli í handleggjum, hiti eða beinverkir. Í rannsóknum Pfizer var börnum veittur minni skammtur bóluefnis en þeim sem eldri eru. Börn munu einungis fá þriðjung þess skammts sem aðrir fá. Pfizer mun afhenda barnaskammtinn í öðruvísi umbúðum en þann venjulega til þess að koma í veg fyrir ruglning. Ákvörðunin verði fordæmisgefandi Flest ríki heims hafa hingað til ekki hafið bólusetningar barna undir tólf ára aldri, þar á meðal Ísland. Hins vegar hafa heilbrigðisyfirvöld á Kúbu byrjað að bólusetja börn allt niður í tveggja ára gömul með bóluefni sem þróað var í landinu. Þá hafa kínversk yfirvöld veitt tveimur þarlendum bóluefnaframleiðendum leyfi til bólusetningar þriggja ára barna og eldri. Talið er að ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á önnur lönd sem einnig notu bóluefni Pfizer. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur þó ekki enn ákveðið hvaða börn megi fá bóluefni en ákvörðunar er að vænta á þriðjudaginn. Frá upphafi heimsfaraldurs Covid-19 hafa ríflega 8.300 börn á aldrinum fimm til ellefu ára þurft að leggjast inn á spítala vegna sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Þar af hefur þriðjungur þurft á bráðalækningum að halda og 146 látist. Í frétt AP um málið segir að sjötíu prósent barna sem þurft hafa á læknisaðstoð að halda glími við undirliggjandi heilsufarsvanda á borð við asthma og offitu. „Hugsunarhátturinn hér er að vernda börnin svo þau geti lifað eðlilegu lífi á ný. Gríðarleg áhrif faraldursins hafa ekki bara verið líkamleg veikindi heldur líka andleg og á félagslegan þroska barna,“ segir Peter Marks, yfirmaður bóluefnamála hjá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Börn fái vægari aukaverkanir og minni skammt Vísindamenn eftirlitsins telja að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en hugsanlegar aukaverkanir hjá börnum. Þá segir að nýjar eða óvæntar aukaverkanir hafi ekki komið upp, sem gæfu tilefni til að hafa áhyggjur af bólusetningunni. Algengustu aukaverkanirnar hafi verið eymsli í handleggjum, hiti eða beinverkir. Í rannsóknum Pfizer var börnum veittur minni skammtur bóluefnis en þeim sem eldri eru. Börn munu einungis fá þriðjung þess skammts sem aðrir fá. Pfizer mun afhenda barnaskammtinn í öðruvísi umbúðum en þann venjulega til þess að koma í veg fyrir ruglning. Ákvörðunin verði fordæmisgefandi Flest ríki heims hafa hingað til ekki hafið bólusetningar barna undir tólf ára aldri, þar á meðal Ísland. Hins vegar hafa heilbrigðisyfirvöld á Kúbu byrjað að bólusetja börn allt niður í tveggja ára gömul með bóluefni sem þróað var í landinu. Þá hafa kínversk yfirvöld veitt tveimur þarlendum bóluefnaframleiðendum leyfi til bólusetningar þriggja ára barna og eldri. Talið er að ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á önnur lönd sem einnig notu bóluefni Pfizer.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira