Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2021 20:00 Eftir ördeyfð í á annað ár fóru ferðamenn loksins að skila sér aftur til Íslands í sumar og hótel sem flest voru lokuð vegna faraldursins gátu opnað dyr sínar á ný. Stöð 2/Egill Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum. Flest hótel neyddust til að hætta rekstri í á annað ár fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hófu ekki rekstur fyrir alvöru á ný fyrr en í sumar. Þegar starfsemi hófst aftur reyndist mörgum erfitt að fá til sín starfsfólk að sögn Kristófers Óliverssonar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Fyrir faraldurinn hafi hótelin verið í harðri samkepnni við Airbnb íbúðir og aðrar leiguíbúðir. Nú hafi hótelskip bæst við sem sigli með þúsundir farþega sem flogið væri til landsins í kringum landið. „Það þarf að jafna leikinn. Það er það sem við tölum um fyrst og fremst. Þannig að hótelin hafi sitt svigrúm í þessu. Ef þú horfir hér í kringum þig þá er Airbnb í öðru hverju húsi. Framboðið af herbergjum þar var orðið talsvert meira en hótelherbergi,“ segir Kristófer. Kristófer Óliversson annar eigenda Center hótelanna segir ekki allt komið í blóma þótt ferðamennirnir séu farnir að láta sjá sig aftur.Stöð 2/Egill Hótelin borgi um tvær milljónir á ári í skatta og skyldur af hverju venjulegu hótelherbergi á sama tíma og Airbnb og hótelskipin greiði mun minna til samfélagsins. Framtíð hótelanna ráðist mikið af rekstrarumhverfinu. „Það skiptir okkur máli hvernig farið verður til dæmis með gistinóttaskatt. Ég var kominn langt á leið með að byggja með traustum aðilum 150 herberja hótel á Akureyri. Ef ég ætti að endurtaka það núna myndi ég leigja mér skip og sigla hringinn í kringum landið,“ segir Kristófer. Kristófer segir hótelin greiða um tvær milljónir króna í skatta og skyldur af hverju hótelherbergi á ári.Stöð 2/Egill Það muni taka hótelin tíma að ná sér að fullu á ný með allar sínar skuldbindingar eftir faraldurinn. „Það hangir yfir okkur öllum sem erum með svona fasteignir snjóhengja sem menn leysa ekki nema í góðu samstarfi við banka og aðra sem koma að þeim málum,“ segir Kristófer Óliversson. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. 27. október 2021 19:31 Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Flest hótel neyddust til að hætta rekstri í á annað ár fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hófu ekki rekstur fyrir alvöru á ný fyrr en í sumar. Þegar starfsemi hófst aftur reyndist mörgum erfitt að fá til sín starfsfólk að sögn Kristófers Óliverssonar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Fyrir faraldurinn hafi hótelin verið í harðri samkepnni við Airbnb íbúðir og aðrar leiguíbúðir. Nú hafi hótelskip bæst við sem sigli með þúsundir farþega sem flogið væri til landsins í kringum landið. „Það þarf að jafna leikinn. Það er það sem við tölum um fyrst og fremst. Þannig að hótelin hafi sitt svigrúm í þessu. Ef þú horfir hér í kringum þig þá er Airbnb í öðru hverju húsi. Framboðið af herbergjum þar var orðið talsvert meira en hótelherbergi,“ segir Kristófer. Kristófer Óliversson annar eigenda Center hótelanna segir ekki allt komið í blóma þótt ferðamennirnir séu farnir að láta sjá sig aftur.Stöð 2/Egill Hótelin borgi um tvær milljónir á ári í skatta og skyldur af hverju venjulegu hótelherbergi á sama tíma og Airbnb og hótelskipin greiði mun minna til samfélagsins. Framtíð hótelanna ráðist mikið af rekstrarumhverfinu. „Það skiptir okkur máli hvernig farið verður til dæmis með gistinóttaskatt. Ég var kominn langt á leið með að byggja með traustum aðilum 150 herberja hótel á Akureyri. Ef ég ætti að endurtaka það núna myndi ég leigja mér skip og sigla hringinn í kringum landið,“ segir Kristófer. Kristófer segir hótelin greiða um tvær milljónir króna í skatta og skyldur af hverju hótelherbergi á ári.Stöð 2/Egill Það muni taka hótelin tíma að ná sér að fullu á ný með allar sínar skuldbindingar eftir faraldurinn. „Það hangir yfir okkur öllum sem erum með svona fasteignir snjóhengja sem menn leysa ekki nema í góðu samstarfi við banka og aðra sem koma að þeim málum,“ segir Kristófer Óliversson.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. 27. október 2021 19:31 Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. 27. október 2021 19:31
Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00