Þegar liðin mættust á Selfossi um síðustu helgi skildu liðin jöfn, 31-31 og því ljóst að Selfyssinga biði erfitt verkefni í Slóveníu í dag.
Þar lauk leiknum með sex marka sigri heimamanna, 28-22 og Selfoss því úr leik eftir að hafa tapað einvíginu, 59-53.
Richard Sæþór Sigurðsson og Árni Steinn Steinþórsson voru atkvæðamestir í liði Selfoss með fimm mörk hvor að því er fram kemur á handboltavefnum handbolti.is sem var með beina textalýsingu frá leiknum.