Landsbankinn hagnast um 7,5 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2021 12:35 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að bankanum hafi tekist að halda rekstrarkostnaði í skefjum. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum en arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 10,9 prósent á ársgrundvelli, samanborið við 0,4% prósent á sama tímabili 2020. „Á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 námu hreinar vaxtatekjur 28,6 milljörðum króna samanborið við 28,4 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 6,9 milljörðum króna samanborið við 5,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru 10,2milljarðar króna en voru neikvæðar um 13,9 milljarða króna á sama tímabili árið 2020. Viðsnúningur er í virðisbreytingu útlána milli ára en virðisbreytingar eru jákvæðar um 3,8 milljarða króna það sem af er ári samanborið við neikvæðar virðisbreytingar upp á 13,6 milljarða króna á sama tíma á síðasta ári. Viðsnúninginn má rekja til betri stöðu fyrirtækja og heimila en gert var ráð fyrir í kjölfar Covid-19-faraldursins. Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna nam 2,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 en var 2,5% á sama tímabili árið áður,“ segir í tilkynningunni. Eiginfjárhlutfallið 24,9 prósent Ennfremur segir að rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 hafi numið 17,5 milljörðum króna samanborið við 17,4 milljarða króna á sama tímabili árið áður. „Þar af voru laun og launatengd gjöld 10,7 milljarðar króna og lækka þau um 50 milljónir króna á milli tímabila.Annar rekstrarkostnaður var 6,7 milljarðar króna samanborið við 6,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T) á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var 41,7%, samanborið við 51,6% á sama tímabili árið 2020. Heildareignir Landsbankans jukust um 154 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.718 milljörðum króna 30. september 2021. Útlán jukustum 103 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2021, en útlánaaukninguna má rekja til aukningar á lánum einstaklinga. Innlán frá viðskiptavinum námu 869milljörðum króna, samanborið við 793 milljarða króna í árslok 2020 og höfðu því aukist um 76 milljarða króna. Eigið fé Landsbankans var 275,3 milljarðar króna þann 30. september sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,9%.“ Rekstrarkostnaði haldið í skefjum Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur að afkoma bankans á þriðja ársfjórðungi og á árinu endurspegli annars vegar góðan árangur í rekstri og starfsemi bankans og hins vegar betri stöðu í hagkerfinu. „Tekjur hafa aukist og fleiri einstaklingar, fyrirtæki og fagfjárfestar beina nú viðskiptum sínum til bankans og umsvif þeirra eru meiri en áður. Um leið hefur okkur tekist að halda rekstrarkostnaði í skefjum og hlutfall kostnaðar af tekjum er með því lægsta sem þekkist hjá bönkum í Evrópu. Þar sem efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins voru vægari en gert var ráð fyrir eru jákvæðar virðisbreytingar stór þáttur í góðri afkomu bankans í ár. Þjónustutekjur bankans héldu áfram að aukast á þriðja ársfjórðungi, einkum vegna aukinna umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Bankinn hefur séð um mörg vel heppnuð skuldabréfaútboð, viðskiptavinum markaðsviðskipta hefur fjölgað með nýjum vörum, samningum um eignastýringu hefur fjölgað um 15% frá síðasta ári og eignir í stýringu hafa aukist um tæp 25% það sem af er ári,“ er haft eftir Lilju Björk. Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum en arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 10,9 prósent á ársgrundvelli, samanborið við 0,4% prósent á sama tímabili 2020. „Á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 námu hreinar vaxtatekjur 28,6 milljörðum króna samanborið við 28,4 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 6,9 milljörðum króna samanborið við 5,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru 10,2milljarðar króna en voru neikvæðar um 13,9 milljarða króna á sama tímabili árið 2020. Viðsnúningur er í virðisbreytingu útlána milli ára en virðisbreytingar eru jákvæðar um 3,8 milljarða króna það sem af er ári samanborið við neikvæðar virðisbreytingar upp á 13,6 milljarða króna á sama tíma á síðasta ári. Viðsnúninginn má rekja til betri stöðu fyrirtækja og heimila en gert var ráð fyrir í kjölfar Covid-19-faraldursins. Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna nam 2,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 en var 2,5% á sama tímabili árið áður,“ segir í tilkynningunni. Eiginfjárhlutfallið 24,9 prósent Ennfremur segir að rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 hafi numið 17,5 milljörðum króna samanborið við 17,4 milljarða króna á sama tímabili árið áður. „Þar af voru laun og launatengd gjöld 10,7 milljarðar króna og lækka þau um 50 milljónir króna á milli tímabila.Annar rekstrarkostnaður var 6,7 milljarðar króna samanborið við 6,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T) á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var 41,7%, samanborið við 51,6% á sama tímabili árið 2020. Heildareignir Landsbankans jukust um 154 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.718 milljörðum króna 30. september 2021. Útlán jukustum 103 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2021, en útlánaaukninguna má rekja til aukningar á lánum einstaklinga. Innlán frá viðskiptavinum námu 869milljörðum króna, samanborið við 793 milljarða króna í árslok 2020 og höfðu því aukist um 76 milljarða króna. Eigið fé Landsbankans var 275,3 milljarðar króna þann 30. september sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,9%.“ Rekstrarkostnaði haldið í skefjum Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur að afkoma bankans á þriðja ársfjórðungi og á árinu endurspegli annars vegar góðan árangur í rekstri og starfsemi bankans og hins vegar betri stöðu í hagkerfinu. „Tekjur hafa aukist og fleiri einstaklingar, fyrirtæki og fagfjárfestar beina nú viðskiptum sínum til bankans og umsvif þeirra eru meiri en áður. Um leið hefur okkur tekist að halda rekstrarkostnaði í skefjum og hlutfall kostnaðar af tekjum er með því lægsta sem þekkist hjá bönkum í Evrópu. Þar sem efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins voru vægari en gert var ráð fyrir eru jákvæðar virðisbreytingar stór þáttur í góðri afkomu bankans í ár. Þjónustutekjur bankans héldu áfram að aukast á þriðja ársfjórðungi, einkum vegna aukinna umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Bankinn hefur séð um mörg vel heppnuð skuldabréfaútboð, viðskiptavinum markaðsviðskipta hefur fjölgað með nýjum vörum, samningum um eignastýringu hefur fjölgað um 15% frá síðasta ári og eignir í stýringu hafa aukist um tæp 25% það sem af er ári,“ er haft eftir Lilju Björk.
Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira