Facebook breytir um nafn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2021 19:07 Facebook er stærsti samfélagsmiðill í heiminum en tæplega þrír milljarðar manna eru virkir á forritinu. AP/Risberg Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að með nýja nafninu sé ætlað að endurspegla áherslur félagsins á að smíða sýndarheim á netinu (e. metaverse). Zuckerberg gerir ráð fyrir því að allt að milljarður manna muni taka þátt í sýndarheiminum nýja á næstu árum. Þetta kemur fram í frétt AP News. Forrit samfélagsmiðlarisans eins og smáforritið Facebook - sem flestir kannast við, Instagram og Messenger munu enn halda nafni sínu en undir einum hatti; hins nýja Meta. Að sögn Zuckerberg á sýndarheimurinn að vera staður þar sem fólk getur átt í samskiptum, unnið, skapað og stofnandinn bindur vonir við að sýndarheimurinn komi til með að búa til milljónir nýrra stafa á næstu árum. Zuckerberg sér fyrir sér að fólk verði þannig virkir þátttakendur í stað þess að horfa á skjá eins og tíðkast, hver í sínu lagi. Stofnandinn segir að gamla nafn fyrirtækisins endurspegli áherslur fyrirtækisins ekki lengur: „Nú er litið á okkur sem samfélagsmiðlafyrirtæki, en kjarni okkar er fyrirtæki sem smíðar tækni sem tengir fólk saman,“ segir Zuckerberg. Tilkynningin kemur á viðkvæmum tíma fyrir fyrirtækið en fyrrum starfsmaður fyrirtækisins steig fram nýlega, og sagði stjórnendur samfélagsmiðlarisans hafa virt að vettugi ábendingar um að forrit Facebook væru skaðleg börnum og ælu á sundrung. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Meta Tengdar fréttir Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. 18. október 2021 11:28 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að með nýja nafninu sé ætlað að endurspegla áherslur félagsins á að smíða sýndarheim á netinu (e. metaverse). Zuckerberg gerir ráð fyrir því að allt að milljarður manna muni taka þátt í sýndarheiminum nýja á næstu árum. Þetta kemur fram í frétt AP News. Forrit samfélagsmiðlarisans eins og smáforritið Facebook - sem flestir kannast við, Instagram og Messenger munu enn halda nafni sínu en undir einum hatti; hins nýja Meta. Að sögn Zuckerberg á sýndarheimurinn að vera staður þar sem fólk getur átt í samskiptum, unnið, skapað og stofnandinn bindur vonir við að sýndarheimurinn komi til með að búa til milljónir nýrra stafa á næstu árum. Zuckerberg sér fyrir sér að fólk verði þannig virkir þátttakendur í stað þess að horfa á skjá eins og tíðkast, hver í sínu lagi. Stofnandinn segir að gamla nafn fyrirtækisins endurspegli áherslur fyrirtækisins ekki lengur: „Nú er litið á okkur sem samfélagsmiðlafyrirtæki, en kjarni okkar er fyrirtæki sem smíðar tækni sem tengir fólk saman,“ segir Zuckerberg. Tilkynningin kemur á viðkvæmum tíma fyrir fyrirtækið en fyrrum starfsmaður fyrirtækisins steig fram nýlega, og sagði stjórnendur samfélagsmiðlarisans hafa virt að vettugi ábendingar um að forrit Facebook væru skaðleg börnum og ælu á sundrung.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Meta Tengdar fréttir Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. 18. október 2021 11:28 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. 18. október 2021 11:28