Graðhestaskyr á Brúnastöðum: Skyrland opnað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. október 2021 22:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson, fyrrverndi ráðherra flokksins láta vel af nýja Skyrlandinu og sögðu það verða mikla lyftistöng fyrir Selfoss. Þeir mættu báðir við opnunina í kvöld. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við krakkarnir fengum alltaf graðhestaskyr á Brúnastöðum“, sagði Guðni Ágústsson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna og fyrrverandi ráðherra þegar nýjasta upplifundarsýning, Skyrland, var opnuð á Selfossi í kvöld í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss. Á sýningunni reynir á öll skilningarvit gesta , sjón, heyrn, snertingu, ilm og bragð, með frumlegri hönnun fjölbreyttra atriða, sem meðal annars fjalla um upphafskúna Auðhumlu, íslenska sumarið, mjólkurvinnslu kvenna, kynslóð eftir kynslóð, í torfbæi liðinna alda, mjólkurbúin og margt fleira. Skyrið, þessi afurð íslenskrar menningar og náttúru, hefur nú slegið í gegn víða um heim og í Skyrlandi er saga þess rakin. Sýningin hefur verið í undirbúningi í þrjú ár en aðalhönnuður hennar er Snorri Freyr Hilmarsson, leikmynda- og sýningahönnuður. Skyrland er í eigu Skyrheima, félags sem Mjólkursamsalan og Sigtún Þróunarfélag stofnuðu utan um verkefnið. Fjöldi gesta mætti á opnunarhátíðina í kvöld, m.a. Ari Edwald frá MS og Magnús Sigurðsson, bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stefna MS er sú að koma því enn betur á framfæri að Ísland er upprunaland skyrsins og þegar þessi hugmynd kom upp, að skapa skyrinu heimili í endurbyggðu fyrsta Mjólkurbúinu á Selfossi, þá vildum við taka þátt í því,“ segir Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS. Saga Selfoss er nátengd skyrgerð og mjólkuriðnaði á Íslandi. Fljótlega eftir stofnun Mjólkurbús Flóamanna og byggingu gamla mjólkurbúsins 1929 hófst fyrir alvöru iðnaðarframleiðsla ýmissa mjólkurafurða hér á landi og þar á meðal skyrsins. Staðsetning mjólkurbúsins skammt frá Ölfusárbrú dró til sín fjölda starfsmanna sem voru meðal frumbyggja hins nýja bæjar sem stækkaði hratt í kjölfarið. Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir er rekstrarstjóri Skyrlands í nýja miðbænum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Með þessari metnaðarfullu og skemmtilegu sýningu hér í hjarta Selfoss verður til nýr áfangastaður fyrir alla þá fjölmörgu ferðamenn, íslenska og erlenda, sem eiga leið um bæinn,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar. „Skyrland er ákveðin undirstaða í þessu fallega matarmenningarhúsi sem Mjólkurbúið er orðið og með því er að rætast gamall draumur heimamanna um sýningu sem heiðrar sögu og hlutverk staðarins.“ Nýja Skyrlandið er með fjölda veitinga til sölu, sem allar tengjast íslenska skyrinu. Árborg Landbúnaður Menning Söfn Tengdar fréttir „Það verður engin kyngeta nema með að borða skyr“ Mikið var um að vera í nýja miðbænum á Selfossi í dag en þar var fyrsta skyrsafn landsins opnað síðdegis. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Selfoss sé orðinn miðdepill Íslands á nýjan leik. 21. október 2021 20:41 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Á sýningunni reynir á öll skilningarvit gesta , sjón, heyrn, snertingu, ilm og bragð, með frumlegri hönnun fjölbreyttra atriða, sem meðal annars fjalla um upphafskúna Auðhumlu, íslenska sumarið, mjólkurvinnslu kvenna, kynslóð eftir kynslóð, í torfbæi liðinna alda, mjólkurbúin og margt fleira. Skyrið, þessi afurð íslenskrar menningar og náttúru, hefur nú slegið í gegn víða um heim og í Skyrlandi er saga þess rakin. Sýningin hefur verið í undirbúningi í þrjú ár en aðalhönnuður hennar er Snorri Freyr Hilmarsson, leikmynda- og sýningahönnuður. Skyrland er í eigu Skyrheima, félags sem Mjólkursamsalan og Sigtún Þróunarfélag stofnuðu utan um verkefnið. Fjöldi gesta mætti á opnunarhátíðina í kvöld, m.a. Ari Edwald frá MS og Magnús Sigurðsson, bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stefna MS er sú að koma því enn betur á framfæri að Ísland er upprunaland skyrsins og þegar þessi hugmynd kom upp, að skapa skyrinu heimili í endurbyggðu fyrsta Mjólkurbúinu á Selfossi, þá vildum við taka þátt í því,“ segir Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS. Saga Selfoss er nátengd skyrgerð og mjólkuriðnaði á Íslandi. Fljótlega eftir stofnun Mjólkurbús Flóamanna og byggingu gamla mjólkurbúsins 1929 hófst fyrir alvöru iðnaðarframleiðsla ýmissa mjólkurafurða hér á landi og þar á meðal skyrsins. Staðsetning mjólkurbúsins skammt frá Ölfusárbrú dró til sín fjölda starfsmanna sem voru meðal frumbyggja hins nýja bæjar sem stækkaði hratt í kjölfarið. Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir er rekstrarstjóri Skyrlands í nýja miðbænum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Með þessari metnaðarfullu og skemmtilegu sýningu hér í hjarta Selfoss verður til nýr áfangastaður fyrir alla þá fjölmörgu ferðamenn, íslenska og erlenda, sem eiga leið um bæinn,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar. „Skyrland er ákveðin undirstaða í þessu fallega matarmenningarhúsi sem Mjólkurbúið er orðið og með því er að rætast gamall draumur heimamanna um sýningu sem heiðrar sögu og hlutverk staðarins.“ Nýja Skyrlandið er með fjölda veitinga til sölu, sem allar tengjast íslenska skyrinu.
Árborg Landbúnaður Menning Söfn Tengdar fréttir „Það verður engin kyngeta nema með að borða skyr“ Mikið var um að vera í nýja miðbænum á Selfossi í dag en þar var fyrsta skyrsafn landsins opnað síðdegis. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Selfoss sé orðinn miðdepill Íslands á nýjan leik. 21. október 2021 20:41 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
„Það verður engin kyngeta nema með að borða skyr“ Mikið var um að vera í nýja miðbænum á Selfossi í dag en þar var fyrsta skyrsafn landsins opnað síðdegis. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Selfoss sé orðinn miðdepill Íslands á nýjan leik. 21. október 2021 20:41