Soffía Dögg fer af stað með nýja þáttaröð af Skreytum hús Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2021 15:01 Þriðja þáttaröðin af Skreytum hús fer af stað á Vísi og Stöð 2+ í næstu viku. Stöð 2 Í næstu viku fer af stað hér á Vísi þriðja þáttaröðin af Skreytum hús. Soffía Dögg Garðarsdóttir er spennt að fara aftur af stað. Hundruð einstaklinga sóttu um að taka þátt og voru valin nokkur rými sem Soffía Dögg tekur í gegn í þáttunum. „Rýmin sem voru valin eru frekar ólík og það var bara eitthvað sem heillaði þegar að ég sá myndina af því, einhver svona hugmynd sem kveiknaði. Nema í einu tilfellinu kom videóumsókn frá litlum dreng sem var svo mikið krúttsnúður að ég stóðst hann ekki,“ segir Soffía Dögg í samtali við Vísi. Það hefur gengið ótrúlega vel að taka upp, ég er svo heppin með fólkið í kringum mig að það nær bara engri átt. Strákarnir sem eru í framleiðslufyrirtækinu eru magnaðir, Siggi minn besti handyman er eins og mín hægri hönd og svo hafa þáttakendur verðið hver öðrum yndislegri - þannig að ég svíf bara á bleiku skýi. „Verkefnin eru misjöfn, við erum með alrými og eldhús, tvö barnaherbergi, sjónvarpsrými og skrifstofuaðstöðu í risi, fyrstu íbúð hjá ungu pari - stofa og svefnherbergi þar, herbergi hjá 11 ára dömu, þannig að það er mikið að gerast í þessu öllu. Ég held að áhorfendur geti búist við meira af því sama. Sem sé lausnir og hugmyndir sem gætu hentað þér til þess að poppa aðeins upp þitt rými án þess að það þurfi að slá niður veggi eða fara í risaframkvæmdir. Við erum að díla við það að málning og motta getur gert kraftaverk, og enginn skal vanmeta hvað púðar og allt þetta smálega gerir mikið.“ Veggurinn nánast óyfirstíganlegt verkefni Þættirnir verða sex talsins ins og í fyrri þáttaröðum. Þættirnir birtast eins og áður vikulega hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. „Við stefnum að því að enda seríuna með góðgerðaþætti, því það var svo dásamlegt að aðstoða Hlaðgerðarkot í seinastaþætti. Þá erum við líka að nálgast jólin og það eiga allir að vera góðir á jólunum,“ segir Soffía. „Það er ýmislegt nýtt sem var prufað núna, það munar líka svo miklu að vera með Sigga snilling innan handar og hann nennir bókstaflega öllu sem ég sting upp á. Við erum svona aðeins að smíða og sníða hlutina betur að okkur og í barnaherbergi gerðum við vegg sem ég hélt að myndi buga mig. Siggi sagði að þetta væri snilldarverkefni fyrir eina helgi, svona til þess að setja upp og vinna sig í gegnum, en ég leit á hann og sagði - hvernig hljóma fjórar klst? Svo líka allt hitt sem þarf að gera - oh my! Þetta var svakalegt.“ Komin í jólagírinn Í kvöld frá átta til tíu stendur Soffía Dögg fyrir jólaviðburði, enda er hún strax byrjuð að hugsa út í jólaskreytingar. „Við ætlum við að starta jólavertíðinni með SkreytumHús-jólakvöldinu okkar í Rúmfatalagerinum á Smáratorginu,“ segir Soffía spennt. „Við höfum haldið þetta árlega (nema í fyrra og svona vesen) síðan held ég 2015. Ótrúlega skemmtilegt kvöld en ég er í Rúmfó í nokkra daga og set upp alls konar jólaskreytingar og hugmyndir. Síðan opnar húsið og þá er afsláttur af öllu, það eru svakaleg tilboð á vörum sem ég hef sjálf valið (upp að 40%) og við gefum nokkra stóra gjafapoka yfir kvöldið. Hann Ívar verslunarstjóri og stórvinur minn er með mér í þessu, og hann er svoddan gleðisprengja og smitar út frá sér, þannig að þarna eru allir kátir og spenntir í að byrja að jóla smá yfir sig. Það eru allir velkomnir en ef fólk vill skrá sig á viðburðinn þá er event inni á Facebook,“ segir Soffía. „Mér finnst ég vera svo óendanlega heppin að fá þetta tækifæri, að vinna, lifa og hrærast svona í minni ástríðu - það er alveg magnað. Allt fólkið sem tekur þátt í þáttunum, að finna traustið sem manni er veitt er hreint út sagt ótrúlegt. Svo bara að finna stuðninginn frá öllum í kringum mig, að vera með viðburð eins og í kvöld, þar sem fullt af fólki kemur til þess að sjá og skoða og detta í jólagírinn - bara æðislegt. Svo í næstu viku endurtek ég leikinn í Rúmfó á Akureyri, sem er æði. Þannig að ég er bara á bleiku skýi, sem svona jólóskýi en samt skýi,“ segir Soffía að lokum. Fyrri þáttaraðirnar má sjá HÉR á Vísi. Skreytum hús Tengdar fréttir Vilt þú taka þátt í þriðju þáttaröð af Skreytum hús? Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir þriðju þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun. 13. september 2021 13:31 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Rýmin sem voru valin eru frekar ólík og það var bara eitthvað sem heillaði þegar að ég sá myndina af því, einhver svona hugmynd sem kveiknaði. Nema í einu tilfellinu kom videóumsókn frá litlum dreng sem var svo mikið krúttsnúður að ég stóðst hann ekki,“ segir Soffía Dögg í samtali við Vísi. Það hefur gengið ótrúlega vel að taka upp, ég er svo heppin með fólkið í kringum mig að það nær bara engri átt. Strákarnir sem eru í framleiðslufyrirtækinu eru magnaðir, Siggi minn besti handyman er eins og mín hægri hönd og svo hafa þáttakendur verðið hver öðrum yndislegri - þannig að ég svíf bara á bleiku skýi. „Verkefnin eru misjöfn, við erum með alrými og eldhús, tvö barnaherbergi, sjónvarpsrými og skrifstofuaðstöðu í risi, fyrstu íbúð hjá ungu pari - stofa og svefnherbergi þar, herbergi hjá 11 ára dömu, þannig að það er mikið að gerast í þessu öllu. Ég held að áhorfendur geti búist við meira af því sama. Sem sé lausnir og hugmyndir sem gætu hentað þér til þess að poppa aðeins upp þitt rými án þess að það þurfi að slá niður veggi eða fara í risaframkvæmdir. Við erum að díla við það að málning og motta getur gert kraftaverk, og enginn skal vanmeta hvað púðar og allt þetta smálega gerir mikið.“ Veggurinn nánast óyfirstíganlegt verkefni Þættirnir verða sex talsins ins og í fyrri þáttaröðum. Þættirnir birtast eins og áður vikulega hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. „Við stefnum að því að enda seríuna með góðgerðaþætti, því það var svo dásamlegt að aðstoða Hlaðgerðarkot í seinastaþætti. Þá erum við líka að nálgast jólin og það eiga allir að vera góðir á jólunum,“ segir Soffía. „Það er ýmislegt nýtt sem var prufað núna, það munar líka svo miklu að vera með Sigga snilling innan handar og hann nennir bókstaflega öllu sem ég sting upp á. Við erum svona aðeins að smíða og sníða hlutina betur að okkur og í barnaherbergi gerðum við vegg sem ég hélt að myndi buga mig. Siggi sagði að þetta væri snilldarverkefni fyrir eina helgi, svona til þess að setja upp og vinna sig í gegnum, en ég leit á hann og sagði - hvernig hljóma fjórar klst? Svo líka allt hitt sem þarf að gera - oh my! Þetta var svakalegt.“ Komin í jólagírinn Í kvöld frá átta til tíu stendur Soffía Dögg fyrir jólaviðburði, enda er hún strax byrjuð að hugsa út í jólaskreytingar. „Við ætlum við að starta jólavertíðinni með SkreytumHús-jólakvöldinu okkar í Rúmfatalagerinum á Smáratorginu,“ segir Soffía spennt. „Við höfum haldið þetta árlega (nema í fyrra og svona vesen) síðan held ég 2015. Ótrúlega skemmtilegt kvöld en ég er í Rúmfó í nokkra daga og set upp alls konar jólaskreytingar og hugmyndir. Síðan opnar húsið og þá er afsláttur af öllu, það eru svakaleg tilboð á vörum sem ég hef sjálf valið (upp að 40%) og við gefum nokkra stóra gjafapoka yfir kvöldið. Hann Ívar verslunarstjóri og stórvinur minn er með mér í þessu, og hann er svoddan gleðisprengja og smitar út frá sér, þannig að þarna eru allir kátir og spenntir í að byrja að jóla smá yfir sig. Það eru allir velkomnir en ef fólk vill skrá sig á viðburðinn þá er event inni á Facebook,“ segir Soffía. „Mér finnst ég vera svo óendanlega heppin að fá þetta tækifæri, að vinna, lifa og hrærast svona í minni ástríðu - það er alveg magnað. Allt fólkið sem tekur þátt í þáttunum, að finna traustið sem manni er veitt er hreint út sagt ótrúlegt. Svo bara að finna stuðninginn frá öllum í kringum mig, að vera með viðburð eins og í kvöld, þar sem fullt af fólki kemur til þess að sjá og skoða og detta í jólagírinn - bara æðislegt. Svo í næstu viku endurtek ég leikinn í Rúmfó á Akureyri, sem er æði. Þannig að ég er bara á bleiku skýi, sem svona jólóskýi en samt skýi,“ segir Soffía að lokum. Fyrri þáttaraðirnar má sjá HÉR á Vísi.
Skreytum hús Tengdar fréttir Vilt þú taka þátt í þriðju þáttaröð af Skreytum hús? Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir þriðju þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun. 13. september 2021 13:31 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Vilt þú taka þátt í þriðju þáttaröð af Skreytum hús? Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir þriðju þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun. 13. september 2021 13:31
„Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00