Kristilegir demókratar í kreppu Ívar Már Arthúrsson skrifar 26. október 2021 15:00 Eftir kosningarnar til þýska sambandsþingsins sem fram fóru þann 26. september síðastliðinn varð fljótlega ljóst að þrír flokkar myndu ræða saman um mögulegt stjórnarsamstarf. Það eru Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjaflokkurinn og flokkur Frjálsra Demókrata. Nú hafa fulltrúar allra þessara flokka samþykkt að hefja formlegar stjórnarnmyndurnarviðræður og því má ganga út frá því að þeir myndi nýja stjórn og að Olaf Scholz, frá Jafnaðarmannaflokknum, sem í dag er fjármálaráðherra og varakanslari landsins, muni taka við af Angelu Merkel, og það líklega fyrir jól. Jafnaðarmenn sigruðu kosningarnar, á meðan flokkarnir tveir sem mynda saman þingflokk á Sambandsþinginu, Kristilega bandalagið (CSU) í Bæjaralandi og Kristilegir Demókratar (CDU), í öllum öðrum fylkjum þýskalands, töpuðu og þurftu meira að segja að sætta sig við lakasta árangur sinn í þingkosningum frá stofnun flokkkana. Nánast útilokað þykir að flokkurinn veði hluti af næstu ríkisstjórn landsins. Það er sennilega margt sem varð til þess að kosningarnar fóru á þennan veg, en ein ástæðan er án efa að kanslaraefni þeirra, Armin Laschet, er frekar óvinsæll meðal Þjóðverja. Það hjálpaði heldur ekki til, þegar hann ásamt forseta Þýskalands , Frank Walter Steinmeier, heimsótti flóðasvæðin í vesturhluta landsins í sumar, þar sem yfir 100 manns höfðu látið lífið, og fór að hlæja á meðan forsetinn hélt stutta ræðu. En þó er fleira sem varð þess valdandi að kristilegir munu að öllum líkindum þurfa að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Þeir eru nú í mikilli kreppu. Ljóst er að Laschet mun innan skamms hætta sem formaður síns flokks og sem stendur eru þó nokkrir sem eru taldir vilja bjóða sig fram til formennsku. Þeirra á meðal eru Norbert Röttgen, fyrrverandi umhverfisráðherra Þýskalands. Hann hefur áður boðið sig fram til formennsku. Það var í janúar síðastliðinn, en þá fékk hann ekki mikið fylgi. Það gæti þó farið á annan veg, ef hann byði sig fram nú, þar sem innan flokksins eru háværar kröfur um að gera hann nútímalegri og setja umhverfismálin í auknum mæli á oddinn. Margir telja að Röttgen sé einmitt rétti maðurinn til þess að ganga í þetta verkefni. Annar sem gæti orðið næsti formaður er Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þjóðverja. Hann er vinsæll á hægri væng flokksins sem er frekar öflugur og áhrifamikill. Krafan er ekki einungis sú að flokkurinn verði nútímalegri og umhverfissinnaðri, heldur einnig að unga fólkið og konurnar í flokknum verði meira áberandi. Einnig hefur það ítrekað verið rætt að bæta þurfi tengsl flokksins við bævereska systurflokkinn. Næsta formanns bíða því umfangsmikil verkefni, hver sem hann verður. Það verður alls ekki auðvelt að endurnýja flokkinn þannig, að allur þorri flokksmanna verði sáttur við hann í framtíðinni. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar til þýska sambandsþingsins sem fram fóru þann 26. september síðastliðinn varð fljótlega ljóst að þrír flokkar myndu ræða saman um mögulegt stjórnarsamstarf. Það eru Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjaflokkurinn og flokkur Frjálsra Demókrata. Nú hafa fulltrúar allra þessara flokka samþykkt að hefja formlegar stjórnarnmyndurnarviðræður og því má ganga út frá því að þeir myndi nýja stjórn og að Olaf Scholz, frá Jafnaðarmannaflokknum, sem í dag er fjármálaráðherra og varakanslari landsins, muni taka við af Angelu Merkel, og það líklega fyrir jól. Jafnaðarmenn sigruðu kosningarnar, á meðan flokkarnir tveir sem mynda saman þingflokk á Sambandsþinginu, Kristilega bandalagið (CSU) í Bæjaralandi og Kristilegir Demókratar (CDU), í öllum öðrum fylkjum þýskalands, töpuðu og þurftu meira að segja að sætta sig við lakasta árangur sinn í þingkosningum frá stofnun flokkkana. Nánast útilokað þykir að flokkurinn veði hluti af næstu ríkisstjórn landsins. Það er sennilega margt sem varð til þess að kosningarnar fóru á þennan veg, en ein ástæðan er án efa að kanslaraefni þeirra, Armin Laschet, er frekar óvinsæll meðal Þjóðverja. Það hjálpaði heldur ekki til, þegar hann ásamt forseta Þýskalands , Frank Walter Steinmeier, heimsótti flóðasvæðin í vesturhluta landsins í sumar, þar sem yfir 100 manns höfðu látið lífið, og fór að hlæja á meðan forsetinn hélt stutta ræðu. En þó er fleira sem varð þess valdandi að kristilegir munu að öllum líkindum þurfa að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Þeir eru nú í mikilli kreppu. Ljóst er að Laschet mun innan skamms hætta sem formaður síns flokks og sem stendur eru þó nokkrir sem eru taldir vilja bjóða sig fram til formennsku. Þeirra á meðal eru Norbert Röttgen, fyrrverandi umhverfisráðherra Þýskalands. Hann hefur áður boðið sig fram til formennsku. Það var í janúar síðastliðinn, en þá fékk hann ekki mikið fylgi. Það gæti þó farið á annan veg, ef hann byði sig fram nú, þar sem innan flokksins eru háværar kröfur um að gera hann nútímalegri og setja umhverfismálin í auknum mæli á oddinn. Margir telja að Röttgen sé einmitt rétti maðurinn til þess að ganga í þetta verkefni. Annar sem gæti orðið næsti formaður er Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þjóðverja. Hann er vinsæll á hægri væng flokksins sem er frekar öflugur og áhrifamikill. Krafan er ekki einungis sú að flokkurinn verði nútímalegri og umhverfissinnaðri, heldur einnig að unga fólkið og konurnar í flokknum verði meira áberandi. Einnig hefur það ítrekað verið rætt að bæta þurfi tengsl flokksins við bævereska systurflokkinn. Næsta formanns bíða því umfangsmikil verkefni, hver sem hann verður. Það verður alls ekki auðvelt að endurnýja flokkinn þannig, að allur þorri flokksmanna verði sáttur við hann í framtíðinni. Höfundur er nemi.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun