Þarf ekki að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 08:55 Frá Hörgársveit. Vísir/Arnar Landeigandi í Hörgársveit þarf ekki að greiða kostnað sem féll á Hörgársveit þegar sveitarfélagið lét handsama tvo graðhesta sem sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sneri þar með við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra frá síðasta ári þar sem landeigandinn var dæmdur til að greiða sveitarfélaginu rúma eina milljón króna vegna málsins. Málið má rekja til þess að í ágúst 2017 varð bóndi í Hörgársveit var við tvo graðhesta og fleiri hross á landi sínu. Hafði hann samband við sveitarstjórann sem kom því í verk að graðhestarnir voru handsamaðir og fjarlægðir. Haft var samband við þann sem talinn var eigandi hestanna, umræddur landeigandi, og honum gefinn kostur á því að ná í þá og greiða þann kostnað sem féll til þegar þeir voru handsamaðir. Varð hann ekki við því og svo fór að hestarnir tveir voru boðin upp á nauðungaruppboði. Sveitarfélagið keypti hestana og lét lóga þeim. Sveitarfélagið krafði svo landeigandann um greiðslu kostnaðar vegna graðhestanna, sem landeigandinn neitaði að borga, þannig að úr varð umrætt dómsmál. Eftir að héraðsdómur dæmdi sveitarfélaginu í vil áfrýjaði landeigandinn til Landsréttar, sem kvað upp dóm sinn á föstudaginn í síðustu viku. Tókst ekki að sanna eignarhaldið Í dómi Landsréttar kemur fram að engin sönnunargögn liggi fyrir í málinum um að landeigandinn hafi verið eigandi eða umráðamaður umræddra graðhesta. Þótt að lagt hafi verið til grundvallar að hestarnir hafi komið frá landi í eigu landeigands, hafi ekkert verið gert til þess að kanna afstöðu annarra hestaeiganda sem fyrir liggur að voru með hesta í vörslu á landinu á umræddum tíma. Taldi Landsréttur því rétt að láta sveitarfélagið bera hallann af sönnunarskorti um að landeigandinn hafi verið umráðamaður eða eigandi hestana. Þarf hann því ekki að greiða þann kostnað sem féll á Hörgársveit vegna málsins. Dómsmál Hörgársveit Hestar Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sneri þar með við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra frá síðasta ári þar sem landeigandinn var dæmdur til að greiða sveitarfélaginu rúma eina milljón króna vegna málsins. Málið má rekja til þess að í ágúst 2017 varð bóndi í Hörgársveit var við tvo graðhesta og fleiri hross á landi sínu. Hafði hann samband við sveitarstjórann sem kom því í verk að graðhestarnir voru handsamaðir og fjarlægðir. Haft var samband við þann sem talinn var eigandi hestanna, umræddur landeigandi, og honum gefinn kostur á því að ná í þá og greiða þann kostnað sem féll til þegar þeir voru handsamaðir. Varð hann ekki við því og svo fór að hestarnir tveir voru boðin upp á nauðungaruppboði. Sveitarfélagið keypti hestana og lét lóga þeim. Sveitarfélagið krafði svo landeigandann um greiðslu kostnaðar vegna graðhestanna, sem landeigandinn neitaði að borga, þannig að úr varð umrætt dómsmál. Eftir að héraðsdómur dæmdi sveitarfélaginu í vil áfrýjaði landeigandinn til Landsréttar, sem kvað upp dóm sinn á föstudaginn í síðustu viku. Tókst ekki að sanna eignarhaldið Í dómi Landsréttar kemur fram að engin sönnunargögn liggi fyrir í málinum um að landeigandinn hafi verið eigandi eða umráðamaður umræddra graðhesta. Þótt að lagt hafi verið til grundvallar að hestarnir hafi komið frá landi í eigu landeigands, hafi ekkert verið gert til þess að kanna afstöðu annarra hestaeiganda sem fyrir liggur að voru með hesta í vörslu á landinu á umræddum tíma. Taldi Landsréttur því rétt að láta sveitarfélagið bera hallann af sönnunarskorti um að landeigandinn hafi verið umráðamaður eða eigandi hestana. Þarf hann því ekki að greiða þann kostnað sem féll á Hörgársveit vegna málsins.
Dómsmál Hörgársveit Hestar Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54