Þarf ekki að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 08:55 Frá Hörgársveit. Vísir/Arnar Landeigandi í Hörgársveit þarf ekki að greiða kostnað sem féll á Hörgársveit þegar sveitarfélagið lét handsama tvo graðhesta sem sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sneri þar með við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra frá síðasta ári þar sem landeigandinn var dæmdur til að greiða sveitarfélaginu rúma eina milljón króna vegna málsins. Málið má rekja til þess að í ágúst 2017 varð bóndi í Hörgársveit var við tvo graðhesta og fleiri hross á landi sínu. Hafði hann samband við sveitarstjórann sem kom því í verk að graðhestarnir voru handsamaðir og fjarlægðir. Haft var samband við þann sem talinn var eigandi hestanna, umræddur landeigandi, og honum gefinn kostur á því að ná í þá og greiða þann kostnað sem féll til þegar þeir voru handsamaðir. Varð hann ekki við því og svo fór að hestarnir tveir voru boðin upp á nauðungaruppboði. Sveitarfélagið keypti hestana og lét lóga þeim. Sveitarfélagið krafði svo landeigandann um greiðslu kostnaðar vegna graðhestanna, sem landeigandinn neitaði að borga, þannig að úr varð umrætt dómsmál. Eftir að héraðsdómur dæmdi sveitarfélaginu í vil áfrýjaði landeigandinn til Landsréttar, sem kvað upp dóm sinn á föstudaginn í síðustu viku. Tókst ekki að sanna eignarhaldið Í dómi Landsréttar kemur fram að engin sönnunargögn liggi fyrir í málinum um að landeigandinn hafi verið eigandi eða umráðamaður umræddra graðhesta. Þótt að lagt hafi verið til grundvallar að hestarnir hafi komið frá landi í eigu landeigands, hafi ekkert verið gert til þess að kanna afstöðu annarra hestaeiganda sem fyrir liggur að voru með hesta í vörslu á landinu á umræddum tíma. Taldi Landsréttur því rétt að láta sveitarfélagið bera hallann af sönnunarskorti um að landeigandinn hafi verið umráðamaður eða eigandi hestana. Þarf hann því ekki að greiða þann kostnað sem féll á Hörgársveit vegna málsins. Dómsmál Hörgársveit Hestar Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sneri þar með við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra frá síðasta ári þar sem landeigandinn var dæmdur til að greiða sveitarfélaginu rúma eina milljón króna vegna málsins. Málið má rekja til þess að í ágúst 2017 varð bóndi í Hörgársveit var við tvo graðhesta og fleiri hross á landi sínu. Hafði hann samband við sveitarstjórann sem kom því í verk að graðhestarnir voru handsamaðir og fjarlægðir. Haft var samband við þann sem talinn var eigandi hestanna, umræddur landeigandi, og honum gefinn kostur á því að ná í þá og greiða þann kostnað sem féll til þegar þeir voru handsamaðir. Varð hann ekki við því og svo fór að hestarnir tveir voru boðin upp á nauðungaruppboði. Sveitarfélagið keypti hestana og lét lóga þeim. Sveitarfélagið krafði svo landeigandann um greiðslu kostnaðar vegna graðhestanna, sem landeigandinn neitaði að borga, þannig að úr varð umrætt dómsmál. Eftir að héraðsdómur dæmdi sveitarfélaginu í vil áfrýjaði landeigandinn til Landsréttar, sem kvað upp dóm sinn á föstudaginn í síðustu viku. Tókst ekki að sanna eignarhaldið Í dómi Landsréttar kemur fram að engin sönnunargögn liggi fyrir í málinum um að landeigandinn hafi verið eigandi eða umráðamaður umræddra graðhesta. Þótt að lagt hafi verið til grundvallar að hestarnir hafi komið frá landi í eigu landeigands, hafi ekkert verið gert til þess að kanna afstöðu annarra hestaeiganda sem fyrir liggur að voru með hesta í vörslu á landinu á umræddum tíma. Taldi Landsréttur því rétt að láta sveitarfélagið bera hallann af sönnunarskorti um að landeigandinn hafi verið umráðamaður eða eigandi hestana. Þarf hann því ekki að greiða þann kostnað sem féll á Hörgársveit vegna málsins.
Dómsmál Hörgársveit Hestar Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54