Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2021 16:41 Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa á fundi með Landskjörstjórn á dögunum. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Framkvæmd endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í lok september hefur dregið dilk á eftir sér. Auk þeirra tólf sem kærðu kosningarnar til Alþingis voru kosningarnar kærðar til lögreglu. Lögreglan á Vesturlandi hefur lokið rannsókn og boðið meðlimum yfirkjörstjórnar í kjördæminu að ljúka málinu með greiðslu sektar. Meðlimir hafa hafnað því að greiða sektina. Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna standa yfir. Forsætisráðherra hefur sagt að Alþingi verði ekki kallað saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segir daginn í dag hafa verið stórtíðindalausan. Rætt hafi verið við hluta kærenda á föstudag og þeir síðustu komið fyrir nefndina í dag. Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Vísir/Vilhelm „Við gáfum þeim kost á að fylgja kærunni sinni eftir munnlega,“ segir Birgir. Fundurinn sem hófst klukkan 10:30 stóð yfir til klukkan að ganga þrjú. „Næstu daga höldum við áfram að púsla einhverju saman. Sjá hvaða upplýsingar okkur vantar til að fylla myndina.“ Næstu tveir dagar fari líkast til í það, kalla skriflega eftir upplýsingum eða boða fleiri gesti á fund. „Svo í framhaldinu þegar við teljum okkur vera komin með þann gagnapakka sem við þurfum förum við að setjast yfir þá þætti sem eru matskenndir, hvernig eigi að túlka málavexti og þann lagaramma sem við þurfum að fara eftir.“ Undirbúningsnefnd skilar af sér drögum eða tillögum að nefndaráliti sem gengur til kjörbréfanefndar, sem kosin verður á þingsetningarfundi þegar Alþingi kemur saman. „Það má ætla að það verði að mestu leyti sama fólkið í kjörbréfanefndinni,“ segir Birgir. Undirbúningsnefndin hafi ekki vald til að taka neinar endanlegar ákvarðarnir heldur skili kjörbréfanefnd niðurstöðu til þingsins sem þarf að taka afstöðu til málsins. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Framkvæmd endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í lok september hefur dregið dilk á eftir sér. Auk þeirra tólf sem kærðu kosningarnar til Alþingis voru kosningarnar kærðar til lögreglu. Lögreglan á Vesturlandi hefur lokið rannsókn og boðið meðlimum yfirkjörstjórnar í kjördæminu að ljúka málinu með greiðslu sektar. Meðlimir hafa hafnað því að greiða sektina. Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna standa yfir. Forsætisráðherra hefur sagt að Alþingi verði ekki kallað saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segir daginn í dag hafa verið stórtíðindalausan. Rætt hafi verið við hluta kærenda á föstudag og þeir síðustu komið fyrir nefndina í dag. Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Vísir/Vilhelm „Við gáfum þeim kost á að fylgja kærunni sinni eftir munnlega,“ segir Birgir. Fundurinn sem hófst klukkan 10:30 stóð yfir til klukkan að ganga þrjú. „Næstu daga höldum við áfram að púsla einhverju saman. Sjá hvaða upplýsingar okkur vantar til að fylla myndina.“ Næstu tveir dagar fari líkast til í það, kalla skriflega eftir upplýsingum eða boða fleiri gesti á fund. „Svo í framhaldinu þegar við teljum okkur vera komin með þann gagnapakka sem við þurfum förum við að setjast yfir þá þætti sem eru matskenndir, hvernig eigi að túlka málavexti og þann lagaramma sem við þurfum að fara eftir.“ Undirbúningsnefnd skilar af sér drögum eða tillögum að nefndaráliti sem gengur til kjörbréfanefndar, sem kosin verður á þingsetningarfundi þegar Alþingi kemur saman. „Það má ætla að það verði að mestu leyti sama fólkið í kjörbréfanefndinni,“ segir Birgir. Undirbúningsnefndin hafi ekki vald til að taka neinar endanlegar ákvarðarnir heldur skili kjörbréfanefnd niðurstöðu til þingsins sem þarf að taka afstöðu til málsins.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira