Hótaði að myrða trúboðana Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2021 21:51 Lögregluþjónar í Port-au-Prince reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur brenni bensínstöð í Port-au-Prince í gær. AP/Matias Delacroix Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. Maðurinn heitir Wilson Joseph og ku vera leiðtogi gengisins 400 Mawozo. „Ég sver það við þrumur af ef ég fæ ekki það sem ég vil, mun ég skjóta þessa Bandaríkjamenn í höfuðið,“ sagði hann í myndbandinu samkvæmt frétt Guardan. Joseph hótaði einnig Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, og Léon Charles, fyrrverandi yfirmanni lögreglunnar. Charles var vikið úr starfi í dag og Frantz Elbé tók við. „Þið látið mig gráta. Ég græt vatni en ég mun láta ykkur gráta blóði,“ sagði hann standandi við líkkistur meðlima 400 Mawozo sem dóu nýverið. Meðlimir 400 Mawozo rændu nýverið sextán Bandaríkjamönnum og einum frá Kanada. Um er að ræða fimm menn, sjö konur og fimm börn. Yngsta barnið er tveggja ára. Hópurinn var á vegum kristilegra hjálparsamtaka og við trúboð og mannúðarstörf. Fólkinu var rænt eftir heimsókn í munaðarleysingjahæli í bænum Ganthier síðasta laugardag. Vilja rúma tvo milljarða Glæpagengið hefur krafist milljón dala í lausnargjald fyrir hvern og einn gísl sem er í haldi. Sautján milljónir dala samsvarar um 2,2 milljörðum króna. Sjá einnig: Krefjast milljarða í lausnargjald fyrir bandarísku trúboðana Ástandið í Haítí er í stuttu máli sagt hræðilegt og hefur versnað mjög á síðustu mánuðum. Forseti landsins var myrtur í sumar og svo fórust fleiri en 2.200 manns í jarðskjálfta í ágúst. Efnahagur landsins stendur verulega höllum fæti og glæpagengi eins og 400 Mawozo ráða víða lögum og logum víða um landið. Frá mótmælum gegn yfirvöldum Haítí sem haldin voru í dag.AP/Odelyn Joseph AP fréttaveitan segir til að mynda að glæpagengi stjórni í raun allt að 40 prósentum af Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, þar sem rúmlega 2,8 milljónir manna búa. Glæpamenn sem tilheyra fjölmörgum gengjum berjast sín á milli um heilu hverfi borgarinnar. Glæpamenn fleiri og betur vopnaðir Um það bil níu þúsund lögregluþjónar starfa í Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Glæpamennirnir eru því fleiri en lögregluþjónar og þungvopnaðir. Samhliða auknum umsvifum glæpamanna hefur mannránum fjölgað gífurlega. Minnst 328 mannrán voru tilkynnt til lögreglunnar á fyrstu átta mánuðum ársins. Allt árið 2020 voru 234 mannrán tilkynnt svo aukningin er gífurleg. Glæpamenn hafa einnig stöðvað dreifingu eldsneytis víða, sem hefur komið niður á dreifingu vara og nauðsynja um ríkið. Að sjá ríki deyja Starfsmenn dagblaðsins Le Nouvelliste birtu í dag grein sem ber titilinn; Að sjá ríki deyja, þar sem þeir segja eitthvað mikið að í Haítí. Í greininni er bent á að yfirvöld landsins eða forsvarsmenn lögreglunnar hafa ekkert sagt opinberlega um ránið á trúboðunum þann 16. október, né um dauða lögregluþjóns sem skotinn var við að reyna að stöðva annað mannrán þann dag. Þá hafi yfirvöld og lögregla landsins hörfað undan glæpagengjum þann 17. október. Glæpamenn hafi í raun tekið yfir opinbera hátíð til að marka daginn sem Jean-Jacques Dessalines, keisari Haítí og faðir ríkisins, var myrtur árið 1806. Þúsundir hafa flúið Haítí til meginlandsins á undanförnum mánuðum. Hér má sjá hóp á leið frá Kólumbíu til Panama í gær.AP/Fernando Vergara Frekari dæmi um aukin völd glæpagengja í landinu er nefnd og sömuleiðis dæmi um efnahagsvandræði. Þar að auki séu ráðamenn í Suður-Ameríku að ræða sín á milli hvernig stöðva megi flæði fólks frá Haítí til meginlandsins. Sérfræðingar búast við því að ástandið muni versna áfram en til stendur að halda bæði forseta- og þingkosningar á næsta ári. Þekkt er að stjórnmálaflokkar greiða glæpagengjum fyrir þjónustu þeirra. Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því til að mynda fram í fyrr að embættismenn í Haítí hefðu borgað glæpamönnum í peningum og vopnum til að fremja fjöldamorð í fátæku hverfi Port-au-Prince. Hópar þungvopnaðra glæpamanna myrtu minnst 71 og þar á meðal börn, naðuguðu konum og eyðilögðu rúmlega fjögur hundruð heimili. Það var eftir að íbúar í hverfinu höfðu mótmælt spillingu stjórnvalda og var markmiðið að refsa þeim. Haítí Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Maðurinn heitir Wilson Joseph og ku vera leiðtogi gengisins 400 Mawozo. „Ég sver það við þrumur af ef ég fæ ekki það sem ég vil, mun ég skjóta þessa Bandaríkjamenn í höfuðið,“ sagði hann í myndbandinu samkvæmt frétt Guardan. Joseph hótaði einnig Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, og Léon Charles, fyrrverandi yfirmanni lögreglunnar. Charles var vikið úr starfi í dag og Frantz Elbé tók við. „Þið látið mig gráta. Ég græt vatni en ég mun láta ykkur gráta blóði,“ sagði hann standandi við líkkistur meðlima 400 Mawozo sem dóu nýverið. Meðlimir 400 Mawozo rændu nýverið sextán Bandaríkjamönnum og einum frá Kanada. Um er að ræða fimm menn, sjö konur og fimm börn. Yngsta barnið er tveggja ára. Hópurinn var á vegum kristilegra hjálparsamtaka og við trúboð og mannúðarstörf. Fólkinu var rænt eftir heimsókn í munaðarleysingjahæli í bænum Ganthier síðasta laugardag. Vilja rúma tvo milljarða Glæpagengið hefur krafist milljón dala í lausnargjald fyrir hvern og einn gísl sem er í haldi. Sautján milljónir dala samsvarar um 2,2 milljörðum króna. Sjá einnig: Krefjast milljarða í lausnargjald fyrir bandarísku trúboðana Ástandið í Haítí er í stuttu máli sagt hræðilegt og hefur versnað mjög á síðustu mánuðum. Forseti landsins var myrtur í sumar og svo fórust fleiri en 2.200 manns í jarðskjálfta í ágúst. Efnahagur landsins stendur verulega höllum fæti og glæpagengi eins og 400 Mawozo ráða víða lögum og logum víða um landið. Frá mótmælum gegn yfirvöldum Haítí sem haldin voru í dag.AP/Odelyn Joseph AP fréttaveitan segir til að mynda að glæpagengi stjórni í raun allt að 40 prósentum af Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, þar sem rúmlega 2,8 milljónir manna búa. Glæpamenn sem tilheyra fjölmörgum gengjum berjast sín á milli um heilu hverfi borgarinnar. Glæpamenn fleiri og betur vopnaðir Um það bil níu þúsund lögregluþjónar starfa í Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Glæpamennirnir eru því fleiri en lögregluþjónar og þungvopnaðir. Samhliða auknum umsvifum glæpamanna hefur mannránum fjölgað gífurlega. Minnst 328 mannrán voru tilkynnt til lögreglunnar á fyrstu átta mánuðum ársins. Allt árið 2020 voru 234 mannrán tilkynnt svo aukningin er gífurleg. Glæpamenn hafa einnig stöðvað dreifingu eldsneytis víða, sem hefur komið niður á dreifingu vara og nauðsynja um ríkið. Að sjá ríki deyja Starfsmenn dagblaðsins Le Nouvelliste birtu í dag grein sem ber titilinn; Að sjá ríki deyja, þar sem þeir segja eitthvað mikið að í Haítí. Í greininni er bent á að yfirvöld landsins eða forsvarsmenn lögreglunnar hafa ekkert sagt opinberlega um ránið á trúboðunum þann 16. október, né um dauða lögregluþjóns sem skotinn var við að reyna að stöðva annað mannrán þann dag. Þá hafi yfirvöld og lögregla landsins hörfað undan glæpagengjum þann 17. október. Glæpamenn hafi í raun tekið yfir opinbera hátíð til að marka daginn sem Jean-Jacques Dessalines, keisari Haítí og faðir ríkisins, var myrtur árið 1806. Þúsundir hafa flúið Haítí til meginlandsins á undanförnum mánuðum. Hér má sjá hóp á leið frá Kólumbíu til Panama í gær.AP/Fernando Vergara Frekari dæmi um aukin völd glæpagengja í landinu er nefnd og sömuleiðis dæmi um efnahagsvandræði. Þar að auki séu ráðamenn í Suður-Ameríku að ræða sín á milli hvernig stöðva megi flæði fólks frá Haítí til meginlandsins. Sérfræðingar búast við því að ástandið muni versna áfram en til stendur að halda bæði forseta- og þingkosningar á næsta ári. Þekkt er að stjórnmálaflokkar greiða glæpagengjum fyrir þjónustu þeirra. Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því til að mynda fram í fyrr að embættismenn í Haítí hefðu borgað glæpamönnum í peningum og vopnum til að fremja fjöldamorð í fátæku hverfi Port-au-Prince. Hópar þungvopnaðra glæpamanna myrtu minnst 71 og þar á meðal börn, naðuguðu konum og eyðilögðu rúmlega fjögur hundruð heimili. Það var eftir að íbúar í hverfinu höfðu mótmælt spillingu stjórnvalda og var markmiðið að refsa þeim.
Haítí Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira