Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 16:36 Yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan segir forsætisráðherra Súdans í öruggu skóli á heimili sínu. Getty/Mahmoud Hjaj Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. Súdanski herinn framdi í gær valdarán og hefur tekið Abdallah Hamdok forsætisráðherra landsins höndum, auk nokkurra ráðherra í ríkisstjórn hans. Enn eru þó einhver ráðuneyti í stjórn stuðningsmanna forsætisráðherrans. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga frá því í gær og hafa nokkrir fallið í átökum. Yfirmaður súdanska hersins sagði í ávarpi í dag að herinn hafi neyðst til að fremja valdarán vegna þess að borgarastyrjöld hafi verið yfirvofandi. Herinn steypti bráðabirgðastjórn frá völdum sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga valdasetu. Abdel Fattah al-Burhan, yfirmaður súdanska hersins, sagði í ávarpi sínu í dag að ekkert annað hafi verið í stöðunni fyrir herinn en að koma stjórnmálamönnunum frá völdum, en þeir hafi verið að grafa undan hernum. „Það sem við urðum vitni að í síðustu viku hefði komið af stað borgarastyrjöld í landinu,“ sagði Burhan og vísaði þar, samkvæmt frétt Reuters, í mótmæli sem haldin voru vegna slúðursagna um yfirvofandi valdarán. Burhan tilkynnti jafnframt að Hamdok hafi ekki hlotið mein af þegar hann var handtekinn í gær og hafi verið fluttur á heimili Burhans sjálfs. „Forsætisráðherrann var fyrst á sínu eigin heimili en við hræddumst að hann væri í hættu þar svo hann var fluttur inn á heimili mitt.“ Burhan tilkynnti í gær að stjórnarráð almennings og hersins, sem sett var á laggirnar í kjölfar þess að Bashir var steypt af stóli, hafi verið leyst upp. Ráðið var stofnað til að tryggja að almenningur og herinn deildu völdum og til að tryggja að frjálsar kosningar færu fram í landinu. Súdan Tengdar fréttir Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Súdanski herinn framdi í gær valdarán og hefur tekið Abdallah Hamdok forsætisráðherra landsins höndum, auk nokkurra ráðherra í ríkisstjórn hans. Enn eru þó einhver ráðuneyti í stjórn stuðningsmanna forsætisráðherrans. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga frá því í gær og hafa nokkrir fallið í átökum. Yfirmaður súdanska hersins sagði í ávarpi í dag að herinn hafi neyðst til að fremja valdarán vegna þess að borgarastyrjöld hafi verið yfirvofandi. Herinn steypti bráðabirgðastjórn frá völdum sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga valdasetu. Abdel Fattah al-Burhan, yfirmaður súdanska hersins, sagði í ávarpi sínu í dag að ekkert annað hafi verið í stöðunni fyrir herinn en að koma stjórnmálamönnunum frá völdum, en þeir hafi verið að grafa undan hernum. „Það sem við urðum vitni að í síðustu viku hefði komið af stað borgarastyrjöld í landinu,“ sagði Burhan og vísaði þar, samkvæmt frétt Reuters, í mótmæli sem haldin voru vegna slúðursagna um yfirvofandi valdarán. Burhan tilkynnti jafnframt að Hamdok hafi ekki hlotið mein af þegar hann var handtekinn í gær og hafi verið fluttur á heimili Burhans sjálfs. „Forsætisráðherrann var fyrst á sínu eigin heimili en við hræddumst að hann væri í hættu þar svo hann var fluttur inn á heimili mitt.“ Burhan tilkynnti í gær að stjórnarráð almennings og hersins, sem sett var á laggirnar í kjölfar þess að Bashir var steypt af stóli, hafi verið leyst upp. Ráðið var stofnað til að tryggja að almenningur og herinn deildu völdum og til að tryggja að frjálsar kosningar færu fram í landinu.
Súdan Tengdar fréttir Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07
Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16
Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43