Ísland aftur orðið rautt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 10:47 Nýjasta kort Sóttvarnarstofnunar Evrópu. ECDC. Ísland er enn á ný orðið rautt á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu eftir nokkrar vikur í appelsínugulum lit. Kortið var uppfært í morgun og tekur mið af tölum sem sendar eru inn á þriðjudögum. Það sem færir Ísland úr appelsínugulum yfir í rauðan lit í þetta skiptið er að hér er fjórtán daga nýgengi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa er komið yfir 200. Eins og er stendur það í 241,3. Ísland var síðast rautt í september en hefur verið appelsínugult frá og með 16. september síðastliðnum. Síðast þegar Ísland varð rautt, í ágúst, sögðu talsmenn ferðaþjónustunnar hér á landi að líklega myndi rauði liturinn þá ekki hafa eins sterk áhrif og áður. Faraldurinn hefur verið á nokkurri siglingu hér á landi og hafa tugir greinst smitaðir af Covid-19 á hverjum degi, undanfarna daga. Sóttvarnarstofnun Evrópu mælist til þess að Evrópusambandsríkin taki mið af kortinu til þess að beita sambærilegum takmörkunun á landamærum sínum. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur þó vakið athygli á því áður þegar Ísland hefur orðið rautt á kortinu, að það þýði ekki endilega að Ísland sé þar með sjálfkrafa komið á rauðan lista einstakra ríkja eða að reglur gagnvart Íslandi breytist strax. Þá hefur það einnig bent á að víða séu í gildi undanþágur fyrir bólusetta en ráðuneytið heldur úti ferðaráðs-síðu þar sem finna má upplýsingar um gildandi takmarkanir á helstu áfangastöðum Íslendinga. Icelandair heldur einnig úti síðu þar sem nálgast má upplýsingar um ferðatakmarkanir og sóttvarnarráðstafanir á áfangastöðum flugfélagsins. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Ísland ekki lengur á rauðum lista vestanhafs Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Það þýðir að stofnunin ræður ekki lengur öllum Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 6. október 2021 09:00 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13 Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun. 28. október 2021 10:45 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Kortið var uppfært í morgun og tekur mið af tölum sem sendar eru inn á þriðjudögum. Það sem færir Ísland úr appelsínugulum yfir í rauðan lit í þetta skiptið er að hér er fjórtán daga nýgengi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa er komið yfir 200. Eins og er stendur það í 241,3. Ísland var síðast rautt í september en hefur verið appelsínugult frá og með 16. september síðastliðnum. Síðast þegar Ísland varð rautt, í ágúst, sögðu talsmenn ferðaþjónustunnar hér á landi að líklega myndi rauði liturinn þá ekki hafa eins sterk áhrif og áður. Faraldurinn hefur verið á nokkurri siglingu hér á landi og hafa tugir greinst smitaðir af Covid-19 á hverjum degi, undanfarna daga. Sóttvarnarstofnun Evrópu mælist til þess að Evrópusambandsríkin taki mið af kortinu til þess að beita sambærilegum takmörkunun á landamærum sínum. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur þó vakið athygli á því áður þegar Ísland hefur orðið rautt á kortinu, að það þýði ekki endilega að Ísland sé þar með sjálfkrafa komið á rauðan lista einstakra ríkja eða að reglur gagnvart Íslandi breytist strax. Þá hefur það einnig bent á að víða séu í gildi undanþágur fyrir bólusetta en ráðuneytið heldur úti ferðaráðs-síðu þar sem finna má upplýsingar um gildandi takmarkanir á helstu áfangastöðum Íslendinga. Icelandair heldur einnig úti síðu þar sem nálgast má upplýsingar um ferðatakmarkanir og sóttvarnarráðstafanir á áfangastöðum flugfélagsins.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Ísland ekki lengur á rauðum lista vestanhafs Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Það þýðir að stofnunin ræður ekki lengur öllum Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 6. október 2021 09:00 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13 Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun. 28. október 2021 10:45 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Ísland ekki lengur á rauðum lista vestanhafs Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Það þýðir að stofnunin ræður ekki lengur öllum Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 6. október 2021 09:00
96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13
Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun. 28. október 2021 10:45